Nýr kjarasamningur við Flugfélag Íslands hf.
Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Flugfélag Íslands hf. þann 7. júlí s.l.
Samningurinn hefur nú verið kynntur fyrir flugmönnum félagsins og hófst atkvæðagreiðsla á miðnætti þann 12. júlí og lýkur viku síðar. Atkvæði munu þá liggja fyrir þar sem um rafræna kosningu er að ræða.
Uppsögn á 59 flugmönnum og stöðu 37 flugstjóra
Nú hefur 59 flugmönnum verið sagt upp störfum frá Icelandair frá og með 1. júlí n.k. og tekur þá gildi 3ja mánaða uppsagnarfrestur þannig að uppsagnirnar taka gildi þann 30. september n.k. Jafnframt var 37 flugstjórum sagt upp stöðu sinni og færast þeir í flugmannsstöðu. Þetta eru um 20% af heildarfjölda flugmanna Icelandair sem missa vinnu sína.
Skorum á EU að setja öryggi farþega í fyrsta sæti!
Fréttatilkynning frá ECA, European Cockpit Association (Evrópusamband atvinnuflumannafélaga):
- Flugmenn krefjast öruggra, vísindalegra hvíldarreglna
Skrifað í Luxemburg þann 15. júní 2011.
Flugmenn hvaðanæva að úr Evrópu koma saman á morgun 16. júní fyrir utan samgönguráðuneyti Evrópusambandsins í Luxemburg til að krefja samgönguráðherra Evrópu um að setja öryggi farþega í fyrsta sæti við setningu nýrra hvíldartímareglna sem fyrirhugaðar eru fyrir alla flugmenn í Evrópu. Þegar þreyta flugmanna er hugsanlegur orsakavaldur í 15-20% allra alvarlegra flugslysa geta ráðherrarnir ekki horft undan því að ný drög að reglugerðum um málefni fara á engan hátt eftir þeim rannsóknum og staðreyndum sem liggja fyrir eftir áratuga reynslu.
Ef þau drög sem fyrir liggja breytast ekki verulega – í takt við vísindalegar staðreyndir – munu hvíldartímareglurnar draga verulega úr því flugöryggi sem Evrópa státar af í dag, á kostnað almennra ferðamanna.
Með mótmælastöðunni fyrir framan ráðuneytið munu atvinnuflugmennirnir láta í ljósi áhyggjur sínar yfir öryggi í tengslum við þau drög að hvíldartímareglugerð sem lögð voru fram í desember 2010 og voru gerð án tillits til niðurstöðu vísindamanna um málefnið, þrátt fyrir lagalega skyldu um að taka tillit til þeirra.
Með því að dreifa þúsundum bæklinga í miðborg Luxemborgar og halda blaðamannafund vilja flugmenn kalla alla samgönguráðherra Evrópusambandsins til ábyrgðar og vekja athygli á eftirfarandi:.
? Vaknið og gerið ykkur grein fyrir þeirri hættu sem flugmannaþreyta er fyrir ferðamenn
? Styðjið ESB reglugerð byggða á vísindalegum niðurstöðum til að minnka þessa áhættu
? Sjáið til þess að þau drög sem nú eru á boðinu breytist í takt við niðurstöður vísindamanna.
„Langar vaktir og stuttur svefn flugmanna getur verið dauðans alvara, ef ekki er sett tilhlýðileg reglugerð byggð á vísindalegum grunni til að stuðla að sem mestu öryggi." segur forseti ECA, Evrópska flugmannasambandsins, Nico Voorbach. „Þeir fimmtíu sem týndu lífi sínu fyrir tveimur árum í flugslysinu hjá Colgan Air (USA) eru sorgleg áminning til Evrópuráðherra um að við eigum ekki að bíða eftir dauðaslysi til að átta okkur á þörfinni á reglugerð byggðri á vísindaniðurstöðum sem þó liggja fyrir hjá ráðuneytinu. Eftir þetta slys brugðust bandarísk yfirvöld hratt við og munu kynna nýjar reglur í ágúst á þessu ári, sem munu byggja á slíkum niðurstöðum."
