None
10. jul 2017

Stjórn FÍA - breytingar

Stjórn FÍA og Trúnaðarráð skipuðu nýjan varamann stjórnar eftir afsögn Jóhanns Óskars Borgþórssonar. Samþykkt var að Jónas Einar Thorlacius, flugstjóri hjá Icelandair, komi inn sem varamaður og Jens Þór Sigurðarson, flugmaður hjá Landhelgisgæslunni og núverandi varamaður verður meðstjórnandi.

Við stöðu varaformanns FÍA tekur Guðmundur Már Þorvarðarson, flugstjóri hjá Icelandair, sem var gjaldkeri stjórnar.  Nýr gjaldkeri verður skipaður á næsta stjórnarfundi.

Uppfært; Stjórn FÍA skipaði Sigrúnu Bender sem gjaldkera félagsins þann 2. ágúst.