None
14. may 2013

Örráðstefna um húðkrabbamein

Viljum benda flugmönnu á örráðstefnu um húðkrabbamein og sortuæxli fimmtudaginn 16. maí kl. 16:30-18:00. Ráðstefnan nefnist „Aðgát skal höfð í nærveru sólar“ og er í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8.

Guðlaug Birna Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur setur ráðstefnuna. Erindi flytja dr. Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalæknir, Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir, Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrárinnar og Vala Smáradóttir aðstandandi. Í lok ráðstefnunnar verða umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri er Helga Möller söngkona og flugfreyja. Allir eru velkomnir.

Þess má geta að samkvæmt tölum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins greinast ár hvert 48 Íslendingar með sortuæxli í húð og 84 með aðrar tegundir af húðkrabbameini. Nánar í viðengi.

Stjórn Sjúkrasjóðs FÍA