Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Ársfundur IFALPA Alþjóðasamtaka flugmannafélaga í heiminum er haldinn í Dyflinni á Írlandi dagana 12. til 15. apríl. Þarna koma saman mörg hundruð fulltrúar flugmannafélaga alls staðar að úr heiminum, auk fulltrúa frá ICAO Alþjóða flugmálastofnunni, flugvélaframaleiðendum og ýmsum öðrum úr fluggeiranum. Eins og síðustu árin má segja að ráðstefnudagur á vegum flugmannafélaga One world, Star Alliance og SkyTeam marki upphaf IFALPA fundarins, en hann er haldinn í dag (11.april). Þar er fjallað um nokkur þeirra sameiginlegu hitamála sem flugmannafélögin eru að glíma við. Þrír fulltrúar FÍA sitja IFALPA fundinn að þessu sinni þeir Hafsteinn Pálsson formaður FÍA, Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri og Jóhannes B. Guðmundsson formaður alþjóðanefndar FÍA.