Fréttabréf í nýjum búningi
Desember tölublað Fréttabréfs FÍA er nú komið út. Fréttabréfið hefur tekið þónokkrum útlitsbreytingum en vitaskuld er efniviðurinn það sem skiptir máli.
Frettabref_12_2018.pdf
Meðal greina í blaðinu eru:
- Fréttir frá öryggisnefnd og pistill um samgönguáætlun
- AVIADORAS: Nýstofnaður alþjóðlegur vinnuhópur kvenflugmanna
- Skipting ellilífeyrisréttina: Er það eitthvað fyrir okkur?
- "Brennivínsnefndin" - Pistill frá stoðnefnd um mikilvægan stuðning
- Fróðlegir fréttamolar úr starfi FÍA

Ernir skrifar undir kjarasamning við FÍA
Fulltrúar FÍA og Flugfélagsis Ernis skrifuðu undir kjarasamning, mánudaginn, 10. desember. Í kjölfarið hófst rafræn atkvæðagreiðsla, sem stendur í viku.

Mynd, frá vinstri: Unnar Hermannsson (Ernir), Ásgeir Örn Þorsteinsson (Ernir), Magni Snær Steinþórsson formaður samninganefndar FÍA, Snorri Geir Steingrímsson (FÍA), Sigurður Egill Sigurðsson (FÍA).
Tillögur um rekstur flugvalla
Starfshópur sem hafði það hlutverk að móta tillögur um uppbyggingu flugvallakerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs sem almenningssamgangna skilaði skýrslu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í byrjun desember.
Í skýrslunni eru gerðar tillögur um breytingar á fyrirkomulagi innanlandsflugs og rekstri flugvalla og að innanlandsflug verði hagkvæmur kostur fyrir íbúa landsbyggðarinnar.
Lagðar eru fram tillögur um að auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra flugvalla, sem gegna hlutverki sem varaflugvellir í millilandaflugi, með því að skilgreina þá sem kerfi flugvalla með sameiginlegan kostnaðargrunn og Isavia ohf. falin fjárhagsleg ábyrgð á rekstri, viðhaldi og uppbyggingu þeirra. Lagt er til að þjónustugjöld verði samræmd á millilandaflugvöllunum og hóflegt þjónustugjald sett á til að standa straum af uppbyggingu vallanna. Mikilvægi öryggishlutverks varaflugvalla tengt millilandaflugi hefur aukist og starfshópurinn telur nauðsynlegt að taka tillit til breyttra aðstæðna á grundvelli þróunarinnar undanfarin ár.
Þá er lagt til að þjónustusamningur ríkisins við Isavia verði framvegis gerður til fimm ára í senn til svo að hægt verði að þróa flugvallakerfið til lengri tíma og stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna.
Starfshópurinn leggur til að tillögurnar verði útfærðar nánar á næsta ári svo þær geti komið til framkvæmda árið 2020.

Ernir tekur nýja flugvél í notkun
Í desember tók Flugfélagið Ernir í notkun flugvél af gerðinni Dornier 328. Vélin rúmar 32 farþega auk þriggja manna áhafnar og mun sinna áætlunarflugi á leiðum félagsins auk tilfallandi verkefna innanlands og utan.
„Við bindum vonir til þess að aukinn sætafjöldi skili hagkvæmni á ákveðnum leiðum og möguleika félagsins til að bjóða hagstæðari fargjöld en hægt hefur verið. Allt fer það þó eftir kaupum, kjörum og aðstæðum á okkar örmarkaði, “ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis en til þessa hefur félagið haft að skipa fjórum 19 farþega flugvélum af Jetstream 31/32 gerð.
Flugfélagið Ernir er elsta starfandi flugfélag hér á landi, og er enn stjórnað af stofnendum þess frá árinu 1970. Ernir heldur úti áætlunarflugi til fimm áfangastaða á landsbyggðinni auk Reykjavíkur. Það eru Vestmannaeyjar, Höfn Hornafirði, Húsavík, Gjögur og Bíldudalur.

