Fréttir

12. feb 2020

Kynning á frambjóðendum

Nýtt fréttabréf FÍA er nú komið út en þar gefur m.a. að líta kynningar á öllum þeim sem eru í framboði til stjórnarsetu á næsta aðalfundi.

Lesa meira
08. jan 2020

Sala á miðum fyrir RFSS 2020

Miðasala á hina árlegu ráðstefnu FÍA, Reykjavík Flight Safety Symposium, er nú hafin á tix.is.

Í ár verður hún haldin þann 13. mars frá kl. 09:00-16: 00 á Hilton Reykjavík Nordica. Miðaverði er að vanda stillt í hóf, aðeins 3.400 kr., og er hádegishlaðborð innifalið.

Áhersla á eldfjallavá

Ráðstefnan, sem skipulögð er af öryggisnefnd FÍA, hefur skapað sér sess á undanförnum árum og laðar að sér fólk alls staðar að úr flugiðnaðinum. Sem endranær verða viðfangsefnin fjölbreytt en sérstök áhersla verður sett á eldfjallavá.

Fyrirlesarar á RFSS 2020 eru:

  • Sara Barsotti frá Veðurstofu Íslands
  • Rory Clarkson frá Rolls-Royce
  • Harry Nelson fyrrverandi tilraunaflugmaður hjá Airbus
  • Hlín Hólm formaður NAT-SPG
  • Antti Touri frá HUPER nefnd IFALPA

Allir fyrirlestrar og helstu umræður munu fara fram á ensku. Aðgangseyrir er hóflegur, aðeins kr. 3.400, og er hádegishlaðborð og aðrar gæðaveitingar innifaldar í verði. Miðasala er hafin á tix.is.

Lesa meira
11. des 2019

Fréttabréf desembermánaðar

Fréttabréf FÍA er komið út! Meðal efnis eru fréttir af alþjóðanefnd og samgöngunefnd, upplýsingar um aðalfund og Reykjavík Flight Safety Symposium, myndir úr starfinu og fleira!

Lesa meira