None
01. oct 2012

Nýjar FTL reglur ógna flugöryggi

Lokatillaga að nýjum flug- vakt- og hvíldartímareglum fyrir flugáhafnir í Evrópu var kynnt í Brussel dag (1.október). Það er Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) sem leggur tillögurnar fram. Tillögurnar eru ógnun við flugöryggi og munu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir flugfarþega í Evrópu, verði þær innleiddar óbreyttar. Sjá nánar fréttatilkynningu frá ECA um málið hér.