Krafa um að flugöryggi sé í öndvegi

Fréttatilkynning FÍA

Flugáhafnir vítt og breitt í Evrópu mótmæla í dag boðuðum reglum Evrópusambandsins um flug-, vakt,- og hvíldartíma flugmanna og flugliða. Fulltrúar frá evrópskum flugmannafélögum koma saman við höfuðstöðvar Evrópuþingsins í Brussel í dag og afhenda þar áskorun sem um 100.000 manns hafa skrifað undir, þar sem þess er krafist að vinnutímareglur verði settar með öryggi flugfarþega í öndvegi og á grundvelli læknisfræðilegra rannsókna.

Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu er gert ráð fyrir að flugáhafnir geti verið allt að 20-22 klukkustundir á vakt í einu og vinni í meira en 12 klukkustundir að næturlagi.

Hér er einnig fréttatilkynning frá ECA, Eurpean Cockpit Assosiation.

Af þessu tilefni munu nokkrir flugmenn í FÍA, Félagi íslenzkra atvinnuflugmanna koma saman á Keflavíkurflugvelli að morgni 22.janúar og vekja athygli flugfarþega á þessu máli.

Nánari upplýsingar veita.

Hafsteinn Pálsson gsm: 892 7585

Kjartan Jónsson gsm: 824 8070

 

Innskráning FÍA

Ef vandræði eru með innskráningu eða aðgangsheimildir hafðu samband við webmaster@fia.is