Nýskipuð samninganefnd FÍA við Air Iceland Connect
Samninganefndina skipa eftirtaldir aðilar;
Guðmundur Már Þorvarðarson, formaður
Nökkvi Sveinsson
Ragnar Friðrik Ragnarsson
Steingrímur Aðalsteinsson
Kjarasamningur FÍA við Flugskólanna samþykktur
Fimmtudaginn 24. ágúst lauk rafrænni kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Flugskólanna.
Niðurstaða er eftirfarandi:
Á kjörskrá voru 53 flugmenn, atkvæði nýttu 14 sem gerir 26,4% kjörsókn.
Atkvæði féllu þannig að 12 sögðu já (85,7%), enginn sat hjá og 2 sögðu nei (14,3%).
Kjarasamningurinn er því samþykktur með meirihluta atkvæða.
Samningurinn gildir til 31. desember 2019.
Stjórn FÍA - breytingar
Stjórn FÍA og Trúnaðarráð skipuðu nýjan varamann stjórnar eftir afsögn Jóhanns Óskars Borgþórssonar. Samþykkt var að Jónas Einar Thorlacius, flugstjóri hjá Icelandair, komi inn sem varamaður og Jens Þór Sigurðarson, flugmaður hjá Landhelgisgæslunni og núverandi varamaður verður meðstjórnandi.
Við stöðu varaformanns FÍA tekur Guðmundur Már Þorvarðarson, flugstjóri hjá Icelandair, sem var gjaldkeri stjórnar. Nýr gjaldkeri verður skipaður á næsta stjórnarfundi.
Uppfært; Stjórn FÍA skipaði Sigrúnu Bender sem gjaldkera félagsins þann 2. ágúst.
Upplýsingafundur Hlíðasmára 8
upplýsingfundur ICE flugmanna
Til að fara yfir eitt og annað, ásamt því sem framundan er. Boðast til umræðufundar með flugmönnum Icelandair föstudaginn 30. júní kl. 12:00 í húsakynnum FÍA. Vonumst til að sjá ykkur þar sem flest.
EFÍA ársfundur
Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn miðvikudaginn 10. maí kl. 11.00 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi.
Dagskrá fundarins fer eftir samþykktum sjóðsins og 30. gr. laga nr. 129/1997 um starfsemi lífeyrissjóða.
Allir sjóðfélagar eiga rétt á fundarsetu með umræðu- og tillögurétti.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningur kynntur
- Tryggingafræðileg úttekt
- Fjárfestingarstefna
- Skipun stjórnar og laun stjórnarmanna
- Val endurskoðenda
- Tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins
- Önnur mál
Tillögur til ályktunar um önnur mál, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund.
Mikilvægi varaflugvalla á Íslandi
Flugatvik varð á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og lokaðist völlurinn af þeim sökum um nokkurn tíma. Aðeins hluti annarar af tveimur flugbrautum vallarins var í notkun vegna framkvæmda við viðhald og endurnýjun á flugbrautum og akstursbrautum.
Þegar Keflavíkurflugvöllur lokast skyndilega gegna flugvellirnir í Reykjavík, á Egilsstöðum og Akureyri þýðingarmiklu hlutverki sem varaflugvellir. Með sívaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli þarf að huga betur að getu þeirra til að sinna því hlutverki. Á Reykjavíkurflugvelli eru flugbrautir stuttar og veðurfar svipað og í Keflavík. Lokist Keflavíkurflugvöllur vegna veðurs á það sama iðulega við um Reykjavíkurflugvöll. Í besta falli er pláss fyrir fjórar farþegaþotur á hvorum stað á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Það er því orðið mjög brýnt að stækka flughlöðin á þessum völlum til að fyrirbyggja að háskalegt ástand geti skapast. Síðustu ár hefur efni úr Vaðlaheiðargöngum verið flutt á Akureyrarflugvöll til að stækka flughlaðið en ríkið hefur því miður ekki tryggt fjármagn til að ljúka framkvæmdunum.
Félag íslenskra atvinnuflugmanna FÍA skorar á ríkisvaldið að huga að framkvæmdum við stækkun flughlaða á Akureyri og Egilsstöðum. Flugvél sem lendir á Keflavíkurflugvelli og notar Reykjavíkur-, Akureyrar- eða Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll greiðir einungis lendingargjöld í Keflavík. Eðlilegt er að nýta hluta þeirra tekna til framkvæmda og viðhalds á varaflugvöllunum. Þeir eru mikilvægir hlekkir í þeirri keðju flugsamgangna sem íslensku alþjóðaflugvellirnir fjórir eru.
Stjórn FÍA
Öryggisnefnd FÍA
Fræðslufundur um viðbótarlífeyrissparnað og fasteignakaup
EFÍA býður sjóðfélögum til fræðslufundar í húsnæði FÍA, Hlíðasmára 8, fimmtudaginn 6. apríl kl. 11:30.
Á fundinum mun Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, fara yfir helstu möguleika sem standa sjóðfélögum til boða. Sérstök áhersla verður lögð á skattfrjálsa notkun viðbótarlífeyrissparnaðar til fjármögnunar fyrstu fasteignakaupa og sjóðfélagalán EFÍA.
Allir velkomnir og boðið verður upp á léttan hádegismat á staðnum.
Framhaldsaðalfundi lokið
Framhaldsaðalfundi FÍA haldinn 13. mars 2017 er lokið.
Atkvæði á fundinum voru 329, 187 mættir og 142 umboð.
Kosið var milli tveggja frambjóðenda til meðstjórnar.
Guðlaugur Birnir Ásgeirsson hlaut 112 atkvæði eða 34%.
Högni B. Ómarsson hlaut 217 atkvæði eða 66%.
Nýkjörna stjórn FÍA skipa
Formaður
Örnólfur Jónsson
Varaformaður
Jóhann Óskar Borgþórsson
Meðstjórnendur
Guðmundur Már Þorvarðarson
Högni B. Ómarsson
Kristín María Grímsdóttir
Magni Snær Steinþórsson
Sigrún Bender
Varamenn
Jens Þór Sigurðarson
Óðinn Guðmundsson
Framhaldsaðalfundur FÍA
Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna sem haldinn var 16. febrúar 2017 var frestað þar sem ekki tókst að ljúka aðalfundarstörfum á einum fundi. Framhaldsaðalfundur FÍA verður haldinn á skrifstofu FÍA, Hlíðasmára 8, Kópavogi, mánudaginn 13. mars 2017, kl. 17.00.
Dagskrá:
- Kosning milli tveggja frambjóðenda í meðstjórn FÍA.
__________________________________________________________________________________
Notice of Continuation of 2017 Annual General Meeting
The 2017 Annual General Meeting of Félag íslenskra atvinnuflugmanna was adjourned on February 16th , 2017, without having completed all items of business on the agenda. The continuation of the Annual General Meeting of FÍA will be held at FÍA Office, Hlíðasmára 8, Kópavogi, on Monday March 13th, 2017, at 17:00.
Agenda:
- Election between two canditates to the board of FIA.
Aðalfundur FÍA
AÐALFUNDUR 2017 – FUNDARBOÐ
Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna verður haldinn á Grand Hotel Reykjavík, fimmtudaginn 16. febrúar 2017, kl. 20:00.
DAGSKRÁ
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Stjórnarkjör
- Kosnir skoðunarmenn reikninga FÍA
- Kosnir fulltrúar í Starfsráð
- Önnur mál
Nýskipuð samninganefnd FÍA við flugskólana
Ingvi Geir Ómarsson formaður
Davíð Þór Skúlason
Ida Björg Wessman
Þráinn Arnar Þráinsson