„Hér í Evrópu virðast stofnanir ekki hafa vaknað upp til að bregðast við þessum þreytuþætti í þágu farþega" bætir Philip von Schöppenthau, framkvæmdastjóri ECA, við. „Fjöldi sannana frá vísindamönnum liggja fyrir, þar á meðal rannsókn unnin á vegum EASA (flugöryggisstofnun Evrópu) sjálfrar. En sú reglugerð sem EASA leggur fram er öllu fremur hönnuð til að skera niður kostnað flugfélaganna í stað þess að huga að öryggi farþega. Við erum sammála því að Evrópa þarf að vera samkeppnishæf í flugiðnaðinum, en ættum ekki undir neinum kringumstæðum að láta hagnaðarsjónarmið ráða ferðinni og öryggissjónarmiðin víkja, það eru grunnréttindi farþega eða geta treyst því að flug sé öruggur ferðamáti."
ECA samanstendur af 38.650 flugmönnum og hafnar núverandi drögum að nýrri hvíldartímareglugerð flugmanna og krefur ráðherra ESB til að sjá til þess að EASA breyti sínum drögum í takt við vísindalegar niðurstöður um þreytu.
Nánari upplýsingar:
Kjaraviðræður við Icelandair árangurslausar
Allsherjaratkvæðagreiðsla um verkfall
Föstudaginn 10. júní 2011 var samningafundi flugmanna Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. hjá Ríkissáttasemjara slitið kl. 12:20 eftir árangurslausar viðræður. Hafin er allsherjaratkvæðagreiðsla um tillögu að verkfallsboðun í formi yfirvinnubanns flugmanna Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. Tillagan hljóðar upp á yfirvinnubann sem hæfist þann 24. júní 2011. Kosningunni lýkur kl. 13:00 þann 17. júní 2011 og verða atkvæði þá þegar talin. Allir flugmenn Icelandair sem hafa atkvæðisrétt eiga nú að hafa fengið kosningakóða sendann.
Kjaradeilu FÍA við Icelandair Group hf / Icelandair ehf. vísað til Ríkissáttasemjara
Kjaradeilu FÍA við Icelandair var vísað til Ríkissáttasemjara 31. maí 2011. Samningar hafa verið lausir síðan 31. janúar s.l. og lítið sem ekkert þokast í viðræðum milli aðila. Sáttasemjari hefur móttekið vísunina og mun boða til fundar á næstu dögum.
FÍA tekur þátt í IFALPA ráðstefnu í Tælandi
Ársfundur IFALPA, International Federation of Airline Pilots Associations (Alþjóðasamtaka flugmannafélaga) hefst fimmtudaginn 7. apríl og stendur í 5 daga. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í Chiang Mai, sem er stærsta borgin í norðurhluta Tælands. Ráðstefnan er degi styttri en síðustu ár og dagskráin þétt. Á fyrsta degi koma saman fulltrúar frá öllum stærstu flugmannafélögum heimsins, þ.e. flugmenn sem starfa fyrir sambönd flugfélaga eins og Star Alliance, Oneworld og Skyteam. Þar ræða þeir ásamt öðrum ráðstefnugestum um þróun og horfur í pallborði ásamt sérfróðum gestum sem miðla af sinni þekkingu og reynslu. Meðal umræðuefna eru svokölluð “trans national airlines”, en slík starfsemi þekkist vel á Íslandi og víðar um heim.
Auk ársfundar alþjóðasamtakanna, haldur hver heimshluti sinn fund og ræðir þar sín sérmál. Þannig sitja FÍA fulltrúar ráðstefnu ECA á laugardag, þar sem m.a. verður fjallað um nýja reglugerð EASA um flug-, vakt-, og hvíldartíma sem nú er í bígerð, flugslysarannsóknir, öryggismál og framtíðarhlutverk ECA.
