None
10. may 2013

Ársfundur EFÍA

Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn þriðjudaginn 14. maí 2013, kl. 14:00 í Hlíðasmára 8, Kópavogi.

Dagskrá fundarins fer eftir samþykktum sjóðsins og 30. gr. laga nr. 129/1997 um starfsemi lífeyrissjóða.

Allir sjóðfélagar eiga rétt á fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningur kynntur
  3. Tryggingafræðileg úttekt
  4. Fjárfestingarstefna
  5. Skipun stjórnar og laun stjórnarmanna
  6. Val endurskoðanda
  7. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins
  8. Önnur mál

Í samræmi við samþykktir sjóðsins verður efnt til skriflegrar atkvæðagreiðslu meðal sjóðfélaga um tillögur til breytinga á samþykktum. Gögn verða send sjóðfélögum í framhaldi af ársfundinum.

Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum með umræðu- og tillögurétti. Hægt er að nálgast ársfundargögn á heimasíðu sjóðsins www.efia.is