Aðalfundur FÍA 2014

Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna verður haldinn að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík, salur Gullteigur B, þann 27. febrúar n.k. kl: 20:00.

Fundurinn er jafnframt hátíðarfundur FÍA þar sem tveir félagsmanna verða heiðraðir fyrir störf sín í þágu félagsins.

Dagskrá:

1. Heiðursfélagar FÍA

2. Skýrsla stjórnar

3. Reikningar félagsins lagðir fram

4. Stjórnarkjör

5. Kosning skoðunarmanna ársreikninga

6. Kosning fulltrúa í starfsráð

7. Önnur mál

Léttar veitingar í boði FÍA að fundi loknum.

Dale Carnegie

DALE CARNEGIE

Flugfélag íslands auglýsir eftir flugmönnum

Nú í kjölfar ráðninga hjá Icelandair þar sem nokkur fjöldi af flugmönnum frá minni flugrekendum var ráðinn til Icelandair fara minni félögin af stað í flugmannaráðningar. Flugfélag Íslands hefur nú riðið á vaðið og auglýsir eftir flugmönnum. Umsækjendur þurfa að hafa gilt atvinnuflugmannsskírteini með blindflugsáritun, hafa stundað bóklegt nám til réttinda atvinnuflugmanns (ATPL) og lokið námskeiði í áhafnasamstarfi (MCC). Umsóknarfrestur er til 15. janúar n.k.

Þá má búast við að fleiri auglýsi á næstu dögum en ljúka þarf þjálfun nýrra flugmanna yfirleitt fyrir sumarvertíðina.

Opnunartími FÍA um hátíðar

Skrifstofa Félags íslenskra atvinnuflugmanna er lokuð milli jóla og nýárs.
Skrifstofan opnar aftur 2. janúar 2014.

Ráðstefna ECA í Brussel 27.-28. nóvember

Um 70 manns tóku þátt í tveggja daga ráðstefnu ECA, European Cockpit Association sem haldin var í Brussel í lok nóvember, en ECA er evrópski armur IFALPA. Á ráðstefnunni voru til umfjöllunar mörg helstu hagsmunamál flugmanna í álfunni. Farið var yfir stöðuna varðandi nýjar FTL reglur, mál tengd verktakaflugmönnum og málefni flugmanna RyanAir. Einnig voru til umræðu lagabreytingar ECA og farið yfir ársreikninga og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og ýmis önnur málefni. Hafsteinn Pálsson formaður FíA og Jóhannes B. Guðmundsson formaður Alþjóðanefndar sátu fundinn f.h. FÍA.

Samningur FÍA og Icelandair að losna

Kjarasamningur FÍA við Icelandair rennur út 30. nóvember n.k. og liggur nú viðræðuáætlun milli aðila fyrir. Búið er að halda einn samningafund þar sem umræður voru opnaðar og er næsti fundur fyrirhugaður eftir mánaðarmótin. Formaður samninganefndarinnar er Örnólfur Jónsson.

Félagsfundur á Grand Hótel

Félagsfundur FÍA verður haldinn á GrandHótel miðvikudaginn 6. nóvember n.k. kl. 20:00.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um komandi kjarasamninga og önnur mál.

Veitingar verða á staðnum.

Nýjar FTL reglur samþykktar. Ekki til þess fallnar að auka flugöryggi

Evrópuþingið samþykkti í dag 9. október nýjar reglur um flug- vakt og hvíldartíma flugáhafna svokallaðar FTL. Forsvarsmenn flugáhafna í Evrópu hafa margsinnis vakið athygli á alvarlegum göllum í nýju reglum Evrópusambandsins eins og t.d. að leyfa næturvaktir allt að 12 klst og 30 mínútur þegar vísindamenn hafa lagt til að hámarkið væri 10 klst. Einnig geta flugmenn verið á bakvakt og í framhaldi af því verið kallaðir út á flugvakt sem gæti samanlagt verið allt að 22 klst samkvæmt reglunum.  

Þessi niðurstaða Evrópuþingsins kemur á óvart eftir að samgöngunefnd þingsins hafnaði nýju reglunum með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu fyrir um viku síðan. Ástæða sinnaskiptanna er rakin til þess að sá sem fer með málaflokkinn í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kom fram með lítilsháttar breytingar á orðalagi í gær sem breyta í raun afar litlu. Hann m.a. staðfesti að það sem kallað hefur verið „non regression principle“ sem þýðir að einstaka Evrópuríkjum verður áfram heimilt að hafa strangari reglur en þær sem þarna eru settar.  

Sjá nánar fréttatilkynningu frá ECA hér.

WOW orðið flugfélag!

