Drögum að nýrri FTL reglugerð hafnað

Mikill meirihluti samgöngunefndar Evrópuþingsins hefur hafnað tillögu Framkvæmdastjórnar ESB að nýrri reglugerð um flug-, vakt- og hvíldartíma flugáhafna eða FTL. Tillagan var borin undir atkvæði nefndarinnar á fundi 1. október s.l. og niðurstaðan var afgerandi eða 21 á móti en 13 voru fylgjandi tillögunni. Drögin hafa lengi verið harðlega gangrýnd og ekki síst af forsvarsmönnum flugmanna í Evrópu enda þykja þau ekki uppfylla skilyrði um flugöryggi eins og fremstu vísindamenn hafa lagt til að séu lögð til grundvallar. Niðurstaða þingnefndarinnar sendir Framkvæmdastjórn ESB skýr skilaboð til um að lagfæra verður galla í tillögunni til að tryggja betur flugöryggi ef hún á að ná fram að ganga. Sjá nánar fréttatilkynningu ECA um málið hér.

Þristurinn 70 ára 1. október 2013

Dc3logoÍ tilefni af því að liðin eru 70 ár frá því Þristinum TF-NPK var rennt út úr verksmiðju Douglas í Bandaríkjunum efna DC-3 Þristavinir til afmælishátíðar í Flugsafninu á Akureyri þriðjudaginn 1. október klukkan 17 til 19 næstkomandi. Hátíðin er öllum opin og er flugáhugafólk hvatt til að sækja hana.

Lesa meira: Þristurinn 70 ára 1. október 2013

Fréttabréf FÍA komið út

September 2013Nú er komið út nýtt fréttabréf FÍA þar sem farið er yfir það helsta sem verið hefur á döfinni hjá félaginu frá aðalfundi þegar síðasta fréttabréf kom út. Hægt er að nálgast fréttabréfið hér.

Í bréfinu er að finna helstu fréttir í atvinnumálum FÍA flugmanna ásamt fróðleik um heilsuvernd og öryggismál tengd flugmennsku. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér innihald blaðsins ásamt því að koma á framfæri við skrifstofu FÍA hugmyndum að efni í næsta fréttabréf.

Yfirlýsing vegna Reykjavíkurflugvallar

Svo virðist vera að stefna borgarstjórnar Reykjavíkur sé að gera Reykjavíkurflugvöll óstarfhæfan, án þess að hafa haldbæra lausn á því vandamáli. Ekki hefur verið tekið tillit til álits fagaðila í þessu umfangsmikla máli þrátt fyrir skýrslur og ráðstefnur um málið.

FÍA undrast þá stefnu borgarstjórnar Reykjavíkur að vega að atvinnustarfsemi og störfum í Reykjavík, bæði vegna félagsmanna sinna, sem og annarra. Á þetta ekki síst við í ljósi þess efnahagsástands sem við búum við. Með fyrirhugaðri lokun flugbrautar eða flugvallarins í heild sinni tapast störf og starfsemi þeirra fyrirtækja er þar starfa. Bein afleiðing þess er aukið atvinnuleysi og minnkandi tekjur.

Hugmyndir um að loka annarri aðalflugbraut Reykjavíkurflugvallar, eins og gert hefur verið ráð fyrir í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, þýðir einfaldlega að nýtingarstuðullinn fer niður fyrir þann sem ásættanlegur er til flugreksturs og mun marka endalok flugreksturs í Reykjavík sem við þekkjum í dag. Að loka Reykjavíkurflugvelli án þess að hafa annan sambærilegan flugvöll í hans stað er óábyrgt.

FÍA undrast að enn og aftur beinist umræðan að flugvelli á Hólmsheiði sem fýsilegum kosti, þrátt fyrir að fram hafi komið upplýsingar um að Hólmsheiði uppfylli alls ekki kröfur sem gerðar eru til flugvallarstæðis. Þar má nefna skýrslu Isavia um hugsanlegan flutning vallarins á Hólmsheiði.

