Reykjavíkurflugvöllur (BIRK) sem varaflugvöllur
Frá Öryggisnefnd FÍA
Áhafnir flugvéla hafa í gegnum tíðina getað reitt sig á Reykjavíkurflugvöll sem ákjósanlegan varaflugvöll. Undanfarin ár hefur þó þrengt að vellinum, ekki síst vegna takmarkana á þjónustutíma sem auglýstur er í flugmálahandbók (AIP Iceland).
Samkvæmt upplýsingum í flugmálahandbók er völlurinn lokaður fyrir allri umferð frá kl. 2300 að kvöldi til kl. 0700 að morgni alla virka daga og frá kl. 2300 að kvöldi til kl. 0800 að morgni um helgar. Flugvöllurinn er einnig lokaður ýmsa helgidaga. Reykjavíkurflugvöll er þó hægt að fá opnaðan með flugupplýsingaþjónustu (AFIS) utan þjónustutíma með 15 mínútna fyrirvara m.a. fyrir millilandaflug sem notar flugvöllinn sem varaflugvöll.
Sjá hér.
Nú hafa komið upp amk. tvö tilvik á 18 mánuðum þar sem væntingar flugmanna til þessarar þjónustu hafa brugðist og Isavia ekki tekist að gera flugvöllinn nothæfan á 15 mínútum eins og kemur fram í flugmálahandbók.
Það er því mat Öryggisnefndar FÍA að sýna þurfi sérstaka aðgát ef nota þarf Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll utan auglýsts þjónustutíma ef líkur eru á ísingu og skertum bremsuskilyrðum.
Fréttabréf októbermánaðar
Fréttabréf októbermánaðar er komið út en þar er meðal annars farið í saumana á flugnámi og jafnrétti til náms.
Sjá hér.
Ferðamennska á fjöllum
Þriðjudaginn 15. október mætir Guðmundur Helgi Önundarson frá Björgunarskóla Landsbjargar til okkar í Hlíðasmárann og heldur hádegiserindi (12:00-14:00) á vegum starfsmenntasjóðs. Fyrirlesturinn fjallar um ferðamennsku á fjöllum með áherslu á veiði og sport.
Kjarasamningur við Icelandair samþykktur
Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Icelandair 25. september s.l. og er atkvæðisgreiðslu lokið þar sem samningurinn var samþykktur. Það voru 534 á kjörskrá og 418 sem svöruðu. 87% voru samþykkir, 10% samþykktu ekki nýja samninginn og tæplega 3% skiluðu auðu. Kjarasamningurinn tók gildi 1. október 2019 og framlengist til 30. september 2020.
Kjarasamningur við Norlandair samþykktur
Kosningu um nýjan kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Norlandair er nú lokið og var hann samþykktur með 13 atkvæðum. 15 manns eru á kjörskrá og tóku allir þátt í kosningunni. Um er að ræða samning til eins árs (1.2. 2019 -1.2. 2020). FÍA óskar flugmönnum Norlandair til hamingju með nýjan samning.
Kanntu á Ipad?
Starfsmenntasjóður stendur fyrir námskeiði um notkun Ipad, mánudaginn 30. september kl. 12:00. Fyrirlesturinn fer fram í Grjótnesi í Hlíðasmára og eru allir félagsmenn hjartanlega velkomnir. Fyrirlesarinn er á vegum Iðunnar fræðslusetur og fræðir okkur um bæði notkun og notkunargildi Ipad spjaldtölvunnar.
Opið fyrir vetrarumsóknir (að hluta)
Orlofshúsasjóður tilkynnir: Opnað hefur verið fyrir umsóknir á ákveðnum tímabilum í húsum okkar á Akureyri. Opið verður til 24 sept. kl. 23:59
Opnað verður fyrir restina af vetrinum á Akureyri og eins Reykjaskóg, miðvikudaginn 25 sept. kl 12:00.
Allar nánari upplýsingar eru á orlofsvefnum, orlof.is/fia.
Ertu með FÍA appið í símanum?
Félagsmenn FÍA eiga að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um starf félagsins og mál er varða störf atvinnuflugmanna. Heimasíðan okkar, tölvupóstar, Facebook og Fréttabréf FÍA eru liður í þeirri viðleitni en auk þess viljum við minna sérstaklega á appið okkar, FÍA Mobile.