WOW air er nú formlega orðinn flugrekstraraðili en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum fengu þeir flugrekstrarleyfi sitt í í gær, þann 29. október. Þetta er fyrsta útgefna flugrekstrarleyfið fyrir áætlunarflug til og frá Íslandi í yfir 30 ár. Óskar FÍA félaginu til hamingju með áfangann og fagnar því að nú sé kominn nýr valkostur fyrir íslenska flugmenn sem hyggja á millilandaflug.

Drögum að nýrri FTL reglugerð hafnað

Mikill meirihluti samgöngunefndar Evrópuþingsins hefur hafnað tillögu Framkvæmdastjórnar ESB að nýrri reglugerð um flug-, vakt- og hvíldartíma flugáhafna eða FTL. Tillagan var borin undir atkvæði nefndarinnar á fundi 1. október s.l. og niðurstaðan var afgerandi eða 21 á móti en 13 voru fylgjandi tillögunni. Drögin hafa lengi verið harðlega gangrýnd og ekki síst af forsvarsmönnum flugmanna í Evrópu enda þykja þau ekki uppfylla skilyrði um flugöryggi eins og fremstu vísindamenn hafa lagt til að séu lögð til grundvallar. Niðurstaða þingnefndarinnar sendir Framkvæmdastjórn ESB skýr skilaboð til um að lagfæra verður galla í tillögunni til að tryggja betur flugöryggi ef hún á að ná fram að ganga. Sjá nánar fréttatilkynningu ECA um málið hér.

Fleiri greinar...

 1. Þristurinn 70 ára 1. október 2013
 2. Fréttabréf FÍA komið út
 3. Yfirlýsing vegna Reykjavíkurflugvallar
 4. Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýri
 5. Fyrsta stjórn félags RyanAir flugmanna tekin til starfa
 6. Örráðstefna um húðkrabbamein
 7. Ársfundur EFÍA
 8. Ábendingar frá BALPA til verðandi flugmanna
 9. Ársfundur IFALPA í Dublin
 10. Dale Carnegie námskeið
 11. Upptökur af heilsuráðstefnu FÍA
 12. Krafa um að flugöryggi sé í öndvegi
 13. Flugstjóri Dauðþreyttur Svefnsson 4
 14. Jólamyndin í ár
 15. Í flug formi (Fit to fly)
 16. FRÆÐSLUFUNDUR 6. DESEMBER
 17. Blekkingarleikur gerviflugfélaga
 18. Flugstjóri Dauðþreyttur Svefnsson
 19. Nýjar FTL reglur ógna flugöryggi
 20. Norrænar flugáhafnir deila áhyggjum um nýjar flugvakt- og hvíldartímareglur
 21. Lokaskýrsla vegna slyss AF447
 22. Skrifað undir nýjan kjarasamning við Bláfugl
 23. Flugdagur á Akureyri 2012
 24. Ráðstefna ECA samþykkir styrk til styrktarsjóðs Paul Ridgard
 25. FÍA sækir ársþing IFALPA í París
 26. Nýjar vinnutímareglur til umfjöllunar samgönguráðherra ESB
 27. Nýr kjarasamningur við flugfélagið Ernir
 28. Kjarasamningur við Norlandair felldur
 29. Ráðstefna um verkföll og samúðarverkföll
 30. Nýr kjarasamningur undirritaður við Norlandair
 31. Er þinn flugmaður úthvíldur?
 32. DAUÐþreyttir flugmenn í Evrópu
 33. Skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir hönd flugmanna Landhelgisgæslunnar
 34. Nýr kjarasamningur við flugfélagið Atlanta samþykktur
 35. Nýr kjarasamningur Flugfélags Íslands samþykktur
 36. Kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Icelandair lokið
 37. Kjarasamningur við Flugfélag Íslands felldur
 38. Skrifað undir nýjan kjarasamning við Icelandair Group hf / Icelandair ehf.
 39. Yfirlýsing frá FÍA
 40. Kjarasamningur við Icelandair felldur
 41. Nýr kjarasamningur við Flugfélag Íslands hf.
 42. Uppsögn á 59 flugmönnum og stöðu 37 flugstjóra
 43. Skorum á EU að setja öryggi farþega í fyrsta sæti!
 44. Kjaraviðræður við Icelandair árangurslausar
 45. Kjaradeilu FÍA við Icelandair Group hf / Icelandair ehf. vísað til Ríkissáttasemjara
 46. FÍA tekur þátt í IFALPA ráðstefnu í Tælandi
 47. Stjórnarkjör í ECA - nýr forseti kjörinn
 48. Ný stjórn kosin í FÍA
 49. Nýr kjarasamningur við flugfélagið Norlandair
 50. Flugmenn Air Greenland samþykktu nýjan samning
 51. EASA boðar lélegri öryggisstaðla í flugi

Innskráning FÍA

Ef vandræði eru með innskráningu eða aðgangsheimildir hafðu samband við webmaster@fia.is