Aukaársfundur EFÍA: Aukið lýðræði
Aukaársfundur EFÍA verður haldinn í Grjótsnesi, sal FÍA í Hlíðarsmára 8, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 12:00
Sú krafa hefur aukist jafnt og þétt að sjóðfélagar fái að koma frekar að að vali stjórnarmanna lífeyrissjóðsins. Stjórn EFÍA hefur, ásamt stjórn FÍA, haft málið til skoðunar og ákveðið að leggja til að breyta samþykktum þar sem fyrirkomulagi við val stjórnar er breytt.
Tillagan felur í sér að í stað þess að þrír fulltrúar í stjórn og þrír varamenn séu tilnefndir af stjórn FÍA munu sjóðfélagar sjálfir kjósa stjórnarmenn í þau sæti í beinum kosningum.
Samkvæmt tillögunum verður kosningafyrirkomulagið með þeim hætti að kosið er í hvert sæti til tveggja ára í senn. Annað árið er kosið í sæti tveggja aðalmanna og eins varamanns, seinna árið er svo kosið um sæti eins aðalmanns og tveggja varamanna.
Breytingartillögur á samþykktum sjóðsins, sem snúa allar að stjórnarkjöri og þar með tilhögun þess og tilhögun ársfundar, verða kynntar á aukaársfundi sjóðsins. Í kjölfar fundarins verður opnað á rafræna kosningu um breytingarnar sem stendur yfir í viku.
Sjá nánari upplýsingar hér á heimasíðu EFÍA.
Verði tillögurnar samþykktar er fyrsta stjórnarkjör sjóðsins nú í vor, á ársfundi 2019. Á þeim fundi yrði kosið um tvo aðalmenn og einn varamann. Stjórn FÍA myndi tilnefna til eins árs einn aðalmann og tvo varamenn en þau stjórnarsæti yrði svo kosið um á ársfundi 2020.
Framboðsfrestur fyrir aðalfund
Við minnum á að framboðsfrestur fyrir aðalfund FÍA rennur út þann 7. febrúar en framboð skulu berast skriflega til framkvæmdastjóra FÍA á netfangið lara@fia.is
Á aðalfundi verða varaformaður og þrír meðstjórnendur kosnir. Sé gengið út frá óbreyttri samsetningu stjórnar getur enginn þriggja meðstjórnenda verið úr hópi Icelandair, með vísan til 16. greinar laga FÍA. Verði nýr varaformaður kosinn, sem ekki vinnur fyrir Icelandair, getur eitt af þessum þremur meðstjórnarsætum farið til Icelandair.
Frambjóðendum mun gefast kostur á að kynna sig og stefnumál sín í pistli sem birtist í Fréttabréfi FÍA, sem kemur út fyrir aðalfund. Við hvetjum öll þau sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu að íhuga framboð.
Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna verður haldinn á Grand Hótel, fimmtudaginn 28. febrúar, 2019 kl. 20:00-23:00.
Svefntími í vaktavinnu
Þriðjudaginn 5. febrúar, kl. 12-14, stendur Starfsmenntasjóður FÍA fyrir áhugaverðum hádegisfyrirlestri þar sem dr. Erla Björnsdóttir fer yfir helstu þætti er varða svefntíma fólks í vaktavinnu. Erindið var áður haldið í janúar en þá var fullt hús og fólk mjög ánægt með fyrirlesturinn.
Erla Björnsdóttir er stofnandi og stjórnarformaður Betri svefns. Hún lauk B.A prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2009. Erla lauk svo doktorsprófi í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands í janúar 2015. Í doktorsnámi sínu rannsakaði hún svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn.
Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi og er höfundur bókarinnar Svefn, sem kom út árið 2017.
Engin flugslys árið 2018
Flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa hefur gefið út yfirlit ársins fyrir árið 2018 en þar er að finna þær góðu fréttir að ekkert mál var skráð sem flugslys á árinu. Þetta verður að teljast sérstakt þar sem það hefur ekki gert síðan 1969, eða í tæpa hálfa öld.
Flugsvið RNSA skoðaði 37 mál af þeim 2.984 atvikum sem tilkynnt voru og skráði 19 þeirra sem alvarleg flugatvik og tók þau til formlegrar rannsóknar. Átján mál reyndust minniháttar mál og voru endurskilgreind sem slík og ekki rannsökuð frekar.
