None
22. dec 2014

Flugmenn Icelandair samþykktu nýjan kjarasamning

Þann 19. desember 2014 lauk kosningu um kjarasamning FÍA við Icelandair Group hf./Icelandair ehf.

278 voru á kjörskrá og greiddu 225 atkvæði. Kjörsókn var því 81%. 179 flugmenn samþykktu samninginn, 40 sögðu nei og 6 sátu hjá. Samningurinn er því samþykktur með 81,7% þeirra sem tóku afstöðu.

Samningurinn hefur nú tekið gildi og gildir til 30. september 2017.