Aðalfundur FÍA

AÐALFUNDUR 2017 – FUNDARBOÐ

Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna verður haldinn á Grand Hotel Reykjavík, fimmtudaginn 16. febrúar 2017, kl. 20:00.

DAGSKRÁ

1.   Skýrsla stjórnar

2.   Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar

3.   Lagabreytingar

4.   Stjórnarkjör

5.   Kosnir skoðunarmenn reikninga FÍA

6.   Kosnir fulltrúar í Starfsráð

7.   Önnur mál

Nýskipuð samninganefnd FÍA við flugskólana

Ingvi Geir Ómarsson formaður

Davíð Þór Skúlason

Ida Björg Wessman

Þráinn Arnar Þráinsson

Jólakveðja

Stjórn og starfsfólk FÍA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs.

Með þökk fyrir samskipti og samstarf á árinu sem senn líður.

 FIA70ara postur

Ernir og Norlandair lægstbjóðendur í áætlunarflug fyrir vegagerðina

Tilboð í áætlunarflug innanlands með sérleyfi fyrir vegagerðina, voru opnuð hjá ríkiskaupum nýverið, eftir að nýtt útboð var auglýst fyrr á þessu ári. Um er að ræða annars vegar flugleiðir milli höfuðborgarinnar og Gjögurs, Bíldudals og Hafnar í Hornafirði, og hins vegar milli Akureyrar og Vopnafjarðar, Þórshafnar og Grímseyjar.  Lægstbjóðendur í þetta flug voru flugfélögin Norlandair með flugið út frá Akureyri og Ernir með flugið til og frá Reykjavík. Það er því allt útlit fyrir að þessi félög sinni fluginu áfram eins og verið hefur.  Bæði þessi félög eru með kjarasamning við FÍA fyrir sína flugmenn. Gert er ráð fyrir að nýr samningur um áætlunarflugið á grundvelli hins nýja útboðs taki gildi 1. apríl á næsta ári og verði til þriggja ára, með möguleika á framlengingu um tvö ár til viðbótar. Kostnaðaráætlun ríkisins vegna áætlunarflugs á alla staðina var uppá 900 milljónir króna miðað við 3 ára samning. Tilboð flugfélaganna tveggja voru aðeins yfir kostnaðaráætlun og námu samtals um ríflega einum milljarði króna miðað við 3 ár. 

  

Fréttabréf FÍA komið út

Fréttabréf FÍA fyrir September 2016  kom út í dag þar sem farið er yfir það helsta sem er á döfinni hjá félaginu.

1604

Helstu fréttir eru atvinnumál FÍA flugmanna, alþjóðasamstarf, EFÍA, skilaboð frá Skýjaborgum, ný útgáfa af FÍA appinu ásamt fróðleik um heilsuvernd og öryggismál. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér innihald blaðsins ásamt því að koma á framfæri við skrifstofu FÍA hugmyndum að efni í næsta fréttabréf.

 

Nú er komið út nýtt fréttabréf FÍA þar sem farið er yfir það helsta sem verið hefur á döfinni hjá félaginu frá aðalfundi þegar síðasta fréttabréf kom út

EFÍA - fréttaveita

Á ársfundi EFÍA komu fram óskir sjóðfélaga um að fá tilkynningu um það þegar nýjar fréttir birtast á vefsíðu sjóðsins. Það er ánægjulegt að verða við slíkri beiðni og eru sjóðfélagar sem áhuga hafa hvattir til að skrá sig fyrir slíkum tilkynningum.

Opnað hefur verið fyrir sérstaka skráningarsíðu á vef sjóðsins http://efia.is/skraning , sjóðfélagar sem skrá netfang sitt á skráningarsíðu munu í kjölfarið fá sendan tölvupóst í hvert sinn sem ný frétt er birt á heimasíðu sjóðsins.

Nýskipuð samninganefnd FÍA við Icelandair

Jón Þór Þorvaldsson formaður

Guðmundur St. Sigurðsson

Hafsteinn Pálsson

Hjalti Valþórsson

Högni B. Ómarsson

Ólafur Örn Jónsson

Ný útgáfa FÍA appsins komin í loftið

Nú hefur verið ráðist í endurbætur á FIA - mobile smáforritinu sem stór hluti félagsmanna hefur hlaðið niður í snjalltæki sín og nýtist stéttarfélaginu bæði til samskipta og úrvinnslu tilkynninga sem frá flugmönnum berast. Það er von stjórnar FÍA að með nýrri útgáfu  aukist útbreiðsla FIA - mobile enn frekar og upplýsingagjöf verði gagnkvæm og skilvirk. Forritið hefur ennfremur verið þýtt og aðlagað að þörfum stéttarfélaga erlendis og hlaut ein slík útgáfa verðlaun í nýlegri samkeppni sem BALPA, félag atvinnuflugmanna í Bretlandi, tók þátt í. 

