None
30. nov 2013

Ráðstefna ECA í Brussel 27.-28. nóvember

Um 70 manns tóku þátt í tveggja daga ráðstefnu ECA, European Cockpit Association sem haldin var í Brussel í lok nóvember, en ECA er evrópski armur IFALPA. Á ráðstefnunni voru til umfjöllunar mörg helstu hagsmunamál flugmanna í álfunni. Farið var yfir stöðuna varðandi nýjar FTL reglur, mál tengd verktakaflugmönnum og málefni flugmanna RyanAir. Einnig voru til umræðu lagabreytingar ECA og farið yfir ársreikninga og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og ýmis önnur málefni. Hafsteinn Pálsson formaður FíA og Jóhannes B. Guðmundsson formaður Alþjóðanefndar sátu fundinn f.h. FÍA.