None
18. oct 2011

Skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir hönd flugmanna Landhelgisgæslunnar

Skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning fyrir hönd flugmanna Landhelgisgæslunnar. Samningurinn hefur verið kynntur fyrir hópnum og rafræn kosning mun hefjast og standa í sjö daga, reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir að morgni miðvikudagsins 26. október. Samningurinn er á sömu nótum og fyrri samningar FÍA síðustu mánuði og gildir til ársbyrjunar 2014.