None
26. jan 2018

Ályktun félagsfundar

Félagsfundur FÍA, haldinn í Grjótnesi þ. 25. janúar 2018 samþykkir eftirfarandi ályktun um málefni Landhelgisgæslu Íslands.

Áform ríkisstjórnarinnar um fjárveitingu til reksturs Landhelgisgæslu Íslands eru hörmuð þar sem ekki verður séð að með henni sé rekstrargrundvöllur stofnunarinnar tryggður.

Fundarmenn skora á Alþingi að taka fjárhagsáætlun Landhelgisgæslunnar til endurskoðunar og gæta þess að úthlutað verði því fjármagni sem þörf er á til að standa við lögbundið hlutverk sitt, viðhalda búnaði og tryggja á hverjum tíma réttan fjölda áhafna á vakt.

Jafnframt hvetja fundarmenn til þess að gengið verði sem allra fyrst frá kaupum á þyrlum sem henta leitar og björgunarhlutverki Landhelgisgæslunnar.

Flutningsmaður; Högni B. Ómarsson

Stuðningsmenn; Reynir Einarsson og Jón Þór Þorvaldsson.

Ályktun þessi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.