None
11. may 2014

Yfirlýsing FÍA vegna niðurfellingar fluga til Norður Ameríku 11.maí 2014

  • Það er alrangt að flugmenn Icelandair Group standi í skæruaðgerðum gagnvart félaginu.
  • Flugmenn eru í löglega boðuðum verkfallsaðgerðum sem meðal annars er yfirvinnubann sem felur í sér að menn vinna ekki yfirvinnu. 
  • Sökum seinkana undanfarinna daga hefur vakttími flugmanna riðlast sem hefur valdið keðjuverkandi áhrifum á önnur flug.  Icelandair Group er undirmannað nú um þessar mundir og hefur því ekki geta mannað öll þau flug sem áætluð hafa verið.
  • Icelandair Group tilkynnti um niðurfellingu 10 fluga til Norður Ameríku 11.maí.  Af þessum 10 flugum voru 8 þeirra fullmönnuð og lýsir FÍA undrun sinni á þessari aðgerð Icelandair Group en hún er farþegum félagsins sem og hluthöfum til mikils skaða. Með þessari aðgerð og kynningu á henni er verið að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að sverta orð flugmanna.  Slík aðgerð er sannarlega ekki til þess að ýta undir lausn þessarar deilu.