Hættu að væla, komdu að kæla!
NÚ UPPSELT - Skráðu þig á biðlista hér.
Starfsmenntasjóður FÍA kynnir, í samstarfi við Andra Iceland, Wim Hof námskeið sem er sérsniðið fyrir félagsmenn FÍA. Námskeiðið fer fram 4., 5., 7., og 30. maí er einungis í boði fyrir félagsmenn (skráningalistinn verður yfirfarinn) og aðeins 20 komast að. Þau sem hafa áhuga geta smellt á þennan hlekk til að skrá sig endurgjaldslaust.
Uppgötvaðu eigin hæfileika til að geta verið í lagi, sama hvað gengur á. Við búum við stanslaust áreiti. Allt frá vægu áreiti til langvinnar streitu. Þessi streita getur valdið bóglum í líkamanum og komið huga okkar og heilsu úr jafnvægi. Hvað ef, til væri einföld leið til að enduruppgötva eigin hæfileika til að ná aftur stjórn á ósjálfráðum viðbrögðum við streitu og áreiti alveg sama hvað gengur á?
Á þessu námskeiði lærir þú:
Skilning á sambandi líkama og hugar
Að nota öndun sem heilsubót
Kulda nálgun. Að læra að sleppa tökum á erfiðleikum
Kæling. Sem heilsutól
Meðvituð hreyfing. Skilning á eigin líkama
Vísindin á bak við aðferðina

Fréttabréf mars 2020
Fréttabréf FÍA í marsmánuði er nú komið út, en þar er meðal annars sagt nánar frá spennandi fyrirlesurum á Reykjavík Flight Safety Symposium, sem er nú á föstudaginn, ásamt greinum frá nýjum formanni og formanni öryggisnefndar og spennandi fréttum af námskeiðum og fyrirlestrum starfsmenntasjóðs.
Hugað að hjartanu - hádegisfyrirlestur 5. mars
Starfsmenntasjóður býður að vanda upp á spennandi hádegisfyrirlestra um ólík málefni en fimmtudaginn 5. mars er komið að málefnum hjartans:
Fimmtudaginn 5. mars kl. 12-14 í Hlíðasmára 8
Hugað að hjartanu
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og prófessor, heldur fyrirlestur um forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum og mun einnig sýna í hverju meðferð við þeim felst. Sýndar verða myndir úr skurðaðgerðum og þau tæki sem eru í ,,cockpit" hjartaskurðlæknis á LSH. Loks mun hann sýna myndir af hjarta landsins sem hann hefur flogið yfir margsinnis með vini sínum RAX sem einnig er flugmaður.
Spennandi hádegisfundir framundan
Starfsmenntasjóður býður að vanda upp á spennandi hádegisfyrirlestra um ólík málefni.
Fimmtudaginn 5. mars kl. 12-14 í Hlíðasmára 8
Hugað að hjartanu
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og prófessor, heldur fyrirlestur um forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum en einnig sýna í hverju meðferð við þeim felst. Sýndar verða myndir úr skurðaðgerðum og þau tæki sem eru í ,,cockpit" hjartaskurðlæknis á LSH. Loks mun hann sýna myndir af hjarta landsins sem hann hefur flogið yfir margsinnis með vini sínum RAX sem einnig er flugmaður.
Fimmtudagurinn 26. mars kl.12-14 í Hliðasmára 8
Fjölskyldu- og erfðaréttur: Hvað þurfum við að hafa í huga?
Erfðamál, skilnaður, hjúskapur, sambúð, forsjár barna, skattur eru nokkur dæmi sem oft þarf að huga að. Dögg Pálsdóttir, aðjúnkt hjá Háskólanum í Reykjavík, fer yfir helstu atriði í fjölskyldu- og erfðarétti á mannamáli.
Fimmtudagurinn 30. apríl kl.12-14 í Hlíðasmára 8
Vilborg Arna Gissurardóttir; 8848 ástæður til þess að gefast upp
Saga Vilborgar Örnu. Fyrirlesturinn fjallar um ferðalag í átt að markmiði sem reyndist síður en svo auðvelt að ná. Sagan er persónuleg og fjallar um hvernig er hægt að yfirstíga hindranir, halda út í erfiðum aðstæðum, sorgir sem og sigra. Sagan á erindi við alla sem þurfa að takast á við áskoranir, mótlæti eða vilja bæta árangur sinn
Niðurstaða kosninga - Stjórn FÍA 2020-2021
Niðurstaða kosninga til stjórnar FÍA var ljós rétt eftir kl. 21:00, 20. febrúar 2020. Kosningaþátttaka var afar góð en 65,58% félagsmanna greiddu atkvæði, sem er tæplega 16% meiri en í fyrra. Mæting á aðalfund var einnig óvenju góð en hundrað félagsmenn voru viðstaddir og var salurinn þéttsetinn.