Ennfremur bendir FÍA á að Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu hlutverki sem varavöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Að sama skapi gegnir Keflavíkurflugvöllur mikilvægu hlutverki sem varavöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll, sem er forsenda fyrir innanlandsflugi um Reykjavíkurflugvöll.

Ljóst er að ef innanlandsflug og sjúkraflug, eins og við þekkjum í dag, eigi að vera til staðar í framtíðinni, þarf til þess flugvöll og er enginn annar hentugri en sá sem fyrir er í Vatnsmýrinni, enn sem komið er. Einnig vill FÍA minna á að Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu hlutverki í almannavörnum Íslands.

FÍA lýsir yfir eindregnum stuðningi við hópinn „Hjartað Í Vatnsmýri" og hvetur alla landsmenn til að kynna sér efnið á síðunni www.lending.is.

Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýri

vollurFélagið Hjartað í Vatnsmýri hefur hafið undirskriftasöfnun á vefslóðinni www.lending.is þar sem skorað er á borgarstjórn Reykjavíkur og Alþingi að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri. Undirskriftir verða afhentar borgarstjórn áður en frestur til að gera athugasemdir við tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur rennur út
þann 20. september nk., en sem kunnugt er gerir skipulagstillagan ráð fyrir að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýri
innan skamms.

Stjórn FÍA er einn af þeim sem stofnuðu til þessa átaks og skorar því á félagsmenn sína og landsmenn alla að kynna sér þetta málefni og hvetur alla til að skrifa á undirskriftalistann. Jafnframt eru allir hvattir til að safna sem flestum undirskriftum!

Lesa meira: Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýri

Ársfundur EFÍA

Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn þriðjudaginn 14. maí 2013, kl. 14:00 í Hlíðasmára 8, Kópavogi.

Dagskrá fundarins fer eftir samþykktum sjóðsins og 30. gr. laga nr. 129/1997 um starfsemi lífeyrissjóða.

Allir sjóðfélagar eiga rétt á fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt.

 

Lesa meira: Ársfundur EFÍA

Fyrsta stjórn félags RyanAir flugmanna tekin til starfa

Flugmenn RyanAir flugfélagsins hafa nú í fyrsta sinn kosið sér forystu fyrir flugmannahópinn sem á að starfa í þeirra umboði og er þetta stórt skref í átt að myndun stéttarfélags í þeirra röðum.   Félag RyanAir flugmanna sem kallast RPG, var stofnað haustið 2012 og innan þess eru meira en helmingur af öllum flugmönnum félagsins.   Sú stjórn sem nú hefur verið kjörin er skipuð einum flugstjóra frá RyanAir ásamt fjórum forystumönnum flugmannafélaga í Evrópu og Bandaríkjunum.

Sjá nánar meðfylgjandi fréttatilkynningu frá RPG hópnum

Ábendingar frá BALPA til verðandi flugmanna

Örráðstefna um húðkrabbamein

solarauglysingViljum benda flugmönnu á örráðstefnu um húðkrabbamein og sortuæxli fimmtudaginn 16. maí kl. 16:30-18:00. Ráðstefnan nefnist „Aðgát skal höfð í nærveru sólar“ og er í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8.

Guðlaug Birna Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur setur ráðstefnuna. Erindi flytja dr. Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalæknir, Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir, Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar og Vala Smáradóttir aðstandandi. Í lok ráðstefnunnar verða umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri er Helga Möller söngkona og flugfreyja. Allir eru velkomnir.

Þess má geta að samkvæmt tölum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins greinast ár hvert 48 Íslendingar með sortuæxli í húð og 84 með aðrar tegundir af húðkrabbameini. Nánar í viðengi.

