Fréttabréf komið út
Fréttabréf FÍA er komið út, en þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars er fjallað um athyglisverðan dóm Félagsdóms og ráðstefnur er varða flugöryggi auk orðsendinga frá nefndum og stjórnum.
Kulnun í starfi - fundi frestað til fimmtudags
Fimmtudaginn 21. mars verður áhugaverður hádegisfundur á vegum starfsmenntasjóðs þegar Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur, kemur til okkar og ræðir um kulnun í starfi.
Fundurinn átti upphaflega að vera á þriðjudeginum 19. mars en var frestað.
Hádegisfundur um fasteignalán
Fimmtudaginn 7. mars býður starfsmenntasjóður upp á áhugaverðan hádegisfyrirlestur í húsakynnum FÍA. Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, mætir til okkar og heldur erindi sem kallast Fasteignalán; fyrsta eign og lánamöguleikar
Við minnum einnig á áhugaverðan fund, þriðjudaginn 19. mars, um kulnun í starfi en þá mætir Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur, í hús.
Niðurstaða kosninga - Stjórn FÍA 2019-2020
Niðurstaða kosninga til stjórnar FÍA var ljós rétt eftir kl. 21:00, 28. febrúar. Kosningaþátttaka var góð en 49,94% félagsmanna greiddu atkvæði.
Atkvæði féllu nokkuð jafnt:
Hafsteinn Orri Ingvason – 22,82%
Heimir Arnar Birgisson – 26,96%
Hólmar Logi Sigmundsson – 25,9%
Sigurður Egill Sigurðsson –21,59%
2,73% skiluðu auðu
Stjórn FÍA 2019-2020 er því sem hér segir:
Formaður
Örnólfur Jónsson, Icelandair (2020)
Varaformaður
Guðmundur Már Þorvarðarson, Icelandair (2021)
Meðstjórnendur
Hafsteinn Orri Ingvason, Air Atlanta Iceland (2021)
Heimir Arnar Birgisson, Air Atlanta Iceland (2021)
Hólmar Logi Sigmundsson, Landhelgisgæslan (2021)
Högni B. Ómarsson, Icelandair (2020)
Jónas E. Thorlacius, Icelandair (2020)
Magni Snær Steinþórsson, Air Iceland Connect (2020)
Sigrún Bender, Icelandair (2020)
Breytingatillögur EFÍA voru samþykktar
Nýverið hélt eftirlaunasjóður FÍA (EFÍA) aukaársfund þar sem kynntar voru tillögur til breytinga á fyrirkomulagi í tengslum við skipan í stjórn. Meðal annars var lögð fram sú breyting að fulltrúar FÍA í stjórn EFÍA verði kosnir af sjóðfélögum í beinni kosningu. Allar breytingatillögur sneru að stjórnarkjöri, tilhögun þess, skipun kjörnefndar og tilhögun ársfundar.
Rafrænni kosningu um breytingarnar lauk 21. febrúar og féll mikill meirihluti atkvæða með breytingunni, eða 94,49%. Meirihluti atkvæða féll með breytingunni eða 94,49%. Nýjar samþykktir taka gildi að undangenginni staðfestingu Fjármála og efnahagsráðuneytisins.
Rafræn kosning er hafin
Við minnum góðfúslega á stjórnarkjör og hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt í rafrænni kosningu.
Opnað var fyrir kosningu til stjórnar FÍA 21. febrúar, kl. 21:00. Allir félagsmenn á kjörskrá eiga að hafa fengið sendan tölvupóst með hlekk á atkvæðagreiðsluna.
Linkurinn á atkvæðisgreiðsluna er: https://innskraning.island.is/?id=outcomesurveys.com
Kosningu lýkur fimmtudaginn 28. febrúar kl. 21.00 og mun niðurstaða kosninganna vera kynnt í kjölfarið á aðalfundi FÍA.
Í ár er kosið um varaformann og þrjá meðstjórnendur samkvæmt 28. gr. laga FÍA en kjörtímabil stjórnarmanna er tvö ár. Varaformaður er sjálfkjörinn en kjósa þarf um þrjá meðstjórnendur.
Lendi félagsmenn í vandræðum með framangreinda kosningu eru þeir vinsamlegast beiðnir að hafa samband við kjörstjórn: kjorstjorn@fia.is
Hér er hlekkur á kjörskrá á innri vef FÍA: https://www.fia.is/kaup-kjor/kjorskra/
Febrúarútgáfa Fréttabréfs
Febrúarútgáfa Fréttabréfs FÍA er komin út en þar er meðal annars að finna kynningar á framboðum og áhugaverða pistla um blóðtappa og svefn í vaktavinnu. Smelltu hér til að lesa fréttabréfið.
Framboðslisti og rafræn kosning
Frestur til að bjóða sig fram í stjórn FÍA rann út þann 7. febrúar, eða þremur vikum fyrir aðalfundinn. Opnað verður fyrir rafræna kosningu fimmtudaginn 21. febrúar kl. 21:00, en henni líkur á sama tíma, viku síðar, og verða úrslitin tilkynnt á aðalfundinum.