Appið er nokkuð breytt og ber þar helst að nefna bæði nýja og eldri möguleika:

 • Útlit og viðmót appsins er töluvert breytt. Ný tímalina við opnun appsins. Allt það nýjasta sem hefur verið sett í fréttir, fundargerðir, fréttabréf eða viðbrögð við skýrslum birtist á tímalínu á forsíðu.
 • Hægt er að setja inn skýrslu með símann ÓTENGDAN. Búðu til skýrsluna og hún fer sjálfkrafa þegar síminn er tengdur við netið næst.
 • Nú er hægt að svara viðbrögðum sem berast við innsendum skýrslum. Mynda þannig samtal við fulltrúa samstarfsnefndar sem afgreiðir þitt mál.
 • Skýrsluhlutinn er nú fullkomnari og getur stéttarfélagið klæðskerasniðið reiti eftir þörfum.
 • Félagsmenn geta nú skoðað lista yfir innsendar skýrslur sínar, og haldið þannig utan um sín mál.
 • Stjórn, starfsfólk og nefndir eru nú á sama stað, undir tengiliðir.
 • Fréttabréf eru með nýtt viðmót og fundargerðum er nú hægt að raða í tímaröð.
 • Félagsmenn geta nú skoðað sinn heildar prófíl og breytt þar upplýsingum sem aðrir sjá.
 • Nýjir stillingarmöguleikar appsins. Hvað á að birtast við ræsingu og fleira.

Einhverjir hafa lent í vandræðum með röðun í símaskrá, bæði stafrófsröðun og starfsaldursröð. Þegar þetta kemur upp er nauðsynlegt að smella á litla i efst í vinstra horni aðalvalmyndar og velja þar að aftengjast. Þá innskrá aftur og vandamálið ætti að vera leyst.

Félagsfundur

Lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli

Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur verulegar áhyggjur af stöðu flugöryggismála á Reykjavíkurflugvelli í kjölfar niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 268/2016 um að íslenska ríkinu beri að loka braut 06/24 innan 16 vikna. Í áhættumati varðandi lokun brautarinnar frá 22. maí 2015 er ekki tekið tillit til áhrifa á flugvallakerfið í landinu í heild sinni, fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur né það sem mestu skiptir þ.e. neyðarskipulags almannavarna og áhrifa á sjúkraflutninga.

Að mati FÍA er flugbraut 06/24 í Reykjavík nauðsynlegur hluti af vellinum til að tryggja nýtingarhlutfall í ljósi mikilvægis vallarins til sjúkra og neyðarflutninga.

Verði flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli lokað er óviðunandi að ekki liggi fyrir ákvörðun um að opna á Keflavíkurflugvelli flugbraut með svipaða stefnu, sem staðið hefur lokuð í áraraðir. Mikilvægt er að flugbraut með stefnu suðvestur/norðaustur sé til staðar á suðvesturlandi.

 

Fleiri greinar...

