EFÍA ársfundur

Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn miðvikudaginn 10. maí kl. 11.00 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi.

Dagskrá fundarins fer eftir samþykktum sjóðsins og 30. gr. laga nr. 129/1997 um starfsemi lífeyrissjóða.

Allir sjóðfélagar eiga rétt á fundarsetu með umræðu- og tillögurétti.

Dagskrá:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Ársreikningur kynntur
 3. Tryggingafræðileg úttekt
 4. Fjárfestingarstefna
 5. Skipun stjórnar og laun stjórnarmanna
 6. Val endurskoðenda
 7. Tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins
 8. Önnur mál

Tillögur til ályktunar um önnur mál, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund.

Mikilvægi varaflugvalla á Íslandi

Flugatvik varð á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og lokaðist völlurinn af þeim sökum um nokkurn tíma. Aðeins hluti annarar af tveimur flugbrautum vallarins var í notkun vegna framkvæmda við viðhald og endurnýjun á flugbrautum og akstursbrautum.

Þegar Keflavíkurflugvöllur lokast skyndilega gegna flugvellirnir í Reykjavík, á Egilsstöðum og Akureyri þýðingarmiklu hlutverki sem varaflugvellir. Með sívaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli þarf að huga betur að getu þeirra til að sinna því hlutverki. Á Reykjavíkurflugvelli eru flugbrautir stuttar og veðurfar svipað og í Keflavík. Lokist Keflavíkurflugvöllur vegna veðurs á það sama iðulega við um Reykjavíkurflugvöll. Í besta falli er pláss fyrir fjórar farþegaþotur á hvorum stað á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Það er því orðið mjög brýnt að stækka flughlöðin á þessum völlum til að fyrirbyggja að háskalegt ástand geti skapast. Síðustu ár hefur efni úr Vaðlaheiðargöngum verið flutt á Akureyrarflugvöll til að stækka flughlaðið en ríkið hefur því miður ekki tryggt fjármagn til að ljúka framkvæmdunum.

Félag íslenskra atvinnuflugmanna FÍA skorar á ríkisvaldið að huga að framkvæmdum við stækkun flughlaða á Akureyri og Egilsstöðum. Flugvél sem lendir á Keflavíkurflugvelli og notar Reykjavíkur-, Akureyrar- eða Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll greiðir einungis lendingargjöld í Keflavík. Eðlilegt er að nýta hluta þeirra tekna til framkvæmda og viðhalds á varaflugvöllunum. Þeir eru mikilvægir hlekkir í þeirri keðju flugsamgangna sem íslensku alþjóðaflugvellirnir fjórir eru.

Stjórn FÍA

Öryggisnefnd FÍA

Fræðslufundur um viðbótarlífeyrissparnað og fasteignakaup

EFÍA býður sjóðfélögum til fræðslufundar í húsnæði FÍA,  Hlíðasmára 8, fimmtudaginn 6. apríl kl. 11:30.

Á fundinum mun Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, fara yfir helstu möguleika sem standa sjóðfélögum til boða. Sérstök áhersla verður lögð á skattfrjálsa notkun viðbótarlífeyrissparnaðar til fjármögnunar fyrstu fasteignakaupa og sjóðfélagalán EFÍA.

Allir velkomnir og boðið verður upp á léttan hádegismat á staðnum.

Ráðstefna ÖFÍA 4.4.

Félags íslenskra Atvinnuflugmanna stendur fyrir ráðstefnu þann 4. apríl n.k. “Reykjavik Flight Safety Symposium”  á Hotel Reykjavík Natura.

Megin viðfangsefnin eru flugöryggismál, sanngirnismenning (e. Just Culture), innviðir flugvallakerfisins á Íslandi sem og fjarskipta- og leiðsögutækni innan íslenska flugstjórnarsvæðisins.

Innlendir og erlendir fyrirlesarar halda erindi, fyrirlestrar fara fram á ensku.

Tímasett dagskrá og nánari upplýsingar er að finna til hægri á síðunni.

Framhaldsaðalfundi lokið

Framhaldsaðalfundi FÍA haldinn 13. mars 2017 er lokið.
Atkvæði á fundinum voru 329, 187 mættir og 142 umboð.
Kosið var milli tveggja frambjóðenda til meðstjórnar.
Guðlaugur Birnir Ásgeirsson hlaut 112 atkvæði eða 34%.
Högni B. Ómarsson hlaut 217 atkvæði eða 66%.

