FÍA og Landhelgisgæslan skrifa undir kjarasamning

Í dag, 6. júní 2014, var undirritaður nýr kjarasamningur FÍA við Landhelgisgæslu Íslands. Samningurinn fer nú í kynningu til félagsmanna og í rafræna kosningu sem mun taka 7 daga.

Flugmenn Icelandair samþykkja kjarasamning

vote shutterstock 99640901Rafrænni kosningu um nýjan kjarasamning FÍA og Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. er nú lokið. 338 voru á kjörská og skiluðu 301 manns atkvæði sem gerir 89% kjörsókn. 219 samþykktu samninginn og 67 höfnuðu honum, 15 sátu hjá. Samningurinn er því samþykktur af 76,6% þeirra sem tóku afstöðu. Samningurinn hefur því tekið gildi og gildir til 30. september 2014.

Flugmenn flugfélagsins Atlanta samþykkja kjarasamning

Kosningu um nýjan kjarasamning FÍA og flugfélagsins Atlanta ehf. er nú lokið. 103 voru á kjörská og skiluðu 86 manns atkvæði sem gerir 83,5% kjörsókn. 65 samþykktu samninginn og 19 höfnuðu honum, 2 sátu hjá. Samningurinn er því samþykktur með 77% þeirra sem tóku afstöðu. Samningurinn hefur því tekið gildi og gildir til 31. desember 2014.

FÍA og SA fyrir hönd Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. skrifa undir kjarasamning

Laust fyrir kl. 5:00  dag, 22. maí 2014, var undirritaður nýr kjarasamningur FÍA við SA fyrir hönd Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. Samningurinn fer nú í kynningu til félagsmanna og í rafræna kosningu sem mun taka 7 daga.

FÍA og SA fyrir hönd flugfélagsins Atlanta skrifa undir kjarasamning

Samninganefnd-fia-og-aai-vid-undirskrift-2014Í dag, 16. maí 2014, var undirritaður nýr kjarasamningur FÍA við SA fyrir hönd flugfélagsins Atlanta. Samningurinn fer nú í kynningu til félagsmanna og í rafræna kosningu sem mun taka 7 daga. Á meðfylgjandi mynd má sjá samninganefndirnar fá sér vöfflu eftir undirritunina.

Kæru félagar

Minnum á að skrifstofa FÍA er opin. Hvetjum félagsmenn til að líta við og spjalla saman. Heitt á könnunni.

Stöndum saman

Stjórnin

Lög sett á flugmenn Icelandair

Eins og fram hefur komið í fréttum frá því í gær, þann 15. maí 2014, setti Alþingi Íslendinga lög á sem bönnuðu verkfallsaðgerðir flugmanna FÍA hjá Icleandair. Þar kusu 16 Sjálfstæðismenn og 16 Framsóknarmenn með lögunum gegn flugmönnunum.

FÍA hefur nú tilkynnt erlendum samtökum sem FÍA er aðili að um þessi lög og að beiðni um aðstoð frá þeim félögum sé afturkölluð.

Niðurstaða kosningar vegna aðgerða

Lokið er kosningu flugmanna Icelandair um tillögu samninganefndar. Á kjörskrá voru 330 félagsmenn en atkvæði greiddu 301. Kosningaþátttaka er rúm 91%.

Tillagan var samþykkt,

Samþykkir: 295

Mótfallnir: 0

Sátu hjá: 6

Yfirlýsing FÍA vegna niðurfellingar fluga til Norður Ameríku 11.maí 2014

 • Það er alrangt að flugmenn Icelandair Group standi í skæruaðgerðum gagnvart félaginu.
 • Flugmenn eru í löglega boðuðum verkfallsaðgerðum sem meðal annars er yfirvinnubann sem felur í sér að menn vinna ekki yfirvinnu. 
 • Sökum seinkana undanfarinna daga hefur vakttími flugmanna riðlast sem hefur valdið keðjuverkandi áhrifum á önnur flug.  Icelandair Group er undirmannað nú um þessar mundir og hefur því ekki geta mannað öll þau flug sem áætluð hafa verið.
 • Icelandair Group tilkynnti um niðurfellingu 10 fluga til Norður Ameríku 11.maí.  Af þessum 10 flugum voru 8 þeirra fullmönnuð og lýsir FÍA undrun sinni á þessari aðgerð Icelandair Group en hún er farþegum félagsins sem og hluthöfum til mikils skaða. Með þessari aðgerð og kynningu á henni er verið að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að sverta orð flugmanna.  Slík aðgerð er sannarlega ekki til þess að ýta undir lausn þessarar deilu.

