None
18. dec 2017

Stuðningsyfirlýsing

Félag íslenskra atvinnuflugmanna FÍA lýsir yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í baráttu þeirra vegna endurnýjunar kjarasamnings félagsins við Icelandair.

Verkföll eru ávallt neyðaraðgerð þegar samningsumleitanir hafa ekki skilað árangri.

FÍA skorar á samningsaðila að leita allra leiða til að finna samningsgrundvöll svo að verkfalli geti lokið.