 

Nýkjörna stjórn FÍA skipa

Formaður
Örnólfur Jónsson

Varaformaður
Jóhann Óskar Borgþórsson

Meðstjórnendur
Guðmundur Már Þorvarðarson
Högni B. Ómarsson
Kristín María Grímsdóttir
Magni Snær Steinþórsson
Sigrún Bender

Varamenn
Jens Þór Sigurðarson
Óðinn Guðmundsson

Aðalfundur FÍA

AÐALFUNDUR 2017 – FUNDARBOÐ

Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna verður haldinn á Grand Hotel Reykjavík, fimmtudaginn 16. febrúar 2017, kl. 20:00.

DAGSKRÁ

1.   Skýrsla stjórnar

2.   Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar

3.   Lagabreytingar

4.   Stjórnarkjör

5.   Kosnir skoðunarmenn reikninga FÍA

6.   Kosnir fulltrúar í Starfsráð

7.   Önnur mál

Framhaldsaðalfundur FÍA

Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna sem haldinn var 16. febrúar 2017 var frestað þar sem ekki tókst að ljúka aðalfundarstörfum á einum fundi. Framhaldsaðalfundur FÍA verður haldinn á skrifstofu FÍA, Hlíðasmára 8, Kópavogi, mánudaginn 13. mars 2017, kl. 17.00.

Dagskrá:

 • Kosning milli tveggja frambjóðenda í meðstjórn FÍA.

__________________________________________________________________________________

Notice of Continuation of 2017 Annual General Meeting

The 2017 Annual General Meeting of Félag íslenskra atvinnuflugmanna was adjourned on February 16th , 2017, without having completed all items of business on the agenda. The continuation of the Annual General Meeting of FÍA will be held at FÍA Office, Hlíðasmára 8, Kópavogi, on Monday March 13th, 2017, at 17:00.

Agenda:

 • Election between two canditates to the board of FIA.

Nýskipuð samninganefnd FÍA við flugskólana

Ingvi Geir Ómarsson formaður

Davíð Þór Skúlason

Ida Björg Wessman

Þráinn Arnar Þráinsson

Fréttabréf FÍA komið út

Fréttabréf FÍANú er komið út nýtt fréttabréf FÍA þar sem farið er yfir það helsta sem er á döfinni hjá félaginu í aðdraganda aðalfundar.

 Hægt er að nálgast fréttabréfið hér.

Í bréfinu er að finna ýmsar fréttir af atvinnumálum FÍA flugmanna ásamt fróðleik um heilsuvernd og öryggismál. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér innihald blaðsins ásamt því að koma á framfæri við skrifstofu FÍA hugmyndum að efni í næsta fréttabréf.

Jólakveðja

Stjórn og starfsfólk FÍA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs.

Með þökk fyrir samskipti og samstarf á árinu sem senn líður.

 FIA70ara postur

Fleiri greinar...