69. ársfundur IFALPA

Ársfundi IFALPA lauk þann 31. mars 2014 í Panama þar sem saman komu nokkur hundruð fulltrúar frá stéttarfélögum flugmanna víðs vegar að úr heiminum.  Fjallað var um helstu hagsmunamál stéttarinnar á heimsvísu og mörkuð stefna fyrir sambandið næstu misserin.  Einnig voru samhliða haldnir fundir í hverjum hinna fimm heimshlutasamtaka sem mynda IFALPA, sem er ECA í Evrópu og FÍA á aðild að.  Í lok fundarins var samhljóða samþykkt yfirlýsing í tilefni af hvarfi malasísku farþegaþotunnar.  Þar er m.a. minnt á nauðsyn þess að reglur ICAO Annex 13 um rannsókn flugslysa séu hafðar í heiðri.   Eins er minnt á að meðan staðreyndir liggja ekki fyrir kunna getgátur í fjölmiðlum að hafa slæmar afleiðingar fyrir rannsókn málsins.  Hægt er að lesa yfirlýsinguna í heild sinni hér.

Fleiri greinar...

 1. Ókeypis kynningartími 27. mars
 2. Enn um ósannindi ríkislögreglustjóra
 3. Félagsmenn FÍA álykta vegna aðfarar ríkislögreglustjóra að starfsöryggi flugmanna
 4. Aðalfundur FÍA 2014
 5. Dale Carnegie
 6. Flugfélag íslands auglýsir eftir flugmönnum
 7. Opnunartími FÍA um hátíðar
 8. Ráðstefna ECA í Brussel 27.-28. nóvember
 9. Félagsfundur á Grand Hótel
 10. WOW orðið flugfélag!
 11. Samningur FÍA og Icelandair að losna
 12. Nýjar FTL reglur samþykktar. Ekki til þess fallnar að auka flugöryggi
 13. Drögum að nýrri FTL reglugerð hafnað
 14. Þristurinn 70 ára 1. október 2013
 15. Fréttabréf FÍA komið út
 16. Yfirlýsing vegna Reykjavíkurflugvallar
 17. Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýri
 18. Fyrsta stjórn félags RyanAir flugmanna tekin til starfa
 19. Örráðstefna um húðkrabbamein
 20. Ársfundur EFÍA
 21. Ábendingar frá BALPA til verðandi flugmanna
 22. Ársfundur IFALPA í Dublin
 23. Dale Carnegie námskeið
 24. Upptökur af heilsuráðstefnu FÍA
 25. Krafa um að flugöryggi sé í öndvegi
 26. Flugstjóri Dauðþreyttur Svefnsson 4
 27. Jólamyndin í ár
 28. Í flug formi (Fit to fly)
 29. FRÆÐSLUFUNDUR 6. DESEMBER
 30. Blekkingarleikur gerviflugfélaga
 31. Flugstjóri Dauðþreyttur Svefnsson
 32. Nýjar FTL reglur ógna flugöryggi
 33. Norrænar flugáhafnir deila áhyggjum um nýjar flugvakt- og hvíldartímareglur
 34. Lokaskýrsla vegna slyss AF447
 35. Skrifað undir nýjan kjarasamning við Bláfugl
 36. Flugdagur á Akureyri 2012
 37. Ráðstefna ECA samþykkir styrk til styrktarsjóðs Paul Ridgard
 38. FÍA sækir ársþing IFALPA í París
 39. Nýjar vinnutímareglur til umfjöllunar samgönguráðherra ESB
 40. Nýr kjarasamningur við flugfélagið Ernir
 41. Kjarasamningur við Norlandair felldur
 42. Ráðstefna um verkföll og samúðarverkföll
 43. Nýr kjarasamningur undirritaður við Norlandair
 44. Er þinn flugmaður úthvíldur?
 45. DAUÐþreyttir flugmenn í Evrópu
 46. Skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir hönd flugmanna Landhelgisgæslunnar
 47. Nýr kjarasamningur við flugfélagið Atlanta samþykktur
 48. Nýr kjarasamningur Flugfélags Íslands samþykktur
 49. Kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Icelandair lokið
 50. Kjarasamningur við Flugfélag Íslands felldur
 51. Skrifað undir nýjan kjarasamning við Icelandair Group hf / Icelandair ehf.
 52. Yfirlýsing frá FÍA
 53. Kjarasamningur við Icelandair felldur
 54. Nýr kjarasamningur við Flugfélag Íslands hf.
 55. Uppsögn á 59 flugmönnum og stöðu 37 flugstjóra
 56. Skorum á EU að setja öryggi farþega í fyrsta sæti!
 57. Kjaraviðræður við Icelandair árangurslausar
 58. Kjaradeilu FÍA við Icelandair Group hf / Icelandair ehf. vísað til Ríkissáttasemjara
 59. FÍA tekur þátt í IFALPA ráðstefnu í Tælandi
 60. Stjórnarkjör í ECA - nýr forseti kjörinn
 61. Ný stjórn kosin í FÍA
 62. Nýr kjarasamningur við flugfélagið Norlandair
 63. Flugmenn Air Greenland samþykktu nýjan samning
 64. EASA boðar lélegri öryggisstaðla í flugi

Innskráning FÍA

Ef vandræði eru með innskráningu eða aðgangsheimildir hafðu samband við webmaster@fia.is