None
19. jun 2015

Konur á skrifstofu FÍA í fríi á kvenréttindadaginn

Konurnar þrjár sem vinna á skrifstofu FÍA verða í fríi á kvenréttindadaginn, 19. júní 2015. Liðin eru hundrað ár frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi og taldi FÍA rétt að starfsfólk félagsins fengi gott tækifæri til að halda upp á daginn. Karlarnir tveir eru við og skrifstofan því með venjulegan opnunartíma.