NTF

NTFNorræna flutningamannasambandið, NTF, eru samtök um fimmtíu stéttarfélaga í starfsgreinum á sviði flutninga, í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Innan vébanda aðildarsamtakanna eru um það bil 400.000 meðlimir. Sambandið var stofnað árið 1908.

Aðildarfélög samtakanna eru á öllum sviðum flutningageirans, eins og t.d. sjóflutninga, almenningssamgangna, vöruflutninga á vegum, vinnu á bensinstöðvum, við vörudreifingu og vinnu í vöruskemmum, við blaðadreifingu, vinnu á olíuborpöllum, hafnarvinnu, járnbrautarvinnu og hvers konar vinnu við flugið.

NTF var stofnað til þess að sameina krafta norrænu stéttarfélaganna í flutningageiranum. Með samvinnu getum við, meðlimirnir, á virkari hátt komið málum okkar á framfæri, t.d. innan Evrópska flutningamannasambandsins, ETF, og Alþjóðlega flutningamannasambandsins, ITF. Starf samtakanna skal vera hnitmiðað.

Tilgangur samtakanna er m.a. sá, að berjast, með sameiginlegum styrk gegn hvers kyns félagslegum undirboðum, efnahagsbrotastarfsemi, svo og árásum á heildarsamninga og vinnurétt . Með sameiginlegum ákvörðunum og aðgerðum, vilja þau einnig stuðla að stéttarfélagslegri samstöðu innan Norðurlandanna og styrkja hana, og ekki hvað síst, að hver styðji annan, ef kemur til vinnudeilna.

NTF fulltrúar: Sjá nefndarsíðu

www.nordictransport.org

 

Innskráning FÍA

Ef vandræði eru með innskráningu eða aðgangsheimildir hafðu samband við webmaster@fia.is