None
06. jul 2012

Lokaskýrsla vegna slyss AF447

BEA, franska rannsóknarnefnd flugslysa, gaf út lokaskýrslu um flug AF447 hjá Air France, Airbus 330 þotunni sem fórst á Atlantshafinu á leið sinni frá Rio de Janeiro til París þann 1. júní 2009, þar sem allir um borð, alls 228 manns, fórust.

Skýrslan vísar á ísingu á pitot túbu sem leiddi til óáreiðanlegs lesturs mæla og viðbragða áhafnar við aðstæðum, sem meginorsök slyssins.

BEA gefur út samtals 25 öryggistillögur til viðbótar 16 sem áður höfðu verið gefnar út. Þar á meðal kennsla og þjálfun áhafna, uppsetning flugvéla, kerfi til endurgjafar og eftirlits hjá flugrekanda til að auka skilvirkni.

Airbus gaf út sína eigin yfirlýsingu þar sem sagði; "Útgáfa lokaskýrslu BEA gefur nú tækifæri til að vinna enn frekar með þann lærdóm sem draga má af þessu sorglega slysi og varna því að slíkt endurtaki sig. Airbus hefur þegar hafið aðgerðir, án þess að bíða eftir útgáfu lokaskýrslunnar, til að auka öryggi pitot á vélum sínum og stuðla að tengdum aðgerðum hjá flugrekendum."

Air France segir hins vegar í yfirlýsingu sinni; "Í rannsókn sinni og niðurstöðum undirstrikar BEA samspil og röð atburða, bæði tæknilegra og mannlegra, sem leiddu til þess að vélin fórst á réttum fjórum mínútum. Það staðfestir að áhöfnin var vel þjálfuð og hæf í samræmi við reglur og að kerfi vélarinnar virkuðu eins og þau voru hönnuð til og uppfylltu skilyrði til skráningar. Skýrsla BEA lýsir áhöfn sem brást við í takt við þær upplýsingar sem mælitæki og kerfi vélarinnar gáfu þeim, hegðun vélarinnar var einnig sýnileg í flugstjórnarklefanum: það sem lesið var af mælum, það sem startaði og stöðvaði viðvaranir, loftflæðis hljóð, víbringur vélarinnar o.s.frv. Lestur úr þessum gögnum gerði þeim ekki kleift að bregðast rétt við. Í þessu erfiða vinnuumhverfi, með hæfileika eins flugstjóra og tveggja flugmanna, var áhöfnin staðráðin í að sinna störfum sínum við að fljúga vélinni fram á allra síðustu stundu. Air France vonast til að geta endurgoldið hugrekki og einbeitingu þeirra á þessari erfiðu stundu."

Skýrsluna má lesa í heild sinni á vefsíðu BEA http://www.bea.aero/en/enquetes/flight.af.447/flight.af.447.php