Fréttabréf septembermánaðar
Fréttabréf FÍA er komið út fyrir septembermánuð, með fréttum frá alþjóðanefnd, viðtali við Jens Þórðarson um geymslu flugvéla og alls kyns skemmtilegheitum frá starfsmenntasjóði! Fréttabréf septembermánaðar.
Dale Carnegie námskeið
FÍA og Dale Carnegie eiga að baki nokkra ára samstarf á sviði símenntunar. Nú býður Dale Carnegie félagsmönnum FÍA upp á 2ja daga Dale Carnegie námskeið. Sérniðin útgáfa af hinu klassíska námskeiði sem Dale Carnegie hefur þróað í yfir 100 ár.
Markmiðin eru; samskipti, markmiðasetning, tjáning, jafnvægi vinnu og einkalífs, sambönd og leiðtogahæfni. Þú lærir að takast á við flóknar áskoranir, ná fram samvinnu, tjá sig á skýran og áhrifaríkan hátt, setja streitu í samhengi og koma fyrir á fagmannlegan hátt.
Félagsmönnum býðst ókeypis kynningartími – sjá dale.is
Hvenær: 2ja daga Dale Carnegie námskeið verður fimmtudaginn 31.okt & föstudaginn 1.nóv frá kl. 8.30 til 16.30.
Hvar: Húsnæði Dale Carnegie, Ármúla 11, 3. hæð
Fyrir hverja: Félagsmenn FÍA
Verð: Fullt verð er 159.000 kr en hlutur félagsmanna FÍA er 14.000 kr. Ath. Innifalið eru öll námskeiðsgögn og hádegismatur.
Skráning á https://digital.dalecarnegie.com/is/einstaklingar eða í síma 555 7080

