None
10. aug 2018

Leitum eftir öflugum einstaklingi í stjórn starfsmenntasjóðs

Á dögunum óskaði Bjarni Berg eftir því að verða leystur frá störfum sem stjórnarmaður í Starfsmenntasjóði FÍA og hefur beiðni hans verið samþykkt. Við þökkum honum fyrir starf í þágu félagsins. Við leitum því eftir að skipa annan öflugan einstakling í hans stað til að koma hreyfingu á starfsemi sjóðsins og bjóða félagsmönnum upp á ný og spennandi námskeið/fræðslu. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er verkefni hans að standa straum af kostnaði við námskeiðahald sem stjórn sjóðsins ákveður á hverjum tíma að bjóða sjóðsfélögum.

Áhugasamir geta sent póst á lara@fia.is

Farið verður yfir umsóknir og valinn einstaklingur á næsta stjórnarfundi.