Skrifstofa lokuð vegna sóttvarna
Á meðan neyðarstig almannavarna stendur yfir vegna útbreiðslu COVID-19 verður lokað fyrir heimsóknir á skrifstofu FÍA.
Starfsfólk og stjórnarmeðlimir munu sinna erindum frá félagsmönnum í gegnum síma og tölvupóst, en símanúmer og netföng er að finna hér á heimasíðunni.
Með þessum aðgerðum viljum við tryggja öryggi félagsmanna jafnt sem starfsfólks FÍA og taka þátt í því að hægja á útbreiðslu veirunnar.
Við minnum jafnframt á reglulegar stöðuuppfærslur sem birtast á FÍA appinu.
Notum FÍA appið!
Við hvetjum alla meðlimi FÍA til að nýta sér appið okkar góða og kíkja þangað reglulega, sér í lagi þessa dagana þegar mikið er að gerast innan flugiðnaðar og stjórnkerfis í viðbragðsvinnu vegna heimsfaraldurs Covid-19 veirunnar. Á appinu birtast m.a. reglulegar stöðuuppfærslur frá formanni, fréttir, tilkynningar um viðburði og skoðanakannanir til að kanna hug félagsmanna varðandi ýmis málefni.
Þú finnur appið á App Store (fyrir iphone notendur) og Google Play (fyrir Android síma) undir nafninu "FIA mobile".
Hlekkur á streymi - RFSS 2020
Vegna sóttvarna verður ráðstefnan Reykjavík Flight Safety Symposium fyrst og fremst rafræn í ár.
RFSS BREYTING
Vegna skyndilegra breytinga og þróunar á Covid-19 faraldrinum, þurfum við að bregðast við aðstæðum og munum streyma ráðstefnuna á netinu. Ráðstefnan verður samt sem áður haldin á Nordica, opin sérstökum boðsgestum og við viljum hvetja ykkur til að horfa á hana á netinu.
Linkur á streymið verður aðgengilegur á www.fia.is
Miðar sem keyptir voru á tix.is verða endurgreiddir samkæmt beiðni til info@tix.is
**Mælst er til þess að einstaklingar sem eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19 haldi sig heima. Helstu einkenni eru: Hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein-, eða höfuðverkur. Meltingareinkenni (kviðverkir, ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki algeng einkenni vegna COVID-19 en þekkjast þó. Mikilvægt er að fylgjast vel með tilmælum landlæknis en nýjustu upplýsingar má vef hans. Á dögunum voru gefnar út leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19, Að öðru leyti þá eru grunnskilaboðin þessi:
✓ Hreinlæti er fyrir öllu: Þvoum okkur oft og vel um hendurnar með vatni og sápu. Gott er að nota líka handspritt ef hendur eru ekki sýnilega óhreinar.
✓ Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogann eða í bréf en ekki í hendurnar eða út í loftið.
✓ Gætum þess að snerta andlitið sem minnst með höndunum, t.d. augun, munninn og nefið því þannig getur veiran komist inn í líkamann.
✓ Forðumst faðmlög, kossa og knús, notum heldur brosið. Þannig er hægt að forðast smit og forðast að smita aðra.
✓ Forðumst náin samskipti við þá sem eru veikir.
✓ Tökum hlutunum með ró og förum eftir leiðbeiningum.
Það er mikilvægt að við stöndum öll saman í því að hægja á útbreiðslu veirunnar
Kjarasamningur við Air Iceland Connect samþykktur
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning FÍA við Air Iceland Connect er nú lokið en svarhlutfall var 85.29%.
79.31% þeirra sem svöruðu voru samþykk samningnum, 20,69% kusu gegn honum og telst hann því samþykktur.
Allt hreint og klárt fyrir RFSS!
Reykjavík Flight Safety Symposium er haldið nú á föstudaginn. Vegna útbreiðslu kórónavíruss verður gætt sérlega að hreinlæti og handspritt verður í boði á hverju borði.
Vegna smithættu verður hætt við að hafa hlaðborð heldur verður matur framreiddur fyrir hvern og einn. Sjáumst á föstudaginn!
Biðlisti fyrir Hættu að væla, komdu að kæla
Bæði námskeiðin á Hættu að væla, komdu að kæla, sem eru samstarfsverkefni starfsmenntasjóðs og Andra Iceland, urðu strax uppseld, og greinilegt að mikill áhugi er fyrir því.
Við bjóðum því áhugasömum að skrá sig á biðlista.
Aukanámskeið - Hættu að væla, komdu að kæla!
NÚ UPPSELT - Skráðu þig á biðlista hér.
Vegna mikillar aðsóknar varð námskeiðið Hættu að væla, komdu að kæla strax fullbókað og því hefur starfsmenntasjóður, í samstarfi við Andra Iceland, ákveðið að bjóða upp á annað námskeið. Það er haldið sömu dagana og hið fyrra (4., 5., 7. og 30. maí), en á öðrum tímum, og er einungis í boði fyrir félagsmenn. Aðeins 20 komast að.
Smelltu hér til að skrá þig á seinna námskeiðið!
