Nýjar FTL reglur ógna flugöryggi

Lokatillaga að nýjum flug- vakt- og hvíldartímareglum fyrir flugáhafnir í Evrópu var kynnt í Brussel dag (1.október). Það er Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) sem leggur tillögurnar fram. Tillögurnar eru ógnun við flugöryggi og munu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir flugfarþega í Evrópu, verði þær innleiddar óbreyttar. Sjá nánar fréttatilkynningu frá ECA um málið hér.

Norrænar flugáhafnir deila áhyggjum um nýjar flugvakt- og hvíldartímareglur

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) mun innan tíðar gefa út lokatillögur sínar á nýjum flugvakt- og hvíldartímareglum (FTL). Hlutverk stofnunarinnar er að byggja tillögur sínar á vísinda- og læknisfræðilegum grunni með því að taka inn í myndina nýjustu vísinda- og læknarannsóknir í þessum efnum.

Norrænar flugáhafnir hafa alvarlegar áhyggjur af því að ferlið fram að þessu, þegar til stendur að gefa út lokatillögur stofnunarinnar, hafi ekki verið í samræmi við ofangreint hlutverk. EASA hefur, í tveimur aðskildum tilfellum, sótt vísindalegar og læknisfræðilegar upplýsingar til fremstu sérfræðinga Evrópu í flugþreytu og afkastagetu likamans. Þrátt fyrir það hefur EASA ákveðið að líta fram hjá niðurstöðum þessara aðila í nokkrum mikilvægum sviðum.

Lesa meira: Norrænar flugáhafnir deila áhyggjum um nýjar flugvakt- og hvíldartímareglur

Lokaskýrsla vegna slyss AF447

BEA, franska rannsóknarnefnd flugslysa, gaf út lokaskýrslu um flug AF447 hjá Air France, Airbus 330 þotunni sem fórst á Atlantshafinu á leið sinni frá Rio de Janeiro til París þann 1. júní 2009, þar sem allir um borð, alls 228 manns, fórust.

Skýrslan vísar á ísingu á pitot túbu sem leiddi til óáreiðanlegs lesturs mæla og viðbragða áhafnar við aðstæðum, sem meginorsök slyssins.

Lesa meira: Lokaskýrsla vegna slyss AF447

Skrifað undir nýjan kjarasamning við Bláfugl

Fimmtudaginn 21. júní s.l. var skrifað undir nýjan kjarasamning við flugfélagið Bláfugl. Samningurinn er nú í kynningu á meðal félagsmanna og verður í kjölfarið settur í kosningu. Niðurstaða ætti að liggja fyrir í byrjun júlí.

Flugdagur á Akureyri 2012

flugdagurinn 2012Nú framundan er flugdagur á Akureyrarflugvelli, en þessi árlegi viðburður verður nú laugardaginn 23. júní og hefst kl. 13:00 þann dag. Kynnir er Ómar Ragnarsson. Nánari upplýsingar fást með því að smella á myndina hér í fréttinni.

Kynnir er Ómar Ragnarsson og aðgangseyrir er kr. 1000,-

Þess má geta að þessi flugdagur hefur verið mjög vinsæll undanfarin ár og hafa margir sem búsettir eru annars staðar en í Eyjafirði notað tækifærið og flogið á sínum einkaflugvélum norður yfir heiðar til að njóta "góða veðursins" sem alltaf er á norðurlandi. Þá er upplagt að nota tækifærið og skoða hið glæsilega Flugsafn Íslands og allar þær dýrðir sem það hefur uppá að bjóða.

Flugdagurinn hefur að jafnaði verið haldinn í námunda við Jónsmessuna og er árið í ár engin undantekning þar á.

Innskráning FÍA

Ef vandræði eru með innskráningu eða aðgangsheimildir hafðu samband við webmaster@fia.is