None
22. jun 2012

Flugdagur á Akureyri 2012

Nú framundan er flugdagur á Akureyrarflugvelli, en þessi árlegi viðburður verður nú laugardaginn 23. júní og hefst kl. 13:00 þann dag. Kynnir er Ómar Ragnarsson. Nánari upplýsingar fást með því að smella á myndina hér í fréttinni.

Kynnir er Ómar Ragnarsson og aðgangseyrir er kr. 1000,-

Þess má geta að þessi flugdagur hefur verið mjög vinsæll undanfarin ár og hafa margir sem búsettir eru annars staðar en í Eyjafirði notað tækifærið og flogið á sínum einkaflugvélum norður yfir heiðar til að njóta "góða veðursins" sem alltaf er á norðurlandi. Þá er upplagt að nota tækifærið og skoða hið glæsilega Flugsafn Íslands og allar þær dýrðir sem það hefur uppá að bjóða.

Flugdagurinn hefur að jafnaði verið haldinn í námunda við Jónsmessuna og er árið í ár engin undantekning þar á.