Fréttir

18. jan 2019

Sala á miðum hafin

Miðasala á hina árlegu ráðstefnu FÍA, Reykjavík Flight Safety Symposium, er nú hafin á midi.is. Miðaverði er að vanda stillt í hóf aðeins 2.900 kr., og er hádegishlaðborð innifalið.

Ráðstefnan, sem skipulögð er af öryggisnefnd FÍA, hefur skapað sér sess á undanförnum árum og laðar að sér fólk alls staðar að úr flugiðnaðinum. Í ár verður hún haldin þann 11. apríl frá kl. 09:00-16: 00 á Hilton Reykjavík Nordica, en fyrirlesarar eru:

  • Ragnar Guðmundsson - RNSA
  • Marika Melin - Karolinska Institutet
  • Steinarr Bragason - Airline Electronics Engineering Committee
  • Graham Braithwaite - Cranfield
  • José-María Lorenzo - The European Satellite Services Provider (ESSP)
  • Kristín Sigurðardóttir - Þróunarmiðstöð rannsóknarverkefna
    Erindi og umræður fara fram á ensku.

Nánar má lesa um fyrirlesarana og erindi þeirra hér.

RFSS_schedule.png

Lesa meira
13. des 2018

Fréttabréf í nýjum búningi

Desember tölublað Fréttabréfs FÍA er nú komið út. Fréttabréfið hefur tekið þónokkrum útlitsbreytingum en vitaskuld er efniviðurinn það sem skiptir máli.
Frettabref_12_2018.pdf

Meðal greina í blaðinu eru:

  • Fréttir frá öryggisnefnd og pistill um samgönguáætlun
  • AVIADORAS: Nýstofnaður alþjóðlegur vinnuhópur kvenflugmanna
  • Skipting ellilífeyrisréttina: Er það eitthvað fyrir okkur?
  • "Brennivínsnefndin" - Pistill frá stoðnefnd um mikilvægan stuðning
  • Fróðlegir fréttamolar úr starfi FÍA
frettabrefdes18.png

Lesa meira
06. des 2018

Tillögur um rekstur flugvalla

Starfshópur sem hafði það hlutverk að móta tillögur um uppbyggingu flugvallakerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna skilaði skýrslu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í byrjun desember.

Í skýrslunni eru gerðar tillögur um breytingar á fyrirkomulagi innanlandsflugs og rekstri flugvalla og að innanlandsflug verði hagkvæmur kostur fyrir íbúa landsbyggðarinnar.

Lagðar eru fram tillögur um að auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra flugvalla, sem gegna hlutverki sem varaflugvellir í millilandaflugi, með því að skilgreina þá sem kerfi flugvalla með sameiginlegan kostnaðargrunn og Isavia ohf. falin fjárhagsleg ábyrgð á rekstri, viðhaldi og uppbyggingu þeirra. Lagt er til að þjónustugjöld verði samræmd á millilandaflugvöllunum og hóflegt þjónustugjald sett á til að standa straum af uppbyggingu vallanna. Mikilvægi öryggishlutverks varaflugvalla tengt millilandaflugi hefur aukist og starfshópurinn telur nauðsynlegt að taka tillit til breyttra aðstæðna á grundvelli þróunarinnar undanfarin ár.

Þá er lagt til að þjónustusamningur ríkisins við Isavia verði framvegis gerður til fimm ára í senn til svo að hægt verði að þróa flugvallakerfið til lengri tíma og stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna.

Starfshópurinn leggur til að tillögurnar verði útfærðar nánar á næsta ári svo þær geti komið til framkvæmda árið 2020.

Lesa meira