Atkvæði féllu nokkuð jafnt:
Högni B. Ómarsson, ICE, 62,60%
Steindór Ingi Hall, ICE, 57,44%
Ragnar Friðrik Ragnars , AIC, 57,25%
Sara Hlín Sigurðardóttir, ICE, 56,11%
Bjarni Frostason, ICE, 54,39%
Ragnar Már Ragnarsson, ICE, 40,46%
Elí Úlfarsson, ICE, 35,88%
Hákon Sigþórsson, ERN, 32,82%
Auð atkvæði: 0,76%
Stjórn FÍA 2020-2021 er því sem hér segir:
Formaður
Jón Þór Þorvaldsson, ICE (2022)
Varaformaður
Guðmundur Már Þorvarðarson, ICE (2021)
Meðstjórnendur
Hafsteinn Orri Ingvason, AAI (2021)
Heimir Arnar Birgisson, AAI (2021)
Hólmar Logi Sigmundsson, LHG (2021)
Högni B. Ómarsson, ICE, (2022)
Ragnar Friðrik Ragnars , AIC, (2022)
Sara Hlín Sigurðardóttir, ICE, (2022)
Steindór Ingi Hall, ICE, (2022)
Framboðsfundur í Grjótnesi
Óformlegur framboðsfundur verður haldinn í Grjótnesi, Hlíðasmára 8, Kópavogi miðvikudaginn 19. febrúar kl. 12:00.
Þeir frambjóðendur sem eru ekki fjarverandi vegna vinnu munu verða á staðnum og kynna stefnuskrár sínar og áherslur í félagsmálum, ásamt því að svara spurningum fundarmanna sem kunna að koma.
Við hvetjum alla til að mæta!
Kjarasamningur við Atlanta felldur
Niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um um kjarasamning FÍA við Flugfélagið Atlanta, sem undirritaður var 31. janúar 2020, er lokið og var honum hafnað með yfirgnæfandi meirihluta.
Kosningaþátttaka var 85,58% en af þeim höfnuðu 92,13% samningnum á meðan 7,87% voru honum fylgjandi.
Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, heldur erindi um forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum í Hlíðasmáranum 5. mars kl. 12-14.
Allir félagsmenn eru velkomnir á hádegisfundinn sem er á vegum starfsmenntasjóðs.
Kynning á frambjóðendum
Nýtt fréttabréf FÍA er nú komið út en þar gefur m.a. að líta kynningar á öllum þeim sem eru í framboði til stjórnarsetu á næsta aðalfundi.
Aðalfundur FÍA 2020
Aðalfundur FÍA verður haldinn þann 20. 02. 2020, kl. 20:00 á Grand Hóteli Reykjavík. Kosning í embætti hefst viku fyrir aðalfund en meðlimir FÍA fá nánari upplýsingar um það í tölvupósti.
Ertu farin/nn að hugsa um lífið á efstu hæð?
Starfsmenntasjóður FÍA heldur opinn fund um lífeyrismál, þriðjudaginn 4. febrúar kl. 12-14 í Hlíðasmára 8. Á fundinum mun Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, ræða um fjármál einstaklinga og eftirlaunasparnað.
Hjá flestum eru eftirlaunaárin um það bil fjórðungur af fullorðinsárunum, jafnvel meira hjá sumum. Hvað geta einstaklingar reiknað með að fá í eftirlaun þegar þeir láta af störfum? Hvað geta þeir gert ef þeir vilja stuðla að hærri eftirlaunum? Og hvað á að gera þegar taka eftirlauna hefst?
Efni fyrirlestursins byggir að hluta á bókinni Lífið á efstu hæð en í henni er bent á atriði sem gott er að hafa í huga til að undirbúa fjármál við starfslok.
Sala á miðum fyrir RFSS 2020
Miðasala á hina árlegu ráðstefnu FÍA, Reykjavík Flight Safety Symposium, er nú hafin á tix.is.
Í ár verður hún haldin þann 13. mars frá kl. 09:00-16: 00 á Hilton Reykjavík Nordica. Miðaverði er að vanda stillt í hóf, aðeins 3.400 kr., og er hádegishlaðborð innifalið.
Áhersla á eldfjallavá
Ráðstefnan, sem skipulögð er af öryggisnefnd FÍA, hefur skapað sér sess á undanförnum árum og laðar að sér fólk alls staðar að úr flugiðnaðinum. Sem endranær verða viðfangsefnin fjölbreytt en sérstök áhersla verður sett á eldfjallavá.
Fyrirlesarar á RFSS 2020 eru:
- Sara Barsotti frá Veðurstofu Íslands
- Rory Clarkson frá Rolls-Royce
- Harry Nelson fyrrverandi tilraunaflugmaður hjá Airbus
- Hlín Hólm formaður NAT-SPG
- Antti Touri frá HUPER nefnd IFALPA
Allir fyrirlestrar og helstu umræður munu fara fram á ensku. Aðgangseyrir er hóflegur, aðeins kr. 3.400, og er hádegishlaðborð og aðrar gæðaveitingar innifaldar í verði. Miðasala er hafin á tix.is.