Stjórn Sjúkrasjóðs FÍA

Ársfundur IFALPA í Dublin

indexHOLDING2Ársfundur IFALPA Alþjóðasamtaka flugmannafélaga í heiminum er haldinn í Dyflinni á Írlandi dagana 12. til 15. apríl. Þarna koma saman mörg hundruð fulltrúar flugmannafélaga alls staðar að úr heiminum, auk fulltrúa frá ICAO Alþjóða flugmálastofnunni, flugvélaframaleiðendum og ýmsum öðrum úr fluggeiranum.   Eins og síðustu árin má segja að ráðstefnudagur á vegum flugmannafélaga One world, Star Alliance og SkyTeam marki upphaf IFALPA fundarins, en hann er haldinn í dag (11.april).  Þar er fjallað um nokkur þeirra sameiginlegu hitamála sem flugmannafélögin eru að glíma við. Þrír fulltrúar FÍA sitja IFALPA fundinn að þessu sinni þeir Hafsteinn Pálsson formaður FÍA, Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri og Jóhannes B. Guðmundsson formaður alþjóðanefndar FÍA.

Lesa meira: Ársfundur IFALPA í Dublin

Fleiri greinar...

 1. Dale Carnegie námskeið
 2. Upptökur af heilsuráðstefnu FÍA
 3. Krafa um að flugöryggi sé í öndvegi
 4. Flugstjóri Dauðþreyttur Svefnsson 4
 5. Jólamyndin í ár
 6. Í flug formi (Fit to fly)
 7. FRÆÐSLUFUNDUR 6. DESEMBER
 8. Blekkingarleikur gerviflugfélaga
 9. Flugstjóri Dauðþreyttur Svefnsson
 10. Nýjar FTL reglur ógna flugöryggi
 11. Norrænar flugáhafnir deila áhyggjum um nýjar flugvakt- og hvíldartímareglur
 12. Lokaskýrsla vegna slyss AF447
 13. Skrifað undir nýjan kjarasamning við Bláfugl
 14. Flugdagur á Akureyri 2012
 15. Ráðstefna ECA samþykkir styrk til styrktarsjóðs Paul Ridgard
 16. FÍA sækir ársþing IFALPA í París
 17. Nýjar vinnutímareglur til umfjöllunar samgönguráðherra ESB
 18. Nýr kjarasamningur við flugfélagið Ernir
 19. Kjarasamningur við Norlandair felldur
 20. Ráðstefna um verkföll og samúðarverkföll
 21. Nýr kjarasamningur undirritaður við Norlandair
 22. Er þinn flugmaður úthvíldur?
 23. DAUÐþreyttir flugmenn í Evrópu
 24. Skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir hönd flugmanna Landhelgisgæslunnar
 25. Nýr kjarasamningur við flugfélagið Atlanta samþykktur
 26. Nýr kjarasamningur Flugfélags Íslands samþykktur
 27. Kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Icelandair lokið
 28. Kjarasamningur við Flugfélag Íslands felldur
 29. Skrifað undir nýjan kjarasamning við Icelandair Group hf / Icelandair ehf.
 30. Yfirlýsing frá FÍA
 31. Kjarasamningur við Icelandair felldur
 32. Nýr kjarasamningur við Flugfélag Íslands hf.
 33. Uppsögn á 59 flugmönnum og stöðu 37 flugstjóra
 34. Skorum á EU að setja öryggi farþega í fyrsta sæti!
 35. Kjaraviðræður við Icelandair árangurslausar
 36. Kjaradeilu FÍA við Icelandair Group hf / Icelandair ehf. vísað til Ríkissáttasemjara
 37. FÍA tekur þátt í IFALPA ráðstefnu í Tælandi
 38. Stjórnarkjör í ECA - nýr forseti kjörinn
 39. Ný stjórn kosin í FÍA
 40. Nýr kjarasamningur við flugfélagið Norlandair
 41. Flugmenn Air Greenland samþykktu nýjan samning
 42. EASA boðar lélegri öryggisstaðla í flugi

Innskráning FÍA

Ef vandræði eru með innskráningu eða aðgangsheimildir hafðu samband við webmaster@fia.is