None
10. jun 2011

Kjaraviðræður við Icelandair árangurslausar

Allsherjaratkvæðagreiðsla um verkfall

Föstudaginn 10. júní 2011 var samningafundi flugmanna Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. hjá Ríkissáttasemjara slitið kl. 12:20 eftir árangurslausar viðræður. Hafin er allsherjaratkvæðagreiðsla um tillögu að verkfallsboðun í formi yfirvinnubanns flugmanna Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. Tillagan hljóðar upp á yfirvinnubann sem hæfist þann 24. júní 2011. Kosningunni lýkur kl. 13:00 þann 17. júní 2011 og verða atkvæði þá þegar talin. Allir flugmenn Icelandair sem hafa atkvæðisrétt eiga nú að hafa fengið kosningakóða sendann.