Tilgangur og markmið ÖFÍA

 

  • Tilgangur og markmið Öryggisnefndar FÍA er fyrst og fremst að fjalla um og vinna að bættu flugöryggi.

  • Öryggisnefnd FÍA sinnir einnig málum er lúta að vinnuvernd og heilbrigði félagsmanna. Þar er m.a. átt við fræðslu og forvarnarstarf svo og fyrirbyggjandi aðgerðir er varða heilsufar með reglulegu eftirliti. Þessu starfi sinnir nefndin í samráði við lækni sem á sæti í nefndinni og kemur að þeim málum er varða heilsufar.

  • Nefndin starfar eingöngu á faglegum grunni og er ætlað að takast á við mál er varða öryggi flugmanna við störf þeirra og starfrækslu loftfara.

  • Nefndin starfar fyrir hönd stjórnar FÍA hvort heldur er sjálfstætt eða í náinni samvinnu við stjórnina að málefnum svo sem en ekki takmarkað við: flugslys eða flugatvik, tæki og búnað loftfara og flugvalla, upplýsingar til flugmanna, flugumferðarstjórn, flutning á hættulegum farmi, mannlega þáttinn, flugvernd á flugvöllum og mál er varða heilbrigði og vinnuvernd.

  • Nefndin fjallar um mál er varða flugöryggi beint eða óbeint og sendir frá sér umsagnir eða tilkynningar þar að lútandi ef þurfa þykir.

  • Nefndin skal skipuð af stjórn FÍA. Nefndarmenn skulu vera tilbúnir til að verja tíma og nýta þekkingu sína í öflun upplýsinga og úrvinnslu þeirra ásamt kynningu á þeim gögnum sem áhrif kunna að hafa á flugöryggi.

  • Nefndin skal stefna að því að hittast a.m.k. mánaðarlega til að fara yfir þau mál sem uppi eru hverju sinni.

  • Nefndarmenn eru bundnir þagnarskyldu um það sem þeir komast að í starfi sínu fyrir nefndina og leynt á að fara.  Þagnarskyldan helst þótt látið sé af störfum fyrir nefndina.

  • Öryggisnefnd ásamt Stoðnefnd FÍA skal hafa umsjón með viðbragðsáætlun FÍA vegna flugslyss eða flugatviks.

  • Nefndin í samvinnu við stjórn FÍA skal leitast við, svo frekast sem unnt er, að gera félagsmönnum kleift að sækja námskeið í flugslysarannsóknum sem og öðrum þeim námskeiðum er varða flugöryggi.  Sé þess kostur skal nefndin ásamt stjórn FÍA sjá um fræðslu um flugöryggismál fyrir félagsmenn með námskeiðum, fyrirlestrum, greinum í Fréttabréf FÍA og á umræðuvef  félagsmanna.

 

 

 

6.5.2009 ÖFÍA Rev. 3

Innskráning FÍA

Ef vandræði eru með innskráningu eða aðgangsheimildir hafðu samband við webmaster@fia.is