Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna verður haldinn að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík, salur Gullteigur B, þann 27. febrúar n.k. kl: 20:00.
Fundurinn er jafnframt hátíðarfundur FÍA þar sem tveir félagsmanna verða heiðraðir fyrir störf sín í þágu félagsins.
Dagskrá:
1. Heiðursfélagar FÍA
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram
4. Stjórnarkjör
5. Kosning skoðunarmanna ársreikninga
6. Kosning fulltrúa í starfsráð
7. Önnur mál
Léttar veitingar í boði FÍA að fundi loknum.