Fundur um flugöryggi í einkaflugi

Lífið í grasrótinni er yfirskrift fundar um flugöryggismál í einkaflugi sem FÍA, Samgöngustofa og Flugmálafélag Íslands standa fyrir. Fundurinn erhaldinn í húsakynnum FÍA, að Hlíðasmára 8, þann 17. október kl. 19:30. Hallgrímur Jónsson og Kári Guðbjörnsson flytja erindi. Allir velkomnir!
Dagskrá starfsmenntasjóðs í haust
Starfsmenntasjóður FÍA býður upp á fjölda spennandi fyrirlestra fyrir áramót, sem spanna allt frá heilsu yfir í veðurfræði.
Fyrirlestrarnir eru haldnir í sal FÍA, Grjótnesi, milli kl. 12:00-14:00 og eru allir félagsmenn velkomnir.
Fimmtudagur, 5. september
Bakskólinn
Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari heldur fyrirlestur um stoðkerfi líkamans og helstu áhættuþætti tengda starfinu með áherslu á mögulegar forvarnir.
Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við sjúkrasjóð FÍA.
Mánudagur, 30. september
Kanntu að nota Ipad?
Fyrirlesari á vegum Iðunnar fræðsluseturs kemur og heldur erindi um notkun og notkunargildi Ipad spjaldtölvunnar.
Þriðjudagur, 15. október
Ferðamennska á fjöllum
Guðmundur Helgi Önundarson frá Björgunarskóla Landsbjargar heldur fyrirlestur um ferðamennsku á fjöllum með áherslu á veiði og sport.
Þriðjudagur, 26. nóvember
Heilsa á ferð og flugi
Margrét og Elísa Viðarsdætur halda fyrirlestur um geðheilbrigði og næringu á ferðalagi. Systurnar munu sameina krafta sína og sérþekkfræðiþekkingu í fyrirlestri sem tekur á geðheilbrigði og næringu og hvernig megi tengja þessa þætti saman til að hámarka árangur í vinnunni eða almennt fá það besta út úr sjálfum sér.
Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við sjúkrasjóð FÍA.
Þriðjudagur, 10. desember
Blessuð blíðan
Einar Sveinbjörnsson heldur fyrirlestur um framfarir í veðurfræði, úrvinnslu og framsetningu gagna ásamt því að fara um víðan völl með tilliti til okkar starfs.
Sonja er nýr lögfræðingur FÍA
Sonja Bjarnadóttir hefur nú tekið við störfum af Ernu Á. Mathiesen sem lögfræðingur FÍA, en Erna mun hefja LL.M. nám við Háskólann í Osló í haust. Sonja útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og kemur til FÍA frá Samkeppniseftirlitinu þar sem hún hefur starfað síðastliðin ellefu ár. „Það eru mörg áhugaverð verkefni sem liggja fyrir og ég er spennt að koma hér til starfa. Ég hlakka til að takast á við það sem framundan er og vinn nú að því að setja mig inn í þau mál sem fyrir liggja,“ segir Sonja sem hefur góða þekkingu og reynslu af Evrópurétti og samningarétti og víðtæka starfsreynslu sem mun nýtast atvinnuflugmönnum vel. FÍA býður Sonju hjartanlega velkomna til starfa.
Erindi um B737 Max frá formanni IFALPA
Flugmálayfirvöld um allan heim ákváðu að kyrrsetja Boeing 737 Max vélarnar í mars á þessu ári eftir tvö hörmuleg slys sem urðu með minna en fimm mánaða millibili. Formaður IFALPA og flugstjórinn Jack Netskar skrifaði pistil eftir að hann sótti B737 Max leiðtogafund sem haldinn var í Montreal. Erindi hans má nálgast hér að neðan.
Fréttabréf júlímánaðar er komið út.
Fréttabréf FÍA fyrir júlímánuð er nú komið út en þar kennir ýmissa grasa að vanda.
Niðurstaða stjórnarkjörs EFÍA
Kjöri til stjórnar EFÍA lauk kl. 12:00, þriðjudaginn 4. júní.
Kjörsókn var góð og kusu 41,55% sjóðfélaga. Kjör til aðalstjórnar hlutu Sturla Ómarsson og Kjartan Jónsson. Kjör til varastjórnar hlaut Ingvar Mar Jónsson.
Sjá nánar á heimasíðu EFÍA.
Fréttabréf maímánaðar
Fréttabréf FÍA fyrir maímánuð er komið út og er nú að mestu helgað væntanlegum kosningum til stjórnar EFÍA, þótt þar finnist ýmislegt fleira! Fréttabréfið er nú í fyrsta sinn gefið út á bæði íslensku og ensku. Í því alþjóðlega umhverfi sem við störfum í er mikilvægt að allir félagsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum um félagið, starfsemi þess og réttindi sín.
Ársfundur EFÍA
Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn þriðjudaginn 28. maí kl. 11:00 í Hlíðarsmára 8 í Kópavogi.
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með umræðu og tillögurétti. Fundargögn má nálgast á vefsíðu sjóðsins.
Vakin er sérstök athygli á stjórnarkjöri sem fram fer nú í fyrsta sinn og sjóðfélagar hvattir til að nýta sér atkvæðisrétt sinn. Rafrænt stjórnarkjör hefst í kjölfar ársfundar og verður opið í 7 daga.
Frekari upplýsingar um stjórnarkjör má sjá hér
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningur kynntur
- Tryggingafræðileg úttekt
- Fjárfestingarstefna
- Stjórnarkjör
- Skipun stjórnarmanna sem ekki eru kjörnir á ársfundi og laun stjórnarmanna
- Val endurskoðanda
- Önnur mál
Lögfræðingur FÍA
FÍA leitar nú að nýjum lögfræðingi, en lögfræðingur okkar gegnir mikilvægu hlutverki í starfsemi félagsins og sýnir frumkvæði í verkefnum. Meginhlutverk hans er að gæta hagsmuna félagsmanna ásamt því að starfa náið með stjórn. Sjá nánar um starfið og umsóknarferli í mynd hér að neðan.

Sprettu úr spori!
Starfsmenntasjóður FÍA kynnir með stolti hlaupastílsnámskeið með Þorbergi Inga Jónssyni. Þorbergur er einn fremsti hlaupari landsins í millivegalengdum og utanvegahlaupum og hefur slegið fjölda íslandsmeta í hlaupagreinum. Undanfarin ár hefur Þorbergur boðið upp á hlaupastílsnámskeið og fyrirlestra því tengdu. Námskeiðið er haldið þann 21 maí, frá kl. 12:00-14:00.
Námskeiðið fyrir SFÍA samanstendur af um klukkustundar löngum fyrirlestri og verður honum fylgt eftir með léttum æfingum og sprelli á íþróttavelli Breiðabliks, Fífunni. Sumarið er rétt handan við hornið og því ekki úr vegi að fá einn flottasta hlaupara landsins til að leiðbeina okkur. Þorbergur mun meðal annars kenna okkur rétta hlaupatækni ásamt því að leiðbeina okkur um æfingar og æfingakerfi til að styðjast við, hver sem markmið okkur eru.
Námskeiðið takmarkast við 30 þáttakendur og hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella hér.