Félagsmenn fá hlekk sendan á tölvupósti með frekari leiðbeiningum.
Framboðslisti vegna aðalfundar 28. febrúar 2019:
Varaformaður
Guðmundur Már Þorvaðarson – ICE
Meðstjórnendur
Hafsteinn Orri Ingvason - AAI
Heimir Arnar Birgisson - AAI
Hólmar Logi Sigmundsson - LHG
Sigurður Egill Sigurðsson – Ernir
Varaformaðurinn er sjálfkjörinn en sitjandi varaformaður býður sig aftur fram. Kjósa þarf um meðstjórnendur þar sem fjórir eru í framboði, en einungis þrjú sæti í boði. Kjörtímabilið er tvö ár.
Aukaársfundur EFÍA: Aukið lýðræði
Aukaársfundur EFÍA verður haldinn í Grjótsnesi, sal FÍA í Hlíðarsmára 8, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 12:00
Sú krafa hefur aukist jafnt og þétt að sjóðfélagar fái að koma frekar að að vali stjórnarmanna lífeyrissjóðsins. Stjórn EFÍA hefur, ásamt stjórn FÍA, haft málið til skoðunar og ákveðið að leggja til að breyta samþykktum þar sem fyrirkomulagi við val stjórnar er breytt.
Tillagan felur í sér að í stað þess að þrír fulltrúar í stjórn og þrír varamenn séu tilnefndir af stjórn FÍA munu sjóðfélagar sjálfir kjósa stjórnarmenn í þau sæti í beinum kosningum.
Samkvæmt tillögunum verður kosningafyrirkomulagið með þeim hætti að kosið er í hvert sæti til tveggja ára í senn. Annað árið er kosið í sæti tveggja aðalmanna og eins varamanns, seinna árið er svo kosið um sæti eins aðalmanns og tveggja varamanna.
Breytingartillögur á samþykktum sjóðsins, sem snúa allar að stjórnarkjöri og þar með tilhögun þess og tilhögun ársfundar, verða kynntar á aukaársfundi sjóðsins. Í kjölfar fundarins verður opnað á rafræna kosningu um breytingarnar sem stendur yfir í viku.
Sjá nánari upplýsingar hér á heimasíðu EFÍA.
Verði tillögurnar samþykktar er fyrsta stjórnarkjör sjóðsins nú í vor, á ársfundi 2019. Á þeim fundi yrði kosið um tvo aðalmenn og einn varamann. Stjórn FÍA myndi tilnefna til eins árs einn aðalmann og tvo varamenn en þau stjórnarsæti yrði svo kosið um á ársfundi 2020.
Framboðsfrestur fyrir aðalfund
Við minnum á að framboðsfrestur fyrir aðalfund FÍA rennur út þann 7. febrúar en framboð skulu berast skriflega til framkvæmdastjóra FÍA á netfangið lara@fia.is
Á aðalfundi verða varaformaður og þrír meðstjórnendur kosnir. Sé gengið út frá óbreyttri samsetningu stjórnar getur enginn þriggja meðstjórnenda verið úr hópi Icelandair, með vísan til 16. greinar laga FÍA. Verði nýr varaformaður kosinn, sem ekki vinnur fyrir Icelandair, getur eitt af þessum þremur meðstjórnarsætum farið til Icelandair.
Frambjóðendum mun gefast kostur á að kynna sig og stefnumál sín í pistli sem birtist í Fréttabréfi FÍA, sem kemur út fyrir aðalfund. Við hvetjum öll þau sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu að íhuga framboð.
Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna verður haldinn á Grand Hótel, fimmtudaginn 28. febrúar, 2019 kl. 20:00-23:00.
Svefntími í vaktavinnu
Þriðjudaginn 5. febrúar, kl. 12-14, stendur Starfsmenntasjóður FÍA fyrir áhugaverðum hádegisfyrirlestri þar sem dr. Erla Björnsdóttir fer yfir helstu þætti er varða svefntíma fólks í vaktavinnu. Erindið var áður haldið í janúar en þá var fullt hús og fólk mjög ánægt með fyrirlesturinn.
Erla Björnsdóttir er stofnandi og stjórnarformaður Betri svefns. Hún lauk B.A prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2009. Erla lauk svo doktorsprófi í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands í janúar 2015. Í doktorsnámi sínu rannsakaði hún svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn.
Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi og er höfundur bókarinnar Svefn, sem kom út árið 2017.
Engin flugslys árið 2018
Flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa hefur gefið út yfirlit ársins fyrir árið 2018 en þar er að finna þær góðu fréttir að ekkert mál var skráð sem flugslys á árinu. Þetta verður að teljast sérstakt þar sem það hefur ekki gert síðan 1969, eða í tæpa hálfa öld.
Flugsvið RNSA skoðaði 37 mál af þeim 2.984 atvikum sem tilkynnt voru og skráði 19 þeirra sem alvarleg flugatvik og tók þau til formlegrar rannsóknar. Átján mál reyndust minniháttar mál og voru endurskilgreind sem slík og ekki rannsökuð frekar.