Uppgötvaðu eigin hæfileika til að geta verið í lagi, sama hvað gengur á. Við búum við stanslaust áreiti. Allt frá vægu áreiti til langvinnar streitu. Þessi streita getur valdið bóglum í líkamanum og komið huga okkar og heilsu úr jafnvægi. Hvað ef, til væri einföld leið til að enduruppgötva eigin hæfileika til að ná aftur stjórn á ósjálfráðum viðbrögðum við streitu og áreiti alveg sama hvað gengur á?
Á þessu námskeiði lærir þú:
Skilning á sambandi líkama og hugar
Að nota öndun sem heilsubót
Kulda nálgun. Að læra að sleppa tökum á erfiðleikum
Kæling. Sem heilsutól
Meðvituð hreyfing. Skilning á eigin líkama
Vísindin á bak við aðferðina
Hættu að væla, komdu að kæla!
NÚ UPPSELT - Skráðu þig á biðlista hér.
Starfsmenntasjóður FÍA kynnir, í samstarfi við Andra Iceland, Wim Hof námskeið sem er sérsniðið fyrir félagsmenn FÍA. Námskeiðið fer fram 4., 5., 7., og 30. maí er einungis í boði fyrir félagsmenn (skráningalistinn verður yfirfarinn) og aðeins 20 komast að. Þau sem hafa áhuga geta smellt á þennan hlekk til að skrá sig endurgjaldslaust.
Uppgötvaðu eigin hæfileika til að geta verið í lagi, sama hvað gengur á. Við búum við stanslaust áreiti. Allt frá vægu áreiti til langvinnar streitu. Þessi streita getur valdið bóglum í líkamanum og komið huga okkar og heilsu úr jafnvægi. Hvað ef, til væri einföld leið til að enduruppgötva eigin hæfileika til að ná aftur stjórn á ósjálfráðum viðbrögðum við streitu og áreiti alveg sama hvað gengur á?
Á þessu námskeiði lærir þú:
Skilning á sambandi líkama og hugar
Að nota öndun sem heilsubót
Kulda nálgun. Að læra að sleppa tökum á erfiðleikum
Kæling. Sem heilsutól
Meðvituð hreyfing. Skilning á eigin líkama
Vísindin á bak við aðferðina
Fréttabréf mars 2020
Fréttabréf FÍA í marsmánuði er nú komið út, en þar er meðal annars sagt nánar frá spennandi fyrirlesurum á Reykjavík Flight Safety Symposium, sem er nú á föstudaginn, ásamt greinum frá nýjum formanni og formanni öryggisnefndar og spennandi fréttum af námskeiðum og fyrirlestrum starfsmenntasjóðs.
Hugað að hjartanu - hádegisfyrirlestur 5. mars
Starfsmenntasjóður býður að vanda upp á spennandi hádegisfyrirlestra um ólík málefni en fimmtudaginn 5. mars er komið að málefnum hjartans:
Fimmtudaginn 5. mars kl. 12-14 í Hlíðasmára 8
Hugað að hjartanu
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og prófessor, heldur fyrirlestur um forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum og mun einnig sýna í hverju meðferð við þeim felst. Sýndar verða myndir úr skurðaðgerðum og þau tæki sem eru í ,,cockpit" hjartaskurðlæknis á LSH. Loks mun hann sýna myndir af hjarta landsins sem hann hefur flogið yfir margsinnis með vini sínum RAX sem einnig er flugmaður.
Spennandi hádegisfundir framundan
Starfsmenntasjóður býður að vanda upp á spennandi hádegisfyrirlestra um ólík málefni.
Fimmtudaginn 5. mars kl. 12-14 í Hlíðasmára 8
Hugað að hjartanu
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og prófessor, heldur fyrirlestur um forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum en einnig sýna í hverju meðferð við þeim felst. Sýndar verða myndir úr skurðaðgerðum og þau tæki sem eru í ,,cockpit" hjartaskurðlæknis á LSH. Loks mun hann sýna myndir af hjarta landsins sem hann hefur flogið yfir margsinnis með vini sínum RAX sem einnig er flugmaður.
Fimmtudagurinn 26. mars kl.12-14 í Hliðasmára 8
Fjölskyldu- og erfðaréttur: Hvað þurfum við að hafa í huga?
Erfðamál, skilnaður, hjúskapur, sambúð, forsjár barna, skattur eru nokkur dæmi sem oft þarf að huga að. Dögg Pálsdóttir, aðjúnkt hjá Háskólanum í Reykjavík, fer yfir helstu atriði í fjölskyldu- og erfðarétti á mannamáli.
Fimmtudagurinn 30. apríl kl.12-14 í Hlíðasmára 8
Vilborg Arna Gissurardóttir; 8848 ástæður til þess að gefast upp
Saga Vilborgar Örnu. Fyrirlesturinn fjallar um ferðalag í átt að markmiði sem reyndist síður en svo auðvelt að ná. Sagan er persónuleg og fjallar um hvernig er hægt að yfirstíga hindranir, halda út í erfiðum aðstæðum, sorgir sem og sigra. Sagan á erindi við alla sem þurfa að takast á við áskoranir, mótlæti eða vilja bæta árangur sinn