None
10. jun 2016

Ályktun vegna lagasetningar á yfirvinnubann flugumferðarstjóra

Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) harmar lagasetningu á yfirvinnubann flugumferðarstjóra sem samþykkt var á Alþingi með 32 atkvæðum gegn 13 þann 8. júní s.l.  Stjórnvöld hafa nú ítrekað sett lög á löglega boðaðar aðgerðir stéttarfélaga og þannig haft bein áhrif á kjaraviðræður fjölmargra aðila. Svo virðist sem atvinnurekendur geti reitt sig á lagasetningar stjórnvalda og þannig vikið sér undan þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir um að gera kjarasamninga við starfsmenn.