• AAI-Landing
  • AAI takeoff
  • Copy (2) of Jetstream ErnirAir-002 - Copy
  • Norlandair

Lokaskýrsla vegna slyss AF447

BEA, franska rannsóknarnefnd flugslysa, gaf út lokaskýrslu um flug AF447 hjá Air France, Airbus 330 þotunni sem fórst á Atlantshafinu á leið sinni frá Rio de Janeiro til París þann 1. júní 2009, þar sem allir um borð, alls 228 manns, fórust.

Skýrslan vísar á ísingu á pitot túbu sem leiddi til óáreiðanlegs lesturs mæla og viðbragða áhafnar við aðstæðum, sem meginorsök slyssins.

Lesa meira: Lokaskýrsla vegna slyss AF447

Skrifað undir nýjan kjarasamning við Bláfugl

Fimmtudaginn 21. júní s.l. var skrifað undir nýjan kjarasamning við flugfélagið Bláfugl. Samningurinn er nú í kynningu á meðal félagsmanna og verður í kjölfarið settur í kosningu. Niðurstaða ætti að liggja fyrir í byrjun júlí.

Flugdagur á Akureyri 2012

flugdagurinn 2012Nú framundan er flugdagur á Akureyrarflugvelli, en þessi árlegi viðburður verður nú laugardaginn 23. júní og hefst kl. 13:00 þann dag. Kynnir er Ómar Ragnarsson. Nánari upplýsingar fást með því að smella á myndina hér í fréttinni.

Kynnir er Ómar Ragnarsson og aðgangseyrir er kr. 1000,-

Þess má geta að þessi flugdagur hefur verið mjög vinsæll undanfarin ár og hafa margir sem búsettir eru annars staðar en í Eyjafirði notað tækifærið og flogið á sínum einkaflugvélum norður yfir heiðar til að njóta "góða veðursins" sem alltaf er á norðurlandi. Þá er upplagt að nota tækifærið og skoða hið glæsilega Flugsafn Íslands og allar þær dýrðir sem það hefur uppá að bjóða.

Flugdagurinn hefur að jafnaði verið haldinn í námunda við Jónsmessuna og er árið í ár engin undantekning þar á.

Ráðstefna ECA samþykkir styrk til styrktarsjóðs Paul Ridgard

Ráðstefna ECA hefur nú samþykkt að greiða út samúðarsjóð sinn, rúmlega 15 þúsund Evrur, til styrktarsjóðs Paul Ridgard. Paul Ridgard var flugmaður hjá Ryanair sem féll frá með sorglegum hætti og lét eftir sig son og eiginkonu. Rayanair flugmenn eru réttindalausir menn eins og margir flugmenn hjá "verktakaflugfélögum" (eins og flugmenn einhverra lággjaldafélaga sem fljúga til Íslands) og hefur fjölskyldan því í fá hús að venda eftir fráfall Pauls.

Lesa meira: Ráðstefna ECA samþykkir styrk til styrktarsjóðs Paul Ridgard

FÍA sækir ársþing IFALPA í París

Þótt formleg dagskrá árfundarins hefjist ekki fyrr en á föstudegi, er fjölsóttur fundur í dag (3.maí) sem haldin er á vegum flugmannafélaga Skyteam, Star Alliance og One world flugfélaganna, með fullþingi IFALPA. Þar er eru fengnir fulltrúar frá flugmönnum og flugfélögunum til að ræða saman í „panel“ um ýmis sameiginleg hagsmunamál eins og samskipti flugmannafélaga og stjórnenda flugfélaga, útþenslu flugfélaga úr „flóanum“ (Emirates, Qatar og Ethiad) og einnig reynt að rýna í hvert rekstrarform flugfélaganna er að þróast.  Eru t.d. gömlu þjóðarflugfélögin eða „flag carriers“ að deyja út?

Lesa meira: FÍA sækir ársþing IFALPA í París

Innskráning FÍA

Ef vandræði eru með innskráningu eða aðgangsheimildir hafðu samband við webmaster@fia.is