Niðurstaða kosninga - Stjórn FÍA 2018-2019
Formaður
Örnólfur Jónsson Icelandair (2020)
Varaformaður
Guðmundur Már Þorvarðarson Icelandair (2019)
Meðstjórnendur
G. Birnir Ásgeirsson Air Atlanta (2019)
Hólmar Logi Sigmundsson Landhelgisgæslan (2019)
Högni B. Ómarsson Icelandair (2020)
Jónas E. Thorlacius Icelandair (2020)
Kristín María Grímsdóttir Air Atlanta (2019)
Magni Snær Steinþórsson Air Iceland Connect (2020)
Sigrún Bender Icelandair (2020)
Nýr kjarasamningur við Mýflug
Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Mýflug þann 25. maí s.l. Samningurinn gildir til ársloka 2018 en eldri kjarasamningur rann út um síðustu áramót. Samningurinn er nú í kynningu meðal flugmanna skrifað var undir nýjan kjarasamning við Mýflug þann 25. maí s.l. Samningurinn gildir til ársloka 2018 en eldri kjarasamningur rann út um síðustu áramót. Samningurinn er nú í kynningu meðal flugmanna.
Nýir kjarasamningar við AAI og AIC
Þann 2. júlí var skrifað undir nýjan kjarasamning við Bluebird Nordic og gildir hann til 31. mars 2020. Samningurinn fer nú í kynningu meðal flugmanna félagsins og rafræn atkvæðagreiðsla hefst í kjölfarið þann 2. júlí var skrifað undir nýjan kjarasamning við Bluebird Nordic og gildir hann til 31. mars 2020. Samningurinn fer nú í kynningu meðal flugmanna félagsins og rafræn atkvæðagreiðsla hefst í kjölfarið.
Samið við Bluebird Nordic
Þann 2. júlí var skrifað undir nýjan kjarasamning við Bluebird Nordic og gildir hann til 31. mars 2020. Samningurinn fer nú í kynningu meðal flugmanna félagsins og rafræn atkvæðagreiðsla hefst í kjölfarið þann 2. júlí var skrifað undir nýjan kjarasamning við Bluebird Nordic og gildir hann til 31. mars 2020. Samningurinn fer nú í kynningu meðal flugmanna félagsins og rafræn atkvæðagreiðsla hefst í kjölfarið.
Fréttabréf FÍA komið út
Nú er komið út nýtt fréttabréf FÍA þar sem farið er yfir það helsta sem er á döfinni hjá félaginu frá síðasta bréfi.
Í bréfinu er að finna ýmsar fréttir af atvinnumálum FÍA flugmanna ásamt fróðleik um heilsuvernd og öryggismál. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér innihald blaðsins ásamt því að koma á framfæri við skrifstofu FÍA hugmyndum að efni í næsta fréttabréf.
Leitum eftir öflugum einstaklingi í stjórn starfsmenntasjóðs
Á dögunum óskaði Bjarni Berg eftir því að verða leystur frá störfum sem stjórnarmaður í Starfsmenntasjóði FÍA og hefur beiðni hans verið samþykkt. Við þökkum honum fyrir starf í þágu félagsins. Við leitum því eftir að skipa annan öflugan einstakling í hans stað til að koma hreyfingu á starfsemi sjóðsins og bjóða félagsmönnum upp á ný og spennandi námskeið/fræðslu. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er verkefni hans að standa straum af kostnaði við námskeiðahald sem stjórn sjóðsins ákveður á hverjum tíma að bjóða sjóðsfélögum.
Áhugasamir geta sent póst á lara@fia.is
Farið verður yfir umsóknir og valinn einstaklingur á næsta stjórnarfundi.
Kjarasamningur FÍA við Norlandair samþykktur
Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Norlandair 22. ágúst s.l. og er atkvæðisgreiðslu lokið þar sem samningurinn var samþykktur. Kjörsókn var 100% og voru 57,14% samþykkir, 28,57% samþykktu ekki nýja samninginn og 14,29% sem skiluðu auðu. Gildistími samnings eru 12 mánuðir, en eldri samningur rann út febrúar á þessu ári. Við óskum þeim hjá Norlandair til hamingju með nýja samninginn.
Frá stjórn FÍA
Rekstur flugfélaga er krefjandi nú sem fyrr og því er eðlilegt að hjá Icelandair sé leitað allra leiða til að hagræða og lækka kostnað. Slík leit er vandasamt verkefni, en mikilvægt er að viðræður við stéttarfélög starfsmanna fari vel fram og að báðir aðilar komi auga á atriði þar sem hagsmunir starfsmanna fara saman við hagsmuni flugfélagsins. Stefna FÍA við gerð síðustu kjarasamninga við Icelandair var sú að mæta til viðræðna með opnum huga og leita lausna þar sem þeirra hafði ekki verið leitað áður. Sá árangur sem þar náðist hefði þó aldrei náðst ef aðilum hefði verið stillt upp við vegg.
Kjarasamningur FFÍ við Icelandair rennur út nú á haustmánuðum. Hugmyndir um fækkun starfsmanna í hlutastörfum eiga heima í þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. Náist ekki árangur í kjaraviðræðunum um lausn sem báðir aðilar eru sáttir við er rétt að bera túlkun núverandi ákvæða um hlutastörf undir Félagsdóm.
Skylmingar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum munu ekki leysa málið. FÍA skorar á Icelandair og FFÍ að leiða þetta mál til lykta í komandi kjaraviðræðum. Í aðdraganda þeirra viðræðna er skynsamlegt fyrir Icelandair að setja flugliðum sínum ekki afarkosti