• AAI-Landing
  • AAI takeoff
  • Copy (2) of Jetstream ErnirAir-002 - Copy
  • Norlandair

Ráðstefna ECA samþykkir styrk til styrktarsjóðs Paul Ridgard

Ráðstefna ECA hefur nú samþykkt að greiða út samúðarsjóð sinn, rúmlega 15 þúsund Evrur, til styrktarsjóðs Paul Ridgard. Paul Ridgard var flugmaður hjá Ryanair sem féll frá með sorglegum hætti og lét eftir sig son og eiginkonu. Rayanair flugmenn eru réttindalausir menn eins og margir flugmenn hjá "verktakaflugfélögum" (eins og flugmenn einhverra lággjaldafélaga sem fljúga til Íslands) og hefur fjölskyldan því í fá hús að venda eftir fráfall Pauls.

Þetta undirstrikar þörfina á að lagfæra umhverfið í kringum þessa verktakamennsku sem hefur tröllriðið Evrópu undanfarin áratug. Fyrir utan þá staðreynd að þessi hópur er réttindalaus þá er samfélagið að verða af umtalsverðum upphæðum hvað varðar skatta og önnur gjöld.

Það er þó ánægjulegt að ECA geti orðið að liði í þessu tilfelli en staðreyndin er sú að þessi samúðarsjóður er nú tæmdur og sambærileg áföll í framtíðinni verða því ekki bætt úr þessum sjóði.

Innskráning FÍA

Ef vandræði eru með innskráningu eða aðgangsheimildir hafðu samband við webmaster@fia.is