Stjórnarkjör í ECA - nýr forseti kjörinn

Haldinn var framhaldsfundur í ECA (European Cockpit Association) þann 24. febrúar s.l. Ástæðan og eina efni fundarins var að kjósa nýja menn í stjórn samtakanna og hæst bar kosning nýs forseta í stað Martins Chalk sem gengt hefur þeirri stöðu síðustu sex ár. Nýr forseti ECA heitir Nico Voorbach og er frá hollenska flugmannafélaginu. Þá var Jon Horne frá breska flugmannafélaginu (BALPA) einnig kjörinn nýr í stjórnina. Sjá nánar í meðfylgjandi frétt frá ECA:

Ný stjórn kosin í FÍA

Aðalfundur FÍA var haldinn þriðjudagskvöldið 15. febrúar s.l. á Grand Hótel Reykjavík.

Á fundinum fór meðal annars fram kosning á nýrri stjórn FÍA og voru eftirtaldir kjörnir:

Hafsteinn Pálsson flugstjóri Icelandair, formaður

Jón Þór Þorvaldsson flugmaður Icelandair, varaformaður

Guðjón H. Gunnarsson flugstjóri Flugfélagi Íslands, meðstjórn

Hafsteinn Orri Ingvason flugmaður Atlanta, meðstjórn

Högni Björn Ómarsson flugstjóri Icelandair, meðstjórn

Ólafur Örn Jónsson flugmaður Atlanta, meðstjórn

Þorvaldur Friðrik Hallsson flugmaður Icelandair, meðstjórn

Jakob Ólafsson flugstjóri Landhelgisgæslunni, varamaður

Ölver Jónsson flugmaður Ernir, varamaður

Þeir sem ekki náðu kjöri voru, Örnólfur Jónsson í framoði til formanns, Guðlaugur Birnir Ásgeirsson í framboði til vara formanns, þeir Ingvar Jónsson og Þorsteinn Kristmannsson í framboði til meðstjórnar og Ragnar Már Ragnarsson í framboði til varamanns.

Nýr kjarasamningur við flugfélagið Norlandair

31. janúar 2011 var skrifað undir nýjan kjarasamning flugmanna flugfélagsins Norlandair. Samningurinn er á svipuðum nótum og hjá öðrum félögum en gildir til 31. mars 2011. Samningar við Norlandair hafa verið lausir frá lokum ársins 2009. Nýji samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu félagsmanna og fæst niðurstaða úr þeirri atkvæðagreiðslu á næstu dögum.

Flugmenn Air Greenland samþykktu nýjan samning

Kosið var um nýjan kjarasamning flugmanna Air Greenland föstudaginn 21. janúar s.l. 93% flugmanna skiluðu atkvæði og var samningurinn samþykktur með 78% atkvæða. Deilan er því leyst og flug hjá félaginu komið í eðlilegt horf að nýju.

EASA boðar lélegri öryggisstaðla í flugi


- Flugröryggisstofnun ESB birtir drög að ófullnægjandi reglum um vinnutíma flugáhafna

Fréttatilkynning frá ECA, European Cockpit Association (Evrópusamband atvinnuflumannafélaga):

- Flugröryggisstofnun ESB birtir drög að ófullnægjandi reglum um vinnutíma flugáhafna

Flugöryggisstofnun Evrópu EASA hefur nú birt nýjar tillögur að reglum er varða hámarks flugtíma og lengd vakta flugmanna.  Reglunum er ætlað að draga úr áhættu sem fylgt getur þreytu flugmanna, vegna langra vinnuvakta og lítillar hvíldar.  Tillögurnar taka ekkert tillit til vísindalegra niðurstaðna, en eiga að forða kostnaðarauka fyrir flugfélögin.  Reglurnar eru langt undir þeim væntingum sem ætti að bera til trúverðugrar stofnunar ESB í flugöryggismálum.  Verði þessum tillögum ekki breytt verulega, munu þær draga úr flugöryggi í Evrópu, einkum í þeim löndum þar sem fyrir eru í dag strangari reglur um vinnutímamörk flugáhafna.