 1. Ernir og Norlandair lægstbjóðendur í áætlunarflug fyrir vegagerðina
 2. Fréttabréf FÍA komið út
 3. Nýskipuð samninganefnd FÍA við Icelandair
 4. Félagsfundur
 5. EFÍA - fréttaveita
 6. Ný útgáfa FÍA appsins komin í loftið
 7. Lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli
 8. Ályktun vegna lagasetningar á yfirvinnubann flugumferðarstjóra
 9. Sumaropnun FÍA
 10. Kjarasamningur FÍA við Flugfélagið Mýflug samþykktur
 11. Kosning um samþykktarbreytingar EFÍA - aukning réttinda
 12. Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA
 13. Fréttatilkynning frá ECA
 14. Alþjóðlegt ungmenna-skiptiprógram
 15. Harma ákvörðun DOT um Norwegian
 16. Breytingar í trúnaðarráði FÍA
 17. Niðurstaða kosninga - Stjórn FÍA 2016-2017
 18. Kjarasamningur FÍA við Flugfélagið Erni samþykktur
 19. Nýjar FTL reglur taka gildi
 20. Aðalfundur - framboðslisti
 21. Nýr kjarasamningur við Flugfélagið Erni
 22. Aðalfundur FÍA
 23. Nýárskveðja
 24. Fyrirlestur um geðheilbrigði
 25. ECA auglýsir eftir almannatengli
 26. Konur á skrifstofu FÍA í fríi á kvenréttindadaginn
 27. Að borga fyrir að fljúga - verður að stöðva
 28. Kjarasamningur FÍA við Bláfugl samþykktur
 29. Kjarasamningur FÍA við Atlanta felldur í annað sinn
 30. Kjarasamningur FÍA við Flugfélag Íslands hf. samþykktur
 31. Endursamið við flugfélagið Atlanta
 32. Nýr kjarasamningur við Flugfélag Íslands
 33. Kjarasamingur FÍA við Atlanta felldur
 34. Nýr kjarasamningur við Norlandair
 35. Nýr kjarasamningur við Atlanta
 36. Konur á karlavinnustað
 37. Aðalfundur FÍA ályktar um Reykjavíkurflugvöll
 38. Aðalfundur FÍA 2015
 39. Gríðarleg aukning í gervi verktöku meðal flugáhafna
 40. Fræðslufundur EFÍA
 41. IFALPA óskar eftir ljósmyndum
 42. Aðalfundur FÍA 2015
 43. Gleðileg jól og farsælt komandi ár
 44. Flugmenn Icelandair samþykktu nýjan kjarasamning
 45. Fréttabréf FÍA komið út
 46. Nýr kjarasamningur við Flugfélagið Ernir
 47. Kallað eftir jafnri samkeppni flugfélaga
 48. Kjarasamningur við flugskólana samþykktur
 49. Flugmenn Icelandair sakaðir um verkfallsaðgerðir í ágúst
 50. Uppsagnir flugmanna dregnar til baka
 51. Könnun um verktakaflugmennsku
 52. Vetrarúthlutun orlofsnefndar FÍA
 53. Vegna Ebólufaraldurs
 54. Flugmenn Flugfélags Íslands samþykkja kjarasamning
 55. FÍA og SA fyrir hönd Flugfélags Íslands skrifa undir kjarasamning
 56. Flugmenn Landhelgisgæslunnar samþykkja kjarasamning
 57. FÍA styður kjarabaráttu Flugvirkjafélagsins
 58. FÍA og Landhelgisgæslan skrifa undir kjarasamning
 59. Flugmenn Icelandair samþykkja kjarasamning
 60. Flugmenn flugfélagsins Atlanta samþykkja kjarasamning
 61. FÍA og SA fyrir hönd Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. skrifa undir kjarasamning
 62. FÍA og SA fyrir hönd flugfélagsins Atlanta skrifa undir kjarasamning
 63. Lög sett á flugmenn Icelandair
 64. Yfirlýsing FÍA vegna niðurfellingar fluga til Norður Ameríku 11.maí 2014
 65. Kæru félagar
 66. Niðurstaða kosningar vegna aðgerða
 67. 69. ársfundur IFALPA
 68. Ókeypis kynningartími 27. mars
 69. Enn um ósannindi ríkislögreglustjóra
 70. Félagsmenn FÍA álykta vegna aðfarar ríkislögreglustjóra að starfsöryggi flugmanna
 71. Aðalfundur FÍA 2014
 72. Dale Carnegie
 73. Flugfélag íslands auglýsir eftir flugmönnum
 74. Opnunartími FÍA um hátíðar
 75. Ráðstefna ECA í Brussel 27.-28. nóvember
 76. Félagsfundur á Grand Hótel
 77. WOW orðið flugfélag!
 78. Samningur FÍA og Icelandair að losna
 79. Nýjar FTL reglur samþykktar. Ekki til þess fallnar að auka flugöryggi
 80. Drögum að nýrri FTL reglugerð hafnað
 81. Þristurinn 70 ára 1. október 2013
 82. Fréttabréf FÍA komið út
 83. Yfirlýsing vegna Reykjavíkurflugvallar
 84. Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýri
 85. Fyrsta stjórn félags RyanAir flugmanna tekin til starfa
 86. Örráðstefna um húðkrabbamein
 87. Ársfundur EFÍA
 88. Ábendingar frá BALPA til verðandi flugmanna
 89. Ársfundur IFALPA í Dublin
 90. Dale Carnegie námskeið
 91. Upptökur af heilsuráðstefnu FÍA
 92. Krafa um að flugöryggi sé í öndvegi
 93. Flugstjóri Dauðþreyttur Svefnsson 4
 94. Jólamyndin í ár
 95. Í flug formi (Fit to fly)
 96. FRÆÐSLUFUNDUR 6. DESEMBER
 97. Blekkingarleikur gerviflugfélaga
 98. Flugstjóri Dauðþreyttur Svefnsson
 99. Nýjar FTL reglur ógna flugöryggi
 100. Norrænar flugáhafnir deila áhyggjum um nýjar flugvakt- og hvíldartímareglur

Page 1 of 15

Innskráning FÍA

Ef vandræði eru með innskráningu eða aðgangsheimildir hafðu samband við webmaster@fia.is