FÍA Mobile Appið
Í FÍA appinu er meðal annars að finna fundargerðir, fréttabréf, kjarasamninga og tilkynningar um fundi, námskeið og viðburði. Þú getur hlaðið því niður fyrir iOs tæki í App Store eða fyrir Android tæki í Google Play Store - leitar eftir „FÍA mobile“.
Fréttabréf septembermánaðar
Fréttabréf FÍA er komið út fyrir septembermánuð, með fréttum frá alþjóðanefnd, viðtali við Jens Þórðarson um geymslu flugvéla og alls kyns skemmtilegheitum frá starfsmenntasjóði! Fréttabréf septembermánaðar.
Dale Carnegie námskeið
FÍA og Dale Carnegie eiga að baki nokkra ára samstarf á sviði símenntunar. Nú býður Dale Carnegie félagsmönnum FÍA upp á 2ja daga Dale Carnegie námskeið. Sérniðin útgáfa af hinu klassíska námskeiði sem Dale Carnegie hefur þróað í yfir 100 ár.
Markmiðin eru; samskipti, markmiðasetning, tjáning, jafnvægi vinnu og einkalífs, sambönd og leiðtogahæfni. Þú lærir að takast á við flóknar áskoranir, ná fram samvinnu, tjá sig á skýran og áhrifaríkan hátt, setja streitu í samhengi og koma fyrir á fagmannlegan hátt.
Félagsmönnum býðst ókeypis kynningartími – sjá dale.is
Hvenær: 2ja daga Dale Carnegie námskeið verður fimmtudaginn 31.okt & föstudaginn 1.nóv frá kl. 8.30 til 16.30.
Hvar: Húsnæði Dale Carnegie, Ármúla 11, 3. hæð
Fyrir hverja: Félagsmenn FÍA
Verð: Fullt verð er 159.000 kr en hlutur félagsmanna FÍA er 14.000 kr. Ath. Innifalið eru öll námskeiðsgögn og hádegismatur.
Skráning á https://digital.dalecarnegie.com/is/einstaklingar eða í síma 555 7080
Fundur um flugöryggi í einkaflugi
Lífið í grasrótinni er yfirskrift fundar um flugöryggismál í einkaflugi sem FÍA, Samgöngustofa og Flugmálafélag Íslands standa fyrir. Fundurinn erhaldinn í húsakynnum FÍA, að Hlíðasmára 8, þann 17. október kl. 19:30. Hallgrímur Jónsson og Kári Guðbjörnsson flytja erindi. Allir velkomnir!
Dagskrá starfsmenntasjóðs í haust
Starfsmenntasjóður FÍA býður upp á fjölda spennandi fyrirlestra fyrir áramót, sem spanna allt frá heilsu yfir í veðurfræði.
Fyrirlestrarnir eru haldnir í sal FÍA, Grjótnesi, milli kl. 12:00-14:00 og eru allir félagsmenn velkomnir.
Fimmtudagur, 5. september
Bakskólinn
Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari heldur fyrirlestur um stoðkerfi líkamans og helstu áhættuþætti tengda starfinu með áherslu á mögulegar forvarnir.
Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við sjúkrasjóð FÍA.
Mánudagur, 30. september
Kanntu að nota Ipad?
Fyrirlesari á vegum Iðunnar fræðsluseturs kemur og heldur erindi um notkun og notkunargildi Ipad spjaldtölvunnar.
Þriðjudagur, 15. október
Ferðamennska á fjöllum
Guðmundur Helgi Önundarson frá Björgunarskóla Landsbjargar heldur fyrirlestur um ferðamennsku á fjöllum með áherslu á veiði og sport.
Þriðjudagur, 26. nóvember
Heilsa á ferð og flugi
Margrét og Elísa Viðarsdætur halda fyrirlestur um geðheilbrigði og næringu á ferðalagi. Systurnar munu sameina krafta sína og sérþekkfræðiþekkingu í fyrirlestri sem tekur á geðheilbrigði og næringu og hvernig megi tengja þessa þætti saman til að hámarka árangur í vinnunni eða almennt fá það besta út úr sjálfum sér.
Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við sjúkrasjóð FÍA.
Þriðjudagur, 10. desember
Blessuð blíðan
Einar Sveinbjörnsson heldur fyrirlestur um framfarir í veðurfræði, úrvinnslu og framsetningu gagna ásamt því að fara um víðan völl með tilliti til okkar starfs.