News

21. nov 2018

Fréttabréf FÍA komið út september 2016

Fréttabréf FÍA fyrir September 2016 kom út í dag þar sem farið er yfir það helsta sem er á döfinni hjá félaginu.

Helstu fréttir eru atvinnumál FÍA flugmanna, alþjóðasamstarf, EFÍA, skilaboð frá Skýjaborgum, ný útgáfa af FÍA appinu ásamt fróðleik um heilsuvernd og öryggismál. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér innihald blaðsins ásamt því að koma á framfæri við skrifstofu FÍA hugmyndum að efni í næsta fréttabréf.

Read more
21. nov 2018

Ný útgáfa FÍA appsins komin í loftið

Nú hefur verið ráðist í endurbætur á FIA - mobile smáforritinu sem stór hluti félagsmanna hefur hlaðið niður í snjalltæki sín og nýtist stéttarfélaginu bæði til samskipta og úrvinnslu tilkynninga sem frá flugmönnum berast. Það er von stjórnar FÍA að með nýrri útgáfu  aukist útbreiðsla FIA - mobile enn frekar og upplýsingagjöf verði gagnkvæm og skilvirk. Forritið hefur ennfremur verið þýtt og aðlagað að þörfum stéttarfélaga erlendis og hlaut ein slík útgáfa verðlaun í nýlegri samkeppni sem BALPA, félag atvinnuflugmanna í Bretlandi, tók þátt í. 

Appið er nokkuð breytt og ber þar helst að nefna bæði nýja og eldri möguleika:

  • Útlit og viðmót appsins er töluvert breytt. Ný tímalina við opnun appsins. Allt það nýjasta sem hefur verið sett í fréttir, fundargerðir, fréttabréf eða viðbrögð við skýrslum birtist á tímalínu á forsíðu.
  • Hægt er að setja inn skýrslu með símann ÓTENGDAN. Búðu til skýrsluna og hún fer sjálfkrafa þegar síminn er tengdur við netið næst.
  • Nú er hægt að svara viðbrögðum sem berast við innsendum skýrslum. Mynda þannig samtal við fulltrúa samstarfsnefndar sem afgreiðir þitt mál.
  • Skýrsluhlutinn er nú fullkomnari og getur stéttarfélagið klæðskerasniðið reiti eftir þörfum.
  • Félagsmenn geta nú skoðað lista yfir innsendar skýrslur sínar, og haldið þannig utan um sín mál.
  • Stjórn, starfsfólk og nefndir eru nú á sama stað, undir tengiliðir.
  • Fréttabréf eru með nýtt viðmót og fundargerðum er nú hægt að raða í tímaröð.
  • Félagsmenn geta nú skoðað sinn heildar prófíl og breytt þar upplýsingum sem aðrir sjá.
  • Nýjir stillingarmöguleikar appsins. Hvað á að birtast við ræsingu og fleira.

Einhverjir hafa lent í vandræðum með röðun í símaskrá, bæði stafrófsröðun og starfsaldursröð. Þegar þetta kemur upp er nauðsynlegt að smella á litla i efst í vinstra horni aðalvalmyndar og velja þar að aftengjast. Þá innskrá aftur og vandamálið ætti að vera leyst.

Read more