Niðurstaða kosninga - Stjórn FÍA 2020-2021
Niðurstaða kosninga til stjórnar FÍA var ljós rétt eftir kl. 21:00, 20. febrúar 2020. Kosningaþátttaka var afar góð en 65,58% félagsmanna greiddu atkvæði, sem er tæplega 16% meiri en í fyrra. Mæting á aðalfund var einnig óvenju góð en hundrað félagsmenn voru viðstaddir og var salurinn þéttsetinn.
Atkvæði féllu nokkuð jafnt:
Högni B. Ómarsson, ICE, 62,60%
Steindór Ingi Hall, ICE, 57,44%
Ragnar Friðrik Ragnars , AIC, 57,25%
Sara Hlín Sigurðardóttir, ICE, 56,11%
Bjarni Frostason, ICE, 54,39%
Ragnar Már Ragnarsson, ICE, 40,46%
Elí Úlfarsson, ICE, 35,88%
Hákon Sigþórsson, ERN, 32,82%
Auð atkvæði: 0,76%
Stjórn FÍA 2020-2021 er því sem hér segir:
Formaður
Jón Þór Þorvaldsson, ICE (2022)
Varaformaður
Guðmundur Már Þorvarðarson, ICE (2021)
Meðstjórnendur
Hafsteinn Orri Ingvason, AAI (2021)
Heimir Arnar Birgisson, AAI (2021)
Hólmar Logi Sigmundsson, LHG (2021)
Högni B. Ómarsson, ICE, (2022)
Ragnar Friðrik Ragnars , AIC, (2022)
Sara Hlín Sigurðardóttir, ICE, (2022)
Steindór Ingi Hall, ICE, (2022)
Framboðsfundur í Grjótnesi
Óformlegur framboðsfundur verður haldinn í Grjótnesi, Hlíðasmára 8, Kópavogi miðvikudaginn 19. febrúar kl. 12:00.
Þeir frambjóðendur sem eru ekki fjarverandi vegna vinnu munu verða á staðnum og kynna stefnuskrár sínar og áherslur í félagsmálum, ásamt því að svara spurningum fundarmanna sem kunna að koma.
Við hvetjum alla til að mæta!
Kjarasamningur við Atlanta felldur
Niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um um kjarasamning FÍA við Flugfélagið Atlanta, sem undirritaður var 31. janúar 2020, er lokið og var honum hafnað með yfirgnæfandi meirihluta.
Kosningaþátttaka var 85,58% en af þeim höfnuðu 92,13% samningnum á meðan 7,87% voru honum fylgjandi.
Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, heldur erindi um forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum í Hlíðasmáranum 5. mars kl. 12-14.
Allir félagsmenn eru velkomnir á hádegisfundinn sem er á vegum starfsmenntasjóðs.
Kynning á frambjóðendum
Nýtt fréttabréf FÍA er nú komið út en þar gefur m.a. að líta kynningar á öllum þeim sem eru í framboði til stjórnarsetu á næsta aðalfundi.
Aðalfundur FÍA 2020
Aðalfundur FÍA verður haldinn þann 20. 02. 2020, kl. 20:00 á Grand Hóteli Reykjavík. Kosning í embætti hefst viku fyrir aðalfund en meðlimir FÍA fá nánari upplýsingar um það í tölvupósti.
Ertu farin/nn að hugsa um lífið á efstu hæð?
Starfsmenntasjóður FÍA heldur opinn fund um lífeyrismál, þriðjudaginn 4. febrúar kl. 12-14 í Hlíðasmára 8. Á fundinum mun Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, ræða um fjármál einstaklinga og eftirlaunasparnað.
Hjá flestum eru eftirlaunaárin um það bil fjórðungur af fullorðinsárunum, jafnvel meira hjá sumum. Hvað geta einstaklingar reiknað með að fá í eftirlaun þegar þeir láta af störfum? Hvað geta þeir gert ef þeir vilja stuðla að hærri eftirlaunum? Og hvað á að gera þegar taka eftirlauna hefst?
Efni fyrirlestursins byggir að hluta á bókinni Lífið á efstu hæð en í henni er bent á atriði sem gott er að hafa í huga til að undirbúa fjármál við starfslok.
Sala á miðum fyrir RFSS 2020
Miðasala á hina árlegu ráðstefnu FÍA, Reykjavík Flight Safety Symposium, er nú hafin á tix.is.
Í ár verður hún haldin þann 13. mars frá kl. 09:00-16: 00 á Hilton Reykjavík Nordica. Miðaverði er að vanda stillt í hóf, aðeins 3.400 kr., og er hádegishlaðborð innifalið.
Áhersla á eldfjallavá
Ráðstefnan, sem skipulögð er af öryggisnefnd FÍA, hefur skapað sér sess á undanförnum árum og laðar að sér fólk alls staðar að úr flugiðnaðinum. Sem endranær verða viðfangsefnin fjölbreytt en sérstök áhersla verður sett á eldfjallavá.
Fyrirlesarar á RFSS 2020 eru:
- Sara Barsotti frá Veðurstofu Íslands
- Rory Clarkson frá Rolls-Royce
- Harry Nelson fyrrverandi tilraunaflugmaður hjá Airbus
- Hlín Hólm formaður NAT-SPG
- Antti Touri frá HUPER nefnd IFALPA
Allir fyrirlestrar og helstu umræður munu fara fram á ensku. Aðgangseyrir er hóflegur, aðeins kr. 3.400, og er hádegishlaðborð og aðrar gæðaveitingar innifaldar í verði. Miðasala er hafin á tix.is.
Lokað um hátíðarnar
Skrifstofa FÍA verður lokuð milli Þorláksmessu og nýársdags, að báðum dögum meðtöldum.
Fréttabréf desembermánaðar
Fréttabréf FÍA er komið út! Meðal efnis eru fréttir af alþjóðanefnd og samgöngunefnd, upplýsingar um aðalfund og Reykjavík Flight Safety Symposium, myndir úr starfinu og fleira!
Blessuð blíðan 10. des!
Einar Sveinbjörnsson heldur fyrirlestur sem kallast Blessuð blíðan, þriðjudaginn 10. desember kl. 12 í húsakynnum FÍA, Hlíðasmára. Erindið er á vegum Starfsmenntastjóðs en Einar mun fjalla um framfarir í veðurfræði, úrvinnslu og framsetningu gagna ásamt því að fara um víðan völl með tilliti til okkar starfs.
Heilsa á ferð og flugi - 26. nóvember
Þriðjudaginn 26. nóvember standa starfsmenntasjóður og sjúkrasjóður FÍA fyrir áhugaverðum fyrirlestri þegar Margrét og Elísa Viðarsdætur halda fyrirlestur um heilsu á ferð og flugi. Systurnar sameina krafta sína og sérþekkfræðiþekkingu í erindi sem tekur á geðheilbrigði og næringu og útskýra hvernig megi tengja þessa þætti saman til að hámarka árangur í vinnunni eða almennt fá það besta út úr sjálfum sér.
Fyrirlesturinn hefst kl. 12:00, þriðjudaginn 26. nóvember, í húsakynnum FÍA í Hlíðasmára 8.