None
20. dec 2017

#METOO

Undanfarið hafa stórir hópar kvenna úr ýmsum starfsstéttum komið fram undir merkjum átaksins #metoo. Meðal þeirra eru íslenskar flugfreyjur.

Af þessu tilefni vill Félag íslenskra atvinnuflugmanna FÍA lýsa yfir stuðningi við átakið og taka undir með þeim fjölmörgu samstarfskonum okkar flugmanna sem fordæma hverskyns kynferðislega áreitni.

Gagnkvæm virðing og traust þarf vera í samskiptum áhafna um borð í flugvélum. Það stuðlar að vellíðan áhafnarmeðlima og eykur flugöryggi.