Skrifstofa lokuð frá 12:00 vegna stefnumótunar
Skrifstofa FÍA verður lokuð föstudaginn 10. maí frá klukkan 12:00 vegna stefnumótunar.
Námskeið í boði Starfsmenntasjóðs
Í samstarfi við Iðuna fræðslusetur býður Starfsmenntasjóður FÍA upp á tvö hjólaviðgerðarnámskeið fyrir hjólreiðafólk í hópnum.
Það fyrra er 8.maí og er hugsað fyrir byrjendur og/eða fólk sem ekki hefur mikið verið í viðgerðarhlutanum. Hið síðara er 23.maí sem hugsað er fyrir lengra komna og er eins konar framhaldsnámskeið af því fyrra. Á báðum námskeiðum er mælt með að koma með hjólin með sér.
Áhugasamir skrái sig á eftirfarandi hlekki; en hámark á hvort námskeiðið er 20manns.
Viðhald reiðhjóla I
Tími: 8. maí kl. 17-22
Staðsetning: Vatnagarðar 20
Kennari: Helgi Berg Friðþjófsson
Námslýsing: Farið verður í gegnum viðhald og umgengni á öllum hjólum. Skoðaðar verða stillingar á gírum, bremsum og hvernig á að yfirfara hjól til að tryggja að það sé ekki hættulegt að nota það.
Kynntir verða slitfletir og virkni gíra og mismunandi gírakerfa útskýrð. Skoðuð verða mismunandi bremsukerfi og virkni þeirra útskýrð.
Skráning: https://idan.is/fraedsla/nanar-um-namskeid/allotment/2019/05/08/Vidhald-reidhjola-I
Viðhald reiðhjóla II
Tími: 23. maí kl. 17-22
Staðsetning: Vatnagarðar 20
Kennari: Helgi Berg Friðþjófsson
Námslýsing: Skoðuð verða fjallajól og farið betur í samsetningu og fleira. Kynntar verða dempara uppsetningar. Tubeless dekkjaviðgerðir og uppsetning fyrir þær.
Kynnt verður hvaða dekk henta best og hverjir erum mismunandi kostir þeirra. Farið verður í viðhald á gjörðum og legum, Hvaða dekk í boði og mismunandi kostir þeirra.
Viðhald á gjörðum og legum. Námskeiðið er framhaldsnámskeið og farið er dýpra í alla þætti.
Skráning: https://idan.is/fraedsla/nanar-um-namskeid/allotment/2019/05/23/Vidhald-reidhjola-II
Auglýst eftir framboðum í stjórn EFÍA
Kjörnefnd Eftirlaunasjóðs FÍA (EFÍA) auglýsir nú eftir framboðum til stjórnarsetu í EFÍA kjörtímabilið 2019-2021.
Í kjölfar aukaársfundar EFÍA í febrúar síðastliðnum voru samþykktar breytingar á fyrirkomulagi í tengslum við skipan í stjórn EFÍA, meðal annars að fulltrúar FÍA í stjórn EFÍA verði kosnir af sjóðfélögum í beinni kosningu.
Samkvæmt greinum 4.1 og 4.1 a í samþykktum sjóðsins skulu sjóðfélagar kjósa tvo aðalmenn og einn varamann til stjórnarsetu í tvö ár. Þeir sem gefa kost á sér þurfa að uppfylla eftirfarandi:
- Vera sjóðfélagar í EFÍA.
- Vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv. 31. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. framangreindum lögum, reglum FME og samþykktum sjóðsins.
- Vera tilbúnir til að gangast undir hæfismat FME.
- Skila inn framboðsgögnum innan tilskilins tímafrests.
Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn framboð og fylgigögn á netfang kjörnefndar, kjornefnd@efia.is. Sjá nánar um fylgigögn og aðrar upplýsingar á heimasíðu EFÍA hér
Frestur til að skila inn framboði er 7. maí 2019 kl. 17:00.
Hlutverk kjörnefndar
Í samræmi við grein 4.2 í samþykktum sjóðsins hefur stjórn EFÍA skipað kjörnefnd vegna fyrirhugaðs stjórnarkjörs á ársfundi sjóðsins 2019, en hana skipa Jónas Fr. Jónsson, Lára Sif Christiansen og Magnús Brimar Jóhannsson.
Markmiðið með störfum kjörnefndar er að tryggja sjóðfélögum EFÍA áreiðanlegri forsendur til að taka upplýsta ákvörðun um val í stjórn sjóðsins. Meðal hlutverka kjörnefndar er að hafa umsjón með framkvæmd stjórnarkjörs og leggja fram rökstutt mat á hæfi einstakra frambjóðenda til stjórnarsetu, mat nefndarinnar telst vera ráðgefandi.
Kjörnefnd mun auglýsa eftir og yfirfara framboð með tilliti til þeirrar hæfni og reynslu sem nauðsynleg er til stjórnarsetu í lífeyrissjóði sem og að teknu tilliti til samsetningar stjórnar og hvað varðar breidd í fjölbreytni, hæfni og reynslu.
Vegna atburða dagsins
Fréttir dagsins af WOW air minna okkur á hversu flugiðnaðurinn er fallvaltur og aðstæður breytast fljótt. Hugur okkar félagsmanna í FÍA er í dag hjá flugmönnum WOW air sem eru félagsmenn í Íslenska flugmannafélaginu og hafa nú misst vinnuna sem og öllum öðrum starfsmönnum WOW air.

Fréttabréf komið út
Fréttabréf FÍA er komið út, en þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars er fjallað um athyglisverðan dóm Félagsdóms og ráðstefnur er varða flugöryggi auk orðsendinga frá nefndum og stjórnum.
