Kjarasamningur FÍA við Flugfélag Íslands hf. samþykktur
Skrifað þann 17 apríl 2015
Kl 16 föstudaginn 17. apríl 2015 lauk rafrænni kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Flugfélag Íslands hf.
Niðurstaða kosningarinnar er þessi:
Á kjörskrá voru 46 flugmenn, atkvæði nýttu 39 sem gerir 84% kjörsókn.
Svörin skiptast svo:
Já, ég samþykki kjarasamning þann sem undirritaður var 1. apríl sl. 21
Nei, ég samþykki ekki kjarasamninginn 18
Ég sit hjá. 0
Samningurinn telst því samþykktur með 53,8% þeirra sem tóku afstöðu.