Drónar á lofti
Drónar geta verið gagnleg tól og skemmtileg leikföng en aukin notkun þeirra getur þó haft neikvæð áhrif á flug, eins og tafir og lokanir á flugvöllum hafa nýverið sýnt. Því er mikilvægt að flugmenn þekki rétt viðbrögð þegar kemur að drónum. BALPA og GATCO hafa gefið út leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við þegar drónar sjást á lofti en þær er hægt að lesa á meðfylgjandi mynd. Nánari upplýsingar um dróna og áhrif þeirra á flug er m.a. að finna á vefsíðu ECA.

Sala á miðum hafin
Miðasala á hina árlegu ráðstefnu FÍA, Reykjavík Flight Safety Symposium, er nú hafin á midi.is. Miðaverði er að vanda stillt í hóf aðeins 2.900 kr., og er hádegishlaðborð innifalið.
Ráðstefnan, sem skipulögð er af öryggisnefnd FÍA, hefur skapað sér sess á undanförnum árum og laðar að sér fólk alls staðar að úr flugiðnaðinum. Í ár verður hún haldin þann 11. apríl frá kl. 09:00-16: 00 á Hilton Reykjavík Nordica, en fyrirlesarar eru:
- Ragnar Guðmundsson - RNSA
- Marika Melin - Karolinska Institutet
- Steinarr Bragason - Airline Electronics Engineering Committee
- Graham Braithwaite - Cranfield
- José-María Lorenzo - The European Satellite Services Provider (ESSP)
- Kristín Sigurðardóttir - Þróunarmiðstöð rannsóknarverkefna
Erindi og umræður fara fram á ensku.
Nánar má lesa um fyrirlesarana og erindi þeirra hér.

Kjarasamningur við Mýflug samþykktur
Kosningu um nýjan kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Mýflugs er nú lokið og var hann samþykktur með 10 atkvæðum. 11 manns eru á kjörskrá og tóku 10 þátt í kosningunni.
FÍA skrifaði undir kjarasamninginn við Mýflug á gamlársdag en samningurinn gildir til 30. júní 2020.
Við óskum þeim hjá Mýflugi til hamingju með samninginn.
Aðalfundur og framboðsfrestur
Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna verður haldinn á Grand Hótel, fimmtudaginn 28 febrúar, 2019, kl. 20:00-23:00.
Á aðalfundi verða varaformaður og þrír meðstjórnendur kosnir. Framboðsfrestur rennur út þann 7. febrúar en framboð skulu berast skriflega til framkvæmdastjóra FÍA á netfangið lara@fia.is. Framkvæmdastjóri tekur við framboðum fyrir hönd stjórnar og kemur áleiðis til stjórnar og kjörstjórnar.
Sé gengið út frá óbreyttri samsetningu stjórnar getur enginn þriggja meðstjórnenda verið úr hópi Icelandair, með vísan til 16. greinar laga FÍA. Verði nýr varaformaður kosinn, sem ekki vinnur fyrir Icelandair, getur eitt af þessum þremur meðstjórnarsætum farið til Icelandair.
Frambjóðendum mun gefast kostur á að kynna sig og stefnumál sín í pistli sem birtist í Fréttabréfi FÍA. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu að íhuga framboð.
Svefntími fólks í vaktavinnu
Miðvikudaginn 16. janúar, kl. 12-14, stendur Starfsmenntasjóður FÍA fyrir áhugaverðum hádegisfyrirlestri þar sem dr. Erla Björnsdóttir fer yfir helstu þætti er varða svefntíma fólks í vaktavinnu.
Við bendum jafnframt á að erindið verður endurtekið þriðjudaginn 5. febrúar.
Erla Björnsdóttir er stofnandi og stjórnarformaður Betri svefns. Hún lauk B.A prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2009. Erla lauk svo doktorsprófi í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands í janúar 2015. Í doktorsnámi sínu rannsakaði hún svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn.
Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi og er höfundur bókarinnar Svefn, sem kom út árið 2017.
Nýr samningur við Mýflug
Félag íslenskra atvinnuflugmanna skrifaði undir nýjan kjarasamning við Mýflug á gamlársdag en samningurinn gildir til 30. júní 2020.
Samninganefnd mun kynna samninginn á mánudag og þriðjudag næstkomandi en í kjölfar þess hefjast kosningar.
Opnun um hátíðarnar
Skrifstofa FÍA verður lokuð milli jóla og nýárs. Gleðilega hátíð!