 1. Ályktun vegna lagasetningar á yfirvinnubann flugumferðarstjóra
 2. Sumaropnun FÍA
 3. Kjarasamningur FÍA við Flugfélagið Mýflug samþykktur
 4. Kosning um samþykktarbreytingar EFÍA - aukning réttinda
 5. Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA
 6. Fréttatilkynning frá ECA
 7. Alþjóðlegt ungmenna-skiptiprógram
 8. Harma ákvörðun DOT um Norwegian
 9. Breytingar í trúnaðarráði FÍA
 10. Niðurstaða kosninga - Stjórn FÍA 2016-2017
 11. Kjarasamningur FÍA við Flugfélagið Erni samþykktur
 12. Nýjar FTL reglur taka gildi
 13. Aðalfundur - framboðslisti
 14. Nýr kjarasamningur við Flugfélagið Erni
 15. Aðalfundur FÍA
 16. Nýárskveðja
 17. Fyrirlestur um geðheilbrigði
 18. ECA auglýsir eftir almannatengli
 19. Konur á skrifstofu FÍA í fríi á kvenréttindadaginn
 20. Að borga fyrir að fljúga - verður að stöðva
 21. Kjarasamningur FÍA við Bláfugl samþykktur
 22. Kjarasamningur FÍA við Atlanta felldur í annað sinn
 23. Kjarasamningur FÍA við Flugfélag Íslands hf. samþykktur
 24. Endursamið við flugfélagið Atlanta
 25. Nýr kjarasamningur við Flugfélag Íslands
 26. Kjarasamingur FÍA við Atlanta felldur
 27. Nýr kjarasamningur við Norlandair
 28. Nýr kjarasamningur við Atlanta
 29. Konur á karlavinnustað
 30. Aðalfundur FÍA ályktar um Reykjavíkurflugvöll
 31. Aðalfundur FÍA 2015
 32. Gríðarleg aukning í gervi verktöku meðal flugáhafna
 33. Fræðslufundur EFÍA
 34. IFALPA óskar eftir ljósmyndum
 35. Aðalfundur FÍA 2015
 36. Gleðileg jól og farsælt komandi ár
 37. Flugmenn Icelandair samþykktu nýjan kjarasamning
 38. Fréttabréf FÍA komið út
 39. Nýr kjarasamningur við Flugfélagið Ernir
 40. Kallað eftir jafnri samkeppni flugfélaga
 41. Kjarasamningur við flugskólana samþykktur
 42. Flugmenn Icelandair sakaðir um verkfallsaðgerðir í ágúst
 43. Uppsagnir flugmanna dregnar til baka
 44. Könnun um verktakaflugmennsku
 45. Vetrarúthlutun orlofsnefndar FÍA
 46. Vegna Ebólufaraldurs
 47. Flugmenn Flugfélags Íslands samþykkja kjarasamning
 48. FÍA og SA fyrir hönd Flugfélags Íslands skrifa undir kjarasamning
 49. Flugmenn Landhelgisgæslunnar samþykkja kjarasamning
 50. FÍA styður kjarabaráttu Flugvirkjafélagsins
 51. FÍA og Landhelgisgæslan skrifa undir kjarasamning
 52. Flugmenn Icelandair samþykkja kjarasamning
 53. Flugmenn flugfélagsins Atlanta samþykkja kjarasamning
 54. FÍA og SA fyrir hönd Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. skrifa undir kjarasamning
 55. FÍA og SA fyrir hönd flugfélagsins Atlanta skrifa undir kjarasamning
 56. Lög sett á flugmenn Icelandair
 57. Yfirlýsing FÍA vegna niðurfellingar fluga til Norður Ameríku 11.maí 2014
 58. Kæru félagar
 59. Niðurstaða kosningar vegna aðgerða
 60. 69. ársfundur IFALPA
 61. Ókeypis kynningartími 27. mars
 62. Enn um ósannindi ríkislögreglustjóra
 63. Félagsmenn FÍA álykta vegna aðfarar ríkislögreglustjóra að starfsöryggi flugmanna
 64. Aðalfundur FÍA 2014
 65. Dale Carnegie
 66. Flugfélag íslands auglýsir eftir flugmönnum
 67. Opnunartími FÍA um hátíðar
 68. Ráðstefna ECA í Brussel 27.-28. nóvember
 69. Félagsfundur á Grand Hótel
 70. WOW orðið flugfélag!
 71. Samningur FÍA og Icelandair að losna
 72. Nýjar FTL reglur samþykktar. Ekki til þess fallnar að auka flugöryggi
 73. Drögum að nýrri FTL reglugerð hafnað
 74. Þristurinn 70 ára 1. október 2013
 75. Fréttabréf FÍA komið út
 76. Yfirlýsing vegna Reykjavíkurflugvallar
 77. Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýri
 78. Fyrsta stjórn félags RyanAir flugmanna tekin til starfa
 79. Örráðstefna um húðkrabbamein
 80. Ársfundur EFÍA
 81. Ábendingar frá BALPA til verðandi flugmanna
 82. Ársfundur IFALPA í Dublin
 83. Dale Carnegie námskeið
 84. Upptökur af heilsuráðstefnu FÍA
 85. Krafa um að flugöryggi sé í öndvegi
 86. Flugstjóri Dauðþreyttur Svefnsson 4
 87. Jólamyndin í ár
 88. Í flug formi (Fit to fly)
 89. FRÆÐSLUFUNDUR 6. DESEMBER
 90. Blekkingarleikur gerviflugfélaga
 91. Flugstjóri Dauðþreyttur Svefnsson
 92. Nýjar FTL reglur ógna flugöryggi
 93. Norrænar flugáhafnir deila áhyggjum um nýjar flugvakt- og hvíldartímareglur
 94. Lokaskýrsla vegna slyss AF447
 95. Skrifað undir nýjan kjarasamning við Bláfugl
 96. Flugdagur á Akureyri 2012
 97. Ráðstefna ECA samþykkir styrk til styrktarsjóðs Paul Ridgard
 98. FÍA sækir ársþing IFALPA í París
 99. Nýjar vinnutímareglur til umfjöllunar samgönguráðherra ESB
 100. Nýr kjarasamningur við flugfélagið Ernir

Innskráning FÍA

Ef vandræði eru með innskráningu eða aðgangsheimildir hafðu samband við webmaster@fia.is