None
22. okt 2021

Áskorun til Bláfugls og SA frá Félagi íslenskra flugumferðastjóra

Félag íslenskra flugumferðastjóra (FÍF) hefur gefið út flotta áskorun til Bláfugls og SA.

"Þann 16. september  sl. var kveðinn upp dómur Félagsdóms í máli Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn Samtökum atvinnulífsins (SA) f.h. Bláfugls ehf. þar sem uppsagnir 11 flugmanna Bláfugls ehf. voru dæmdar ólögmætar.

Fyrir liggur að flugmennirnir störfuðu allir samkvæmt gildandi kjarasamningi FÍA og Bláfugls ehf. Hópuppsögnin fór fram í miðri kjarabaráttu og leitaði Bláfugl ehf. til erlendrar starfsmannaleigu í því skyni að ráða samsvarandi fjölda  flugmanna á talsvert verri kjörum, undir því yfirskini að um verktaka væri að ræða.

Kjarasamningur FÍA við Bláfugl ehf. er enn í gildi. Ráðning verktaka í störf flugmanna er til þess fallin að grafa undan meginreglum íslensks vinnuréttar sem gilda um ráðningar í störf að nýju á grundvelli starfsaldurs. FÍF skorar á Bláfugl og Samtök atvinnulífsins að fara að gildandi kjarasamningi, virða niðurstöðu Félagsdóms og taka til skoðunar að ráða flugmenn sem vikið var úr störfum sínum með ólögmætum hætti að nýju."

FÍA þakkar fyrir veittan stuðning.

Sjá áskorun hér.