Reglugerð fyrir Skýjaborgir

Nafn sjóðsins
1.gr. Heiti sjóðsins er Orlofshúsasjóður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) nefnt Skýjaborgir.

Tilgangur sjóðsins
2.gr. Tilgangur sjóðsins er að koma upp og reka orlofshús fyrir félagsmenn FÍA, bæði hérlendis og erlendis.
Ennfremur að skapa félagsmönnum annarskonar orlofsaðstöðu.

Tekjur sjóðsins
3.gr. Tekjur sjóðsins eru:
a. Samningsbundin iðgjöld atvinnurekenda til sjóðsins.
b. Leigutekjur af orlofshúsum sjóðsins.
c. Vaxtatekjur og aðrar tekjur.

Stjórn sjóðsins
4. gr. Stjórn FÍA skipar 3 menn í stjórn sjóðsins og einn til vara.
Stjórnarmenn sjóðsins skulu vera félagar í FÍA.

Hlutverk stjórnar
5.gr. Hlutverk stjórnar er eftirfarandi:
a. Sjá um allar framkvæmdir á vegum sjóðsins, kaup á orlofshúsum, uppsetningu þeirra, kaup eða leigu á landi fyrir orlofsaðstöðu.
b. Sjá um rekstur Skýjaborga. Ákveða leigutekjur fyrir orlofshúsin auk forfallagjalds.
c. Sjá um allt eftirlit með húsunum og viðhaldi þeirra.
d. Undirritun og skuldbinding vegna löggerninga skal höfð í samráði við stjórn FÍA.
e. Gæta hagsmuna sjóðsfélaga.

Skipulag
6. gr. Stjórn FÍA ákveður laun stjórnarmanna Skýjaborga og koma þær úr orlofshúsasjóði.
Sjóðurinn greiðir 4% af brúttótekjum í félagssjóð FÍA fyrir húsaleigu og rekstrarkostnað skrifstofu.

Afnotaréttur
7. gr. Afnotarétt af húsunum og annarri orlofsaðstöðu sjóðsins hafa eftirtaldir aðilar:
a. Fullgildir félagar í FÍA.
b. Allir sem njóta réttinda skv. reglum Eftirlaunasjóðs FÍA.
c. Þeir sem látið hafa af störfum vegna veikinda.

Reglugerðabreytingar
8. gr. Reglugerð má aðeins breyta á aðalfundi FÍA og þarf samþykki 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna til að reglugerðarbreyting nái fram að ganga.

Samþykkt á aðalfundi FÍA 2013

Innskráning FÍA

Ef vandræði eru með innskráningu eða aðgangsheimildir hafðu samband við webmaster@fia.is