FÍA sendir tvo fulltrúa á ráðstefnuna í Tælandi að þessu sinni, formann FÍA ásamt IFALPA/ECA fulltrúa. Stéttarfélagið tekur þannig áfram virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, enda er slíkt nauðsynlegt í fagi sem þekkir engin landamæri.
Stjórnarkjör í ECA - nýr forseti kjörinn
Haldinn var framhaldsfundur í ECA (European Cockpit Association) þann 24. febrúar s.l. Ástæðan og eina efni fundarins var að kjósa nýja menn í stjórn samtakanna og hæst bar kosning nýs forseta í stað Martins Chalk sem gengt hefur þeirri stöðu síðustu sex ár. Nýr forseti ECA heitir Nico Voorbach og er frá hollenska flugmannafélaginu. Þá var Jon Horne frá breska flugmannafélaginu (BALPA) einnig kjörinn nýr í stjórnina. Sjá nánar í meðfylgjandi frétt frá ECA
Ný stjórn kosin í FÍA
Aðalfundur FÍA var haldinn þriðjudagskvöldið 15. febrúar s.l. á Grand Hótel Reykjavík.
Á fundinum fór meðal annars fram kosning á nýrri stjórn FÍA og voru eftirtaldir kjörnir:
Hafsteinn Pálsson flugstjóri Icelandair, formaður
Jón Þór Þorvaldsson flugmaður Icelandair, varaformaður
Guðjón H. Gunnarsson flugstjóri Flugfélagi Íslands, meðstjórn
Hafsteinn Orri Ingvason flugmaður Atlanta, meðstjórn
Högni Björn Ómarsson flugstjóri Icelandair, meðstjórn
Ólafur Örn Jónsson flugmaður Atlanta, meðstjórn
Þorvaldur Friðrik Hallsson flugmaður Icelandair, meðstjórn
Jakob Ólafsson flugstjóri Landhelgisgæslunni, varamaður
Ölver Jónsson flugmaður Ernir, varamaður
Þeir sem ekki náðu kjöri voru, Örnólfur Jónsson í framoði til formanns, Guðlaugur Birnir Ásgeirsson í framboði til vara formanns, þeir Ingvar Jónsson og Þorsteinn Kristmannsson í framboði til meðstjórnar og Ragnar Már Ragnarsson í framboði til varamanns.
Nýr kjarasamningur við flugfélagið Norlandair
31. janúar 2011 var skrifað undir nýjan kjarasamning flugmanna flugfélagsins Norlandair. Samningurinn er á svipuðum nótum og hjá öðrum félögum en gildir til 31. mars 2011. Samningar við Norlandair hafa verið lausir frá lokum ársins 2009. Nýji samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu félagsmanna og fæst niðurstaða úr þeirri atkvæðagreiðslu á næstu dögum.
Flugmenn Air Greenland samþykktu nýjan samning
Kosið var um nýjan kjarasamning flugmanna Air Greenland föstudaginn 21. janúar s.l. 93% flugmanna skiluðu atkvæði og var samningurinn samþykktur með 78% atkvæða. Deilan er því leyst og flug hjá félaginu komið í eðlilegt horf að nýju.
Fréttabréf FÍA febrúar 2018
Nú er komið út nýtt fréttabréf FÍA þar sem farið er yfir það helsta sem er á döfinni hjá félaginu frá síðasta bréfi.
Í bréfinu er að finna kynningar frambjóðenda vegna stjórnarkjörs FÍA, atvinnumálum FÍA flugmanna gerð skil ásamt fróðleik um heilsuvernd og öryggismál. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér innihald blaðsins ásamt því að koma á framfæri við skrifstofu FÍA hugmyndum að efni í næsta fréttabréf.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamning við Icelandair
Atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning FÍA við Icelandair lauk kl. 12 þann 22. febrúar 2018.
Á kjörskrá voru 453. Atkvæði greiddu 404 eða 89,2%.
Já sögðu 363 eða 89,9%. Nei sögðu 36 eða 8,9%. Þeir sem skiluðu auðu voru 5 eða 1,2%.
Nýr kjarasamningur við Icelandair telst því samþykktur með afgerandi hætti.