“Tillögur EASA (flugöryggisstofnunarinnar) eru meira en bara vonbrigði” segir Martin Chalk forseti ECA.  “Stofnunin hefur í á annað ár undirbúið drög að nýjum reglum um vinnutímamörk flugáhafna.  Stofnunin hafði einstakt tækifæri til að koma nú fram með skýra stefnumörkun, byggða á vísindalegum niðurstöðum með flugöryggi í forgrunni. Vinnutímareglur í takt við það sem Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) hefur lagt til og einnig þær sem verið hafa lengi við lýði í Bretlandi og gefist afar vel.  Í stað þess að horfa til slíkra viðmiða velur Evrópusambandið að koma fram með tillögur sem eru mun lakari öryggisstaðlar en annars staðar tíðkast.”

Þannig er útgefin stefna EASA um að „stuðla að hæstu öryggisstöðlum í flugi...“ í Evrópu og víðar, í hróplegu ósamræmi við tillögur þeirra um vinnutímamörk flugmanna.  Tvö dæmi:

                                   Tillögur EASA                       Tillögur FAA             Vísindalegar niðurstöður:

Dagvinna:                   Hámark 14 klst                       Hámark 13 klst           Hámark 12 klst

Næturvinna:                Hámark 12 klst                       Hámark 9 klst             Hámark 10 klst

(byrjar á miðnætti):     -7 daga í röð                - 3nætur í röð              -takmarkaður fjöldi nátta       

Til upplýsingar:  Vinnutímahámark Evrópusambandsins fyrir vörubílstjóra er 9 klst að degi og 10 klst að nóttu.

“Vinnutímamörk eiga að taka mið af mannslíkamanum og takmörkunum líkamsklukkunnar.  EASA virðist hins vegar halda því fram að flugmenn í Evrópu þoli betur þreytu og geti unnið lengur en flugmenn í Bandaríkjunum og meira heldur en niðurstöður vísindamanna segja að sé innan öryggismarka”, segir Philip von Schöppenthau framkvæmdastjóri ECA.  “Tillögurnar taka ekkert tillit til margra áratuga vísindarannsókna.  Hvers vegna? Vegna áralangs þrýstings (lobbíisma) flugfélaganna gegn hverskonar reglum sem gætu aukið kostnað.  Ég tel óvíst að farþegar flugfélaganna séu sama sinnis.”

Ef bornar eru saman vinnutímareglur flugáhafna í Bretlandi og hinar nýju tillögur EASA kemur í ljós sláandi munur.  Miðað við hinar nýju tillögur gæti flugmaður byrjað vinnudag kl. 05:30 að morgni, flogið 4 leggi (4 flugtök og 4 lendingar) og lokið vaktinni kl. 18:15, þ.e. eftir 12 klst og 45 mínútur.  Samkvæmt breskum reglum, sem um 20% flugumferðar í Evrópu vinnur samkvæmt, er hámarks vinnutími í þessu dæmi 9 klst.

ECA, sem í eru nærri 39 þúsund flugmenn í Evrópu, hafnar þessum tillögum EASA alfarið.  Er því beint til stofnana ESB að taka mið af vísindaniðurstöðum þegar settar eru reglur um vinnutímamörk og umfram allt tryggja öryggi flugfarþega.

Frekari upplýsingar veita;

P. von Schöppenthau framkvæmdastjóri ECA  s: +32-2-7053293
Martin Chalk forseti ECA í s. +44 7867.556.988
Franz Ploder formaður FÍA í s. +354 822 7260
Einnig eru frekari upplýsingar á vefnum:   http://www.eurocockpit.be/pages/flight-time-limitations

Page 16 of 16

Innskráning FÍA

Ef vandræði eru með innskráningu eða aðgangsheimildir hafðu samband við webmaster@fia.is