None
07. jul 2013

Fyrsta stjórn félags RyanAir flugmanna tekin til starfa

Flugmenn RyanAir flugfélagsins hafa nú í fyrsta sinn kosið sér forystu fyrir flugmannahópinn sem á að starfa í þeirra umboði og er þetta stórt skref í átt að myndun stéttarfélags í þeirra röðum.   Félag RyanAir flugmanna sem kallast RPG, var stofnað haustið 2012 og innan þess eru meira en helmingur af öllum flugmönnum félagsins.   Sú stjórn sem nú hefur verið kjörin er skipuð einum flugstjóra frá RyanAir ásamt fjórum forystumönnum flugmannafélaga í Evrópu og Bandaríkjunum.

Sjá nánar meðfylgjandi fréttatilkynningu frá RPG hópnum