Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Ársfundi IFALPA lauk þann 31. mars 2014 í Panama þar sem saman komu nokkur hundruð fulltrúar frá stéttarfélögum flugmanna víðs vegar að úr heiminum. Fjallað var um helstu hagsmunamál stéttarinnar á heimsvísu og mörkuð stefna fyrir sambandið næstu misserin. Einnig voru samhliða haldnir fundir í hverjum hinna fimm heimshlutasamtaka sem mynda IFALPA, sem er ECA í Evrópu og FÍA á aðild að. Í lok fundarins var samhljóða samþykkt yfirlýsing í tilefni af hvarfi malasísku farþegaþotunnar. Þar er m.a. minnt á nauðsyn þess að reglur ICAO Annex 13 um rannsókn flugslysa séu hafðar í heiðri. Eins er minnt á að meðan staðreyndir liggja ekki fyrir kunna getgátur í fjölmiðlum að hafa slæmar afleiðingar fyrir rannsókn málsins. Hægt er að lesa yfirlýsinguna í heild sinni hér.