None
30. oct 2013

WOW orðið flugfélag!

WOW air er nú formlega orðinn flugrekstraraðili en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum fengu þeir flugrekstrarleyfi sitt í í gær, þann 29. október. Þetta er fyrsta útgefna flugrekstrarleyfið fyrir áætlunarflug til og frá Íslandi í yfir 30 ár. Óskar FÍA félaginu til hamingju með áfangann og fagnar því að nú sé kominn nýr valkostur fyrir íslenska flugmenn sem hyggja á millilandaflug.