None
27. jul 2011

Kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Icelandair lokið

Miðvikudaginn 27. júlí lauk kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. og var samningurinn samþykktur með 183 atkvæðum á móti 41. Átta sátu hjá. Á kjörskrá voru 281 og er kjörsókn því 82%.

Samningurinn gildir til þriggja ára með svipuðum endurskoðunarákvæðum og í samningum ASÍ.