Sjúkrasjóður

Til sjóðsins eru greidd 1% iðgjöld af öllum launum flugmanna skv. kjarasamningum FÍA og viðsemjenda í samræmi við lög nr. 19/1979.

Eftir að greidd hafa verið iðgjöld í þrjá mánuði öðlast menn rétt til styrkveitinga úr sjóðnum

Allir styrkir sem greiddir eru úr sjúkrasjóði eru skattskyldir og er staðgreiðslu skatta haldið eftir af öllum útgreiddum styrkjum.

Sjóðurinn hefur gert samninga um blóð- og húðrannsóknir fyrir sjóðsfélaga þeim að kostnaðarlausu.  Um er að ræða samninga við Sigurð Árnason lækni hjá Læknasetrinu ehf í Mjódd vegna og blóðrannsókna og Húðlæknastöðina ehf við Smáratorg vegna húðrannsókna.  Eru sjóðsfélagar hvattir til að nýta sér þessa þjónustu.

Sjóðurinn greiðir á hverju ári í mars almennan sjúkrastyrk til þeirra sem greitt hafa til sjóðsins undanfarið ár.  Skilin er eftir í sjóðnum fjárhæð sem samsvarar kr. 30.000 verðtryggt miðað við febrúar 2010 á hvern sjóðsfélaga sbr. grein 7.5 í samþykktum sjóðsins en afgangur greiddur út í hlutfalli við greiðslur hvers og eins til sjóðsins skv. grein 7.6 og 7.7.  Ekki er því um það að ræða að Sjúkrasjóður safni sjóðum umfram þá föstu verkþætti sem hann stendur undir og styrkir að staðaldri.

Vegna hins almenna styrks sem veittur er í mars ár hvert hefur stjórn sjóðsins litið svo á að aðrir styrkir séu aðeins veittir ef sjóðsfélagi á við langvarandi veikindi að etja eða orðið fyrir alvarlegu slysi eða áfalli sem hefur valdið honum verulegum fjárútlátum.  Ekki er hægt að gefa einhlíta skýringu á því hvað sjóðurinn styrkir og hvað ekki en sjóðsstjórn horfir að jafnaði til þess hvort styrkveitingar geti stuðlað að því að sjóðsfélagi haldi flugskírteini sínu eða öðlist það á nýjan leik eftir missi þess.

Sjóðurinn greiðir laun trúnaðarlæknis FÍA.

Sjúkrasjóður greiðir styrki vegna útfara sjóðsfélaga, maka og barna og jafnframt dánarbætur vegna elli- og örorkulífeyrisþega í Eftirlaunasjóði FÍA.

Sjóðurinn hefur síðustu misseri greitt styrki til sjóðsfélaga vegna laseraðgerða á augum.

Innskráning FÍA

Ef vandræði eru með innskráningu eða aðgangsheimildir hafðu samband við webmaster@fia.is