Kulnun í starfi - fundi frestað til fimmtudags
Fimmtudaginn 21. mars verður áhugaverður hádegisfundur á vegum starfsmenntasjóðs þegar Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur, kemur til okkar og ræðir um kulnun í starfi.
Fundurinn átti upphaflega að vera á þriðjudeginum 19. mars en var frestað.
Hádegisfundur um fasteignalán
Fimmtudaginn 7. mars býður starfsmenntasjóður upp á áhugaverðan hádegisfyrirlestur í húsakynnum FÍA. Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, mætir til okkar og heldur erindi sem kallast Fasteignalán; fyrsta eign og lánamöguleikar
Við minnum einnig á áhugaverðan fund, þriðjudaginn 19. mars, um kulnun í starfi en þá mætir Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur, í hús.
Niðurstaða kosninga - Stjórn FÍA 2019-2020
Niðurstaða kosninga til stjórnar FÍA var ljós rétt eftir kl. 21:00, 28. febrúar. Kosningaþátttaka var góð en 49,94% félagsmanna greiddu atkvæði.
Atkvæði féllu nokkuð jafnt:
Hafsteinn Orri Ingvason – 22,82%
Heimir Arnar Birgisson – 26,96%
Hólmar Logi Sigmundsson – 25,9%
Sigurður Egill Sigurðsson –21,59%
2,73% skiluðu auðu
Stjórn FÍA 2019-2020 er því sem hér segir:
Formaður
Örnólfur Jónsson, Icelandair (2020)
Varaformaður
Guðmundur Már Þorvarðarson, Icelandair (2021)
Meðstjórnendur
Hafsteinn Orri Ingvason, Air Atlanta Iceland (2021)
Heimir Arnar Birgisson, Air Atlanta Iceland (2021)
Hólmar Logi Sigmundsson, Landhelgisgæslan (2021)
Högni B. Ómarsson, Icelandair (2020)
Jónas E. Thorlacius, Icelandair (2020)
Magni Snær Steinþórsson, Air Iceland Connect (2020)
Sigrún Bender, Icelandair (2020)
Breytingatillögur EFÍA voru samþykktar
Nýverið hélt eftirlaunasjóður FÍA (EFÍA) aukaársfund þar sem kynntar voru tillögur til breytinga á fyrirkomulagi í tengslum við skipan í stjórn. Meðal annars var lögð fram sú breyting að fulltrúar FÍA í stjórn EFÍA verði kosnir af sjóðfélögum í beinni kosningu. Allar breytingatillögur sneru að stjórnarkjöri, tilhögun þess, skipun kjörnefndar og tilhögun ársfundar.
Rafrænni kosningu um breytingarnar lauk 21. febrúar og féll mikill meirihluti atkvæða með breytingunni, eða 94,49%. Meirihluti atkvæða féll með breytingunni eða 94,49%. Nýjar samþykktir taka gildi að undangenginni staðfestingu Fjármála og efnahagsráðuneytisins.
Rafræn kosning er hafin
Við minnum góðfúslega á stjórnarkjör og hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt í rafrænni kosningu.
Opnað var fyrir kosningu til stjórnar FÍA 21. febrúar, kl. 21:00. Allir félagsmenn á kjörskrá eiga að hafa fengið sendan tölvupóst með hlekk á atkvæðagreiðsluna.
Linkurinn á atkvæðisgreiðsluna er: https://innskraning.island.is/?id=outcomesurveys.com
Kosningu lýkur fimmtudaginn 28. febrúar kl. 21.00 og mun niðurstaða kosninganna vera kynnt í kjölfarið á aðalfundi FÍA.
Í ár er kosið um varaformann og þrjá meðstjórnendur samkvæmt 28. gr. laga FÍA en kjörtímabil stjórnarmanna er tvö ár. Varaformaður er sjálfkjörinn en kjósa þarf um þrjá meðstjórnendur.
Lendi félagsmenn í vandræðum með framangreinda kosningu eru þeir vinsamlegast beiðnir að hafa samband við kjörstjórn: kjorstjorn@fia.is
Hér er hlekkur á kjörskrá á innri vef FÍA: https://www.fia.is/kaup-kjor/kjorskra/
Febrúarútgáfa Fréttabréfs
Febrúarútgáfa Fréttabréfs FÍA er komin út en þar er meðal annars að finna kynningar á framboðum og áhugaverða pistla um blóðtappa og svefn í vaktavinnu. Smelltu hér til að lesa fréttabréfið.
Framboðslisti og rafræn kosning
Frestur til að bjóða sig fram í stjórn FÍA rann út þann 7. febrúar, eða þremur vikum fyrir aðalfundinn. Opnað verður fyrir rafræna kosningu fimmtudaginn 21. febrúar kl. 21:00, en henni líkur á sama tíma, viku síðar, og verða úrslitin tilkynnt á aðalfundinum.
Félagsmenn fá hlekk sendan á tölvupósti með frekari leiðbeiningum.
Framboðslisti vegna aðalfundar 28. febrúar 2019:
Varaformaður
Guðmundur Már Þorvaðarson – ICE
Meðstjórnendur
Hafsteinn Orri Ingvason - AAI
Heimir Arnar Birgisson - AAI
Hólmar Logi Sigmundsson - LHG
Sigurður Egill Sigurðsson – Ernir
Varaformaðurinn er sjálfkjörinn en sitjandi varaformaður býður sig aftur fram. Kjósa þarf um meðstjórnendur þar sem fjórir eru í framboði, en einungis þrjú sæti í boði. Kjörtímabilið er tvö ár.