Forvitnilegir fyrirlestrar
Starfsmenntasjóður FÍA stendur fyrir áhugaverðum hádegisfyrirlestrum á næstu mánuðum. Við hvetjum félagsfólk eindregið til að kynna sér dagskrána hér að neðan og taka frá tíma!
Hádegisfyrirlestrar FÍA janúar-mars 2019
Miðvikudagur, 16.janúar 2019 kl.12-14
Svefntími fólks í vaktavinnu
Dr. Erla Björnsdóttir
Miðvikudagur 6.febrúar 2019 kl.12-14
Svefntími fólks í vaktavinnu
Dr. Erla Björnsdóttir
Miðvikudagur 20.febrúar 2019 kl.12-14
Réttarstaða flugmanna við rannsókn lögreglu
Hulda Elsa Björgvinsdóttir yfirmaður ákærusviðs LRH
Rannsóknarnefnd flugslysa
Fimmtudagur 7.mars 2019 kl.12-14
Fasteignakaup; fyrsta eign og lánamöguleikar
Snædís Ögn Flosadóttir, EFÍA
Þriðjudagur 19.mars 2019 kl.12-14
Kulnun í starfi
Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur
Bryndís hefur störf hjá FÍA
Bryndís Nielsen hóf nýverið störf sem upplýsingafulltrúi FÍA og mun halda utan um miðlun upplýsinga til félagsmanna, til að mynda með útgáfu fréttabréfs, uppfærslum á heimasíðu og samfélagsmiðlum.
Bryndís hefur langa starfsreynslu sem ráðgjafi, almannatengill og verkefnastjóri auk þess að hafa talsverða reynslu af ritstörfum og þýðingarvinnu. Hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá Athygli frá 2007, og starfar þar áfram í hálfu starfi til móts við hálft starf hjá FÍA. Hjá Athygli hefur Bryndís fengist við verkefni á borð við krísustjórnun og uppbyggingu ímyndar, almannatengsl, blaðaskrif og ritstjórn auk þess að hafa starfað í tvö ár hjá Evrópustofu, en sú upplýsingamiðstöð var rekin af Athygli samkvæmt samningi við Evrópusambandið.

Bryndís var upplýsingafulltrúi hjá Íslenska dansflokknum frá 2005-2007 en starfaði þar á undan sem sjónvarpsfréttakona á hinni skammlífu fréttastöð NFS. Hún lauk meistaranámi í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths College, University of London, og hefur BA gráðu í sálfræði frá HÍ.
Frá stjórn FÍA
Rekstur flugfélaga er krefjandi nú sem fyrr og því er eðlilegt að hjá Icelandair sé leitað allra leiða til að hagræða og lækka kostnað. Slík leit er vandasamt verkefni, en mikilvægt er að viðræður við stéttarfélög starfsmanna fari vel fram og að báðir aðilar komi auga á atriði þar sem hagsmunir starfsmanna fara saman við hagsmuni flugfélagsins. Stefna FÍA við gerð síðustu kjarasamninga við Icelandair var sú að mæta til viðræðna með opnum huga og leita lausna þar sem þeirra hafði ekki verið leitað áður. Sá árangur sem þar náðist hefði þó aldrei náðst ef aðilum hefði verið stillt upp við vegg.
Kjarasamningur FFÍ við Icelandair rennur út nú á haustmánuðum. Hugmyndir um fækkun starfsmanna í hlutastörfum eiga heima í þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. Náist ekki árangur í kjaraviðræðunum um lausn sem báðir aðilar eru sáttir við er rétt að bera túlkun núverandi ákvæða um hlutastörf undir Félagsdóm.
Skylmingar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum munu ekki leysa málið. FÍA skorar á Icelandair og FFÍ að leiða þetta mál til lykta í komandi kjaraviðræðum. Í aðdraganda þeirra viðræðna er skynsamlegt fyrir Icelandair að setja flugliðum sínum ekki afarkosti
Kjarasamningur FÍA við Norlandair samþykktur
Skrifað var undir nýjan kjarasamning við Norlandair 22. ágúst s.l. og er atkvæðisgreiðslu lokið þar sem samningurinn var samþykktur. Kjörsókn var 100% og voru 57,14% samþykkir, 28,57% samþykktu ekki nýja samninginn og 14,29% sem skiluðu auðu. Gildistími samnings eru 12 mánuðir, en eldri samningur rann út febrúar á þessu ári. Við óskum þeim hjá Norlandair til hamingju með nýja samninginn.
Leitum eftir öflugum einstaklingi í stjórn starfsmenntasjóðs
Á dögunum óskaði Bjarni Berg eftir því að verða leystur frá störfum sem stjórnarmaður í Starfsmenntasjóði FÍA og hefur beiðni hans verið samþykkt. Við þökkum honum fyrir starf í þágu félagsins. Við leitum því eftir að skipa annan öflugan einstakling í hans stað til að koma hreyfingu á starfsemi sjóðsins og bjóða félagsmönnum upp á ný og spennandi námskeið/fræðslu. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er verkefni hans að standa straum af kostnaði við námskeiðahald sem stjórn sjóðsins ákveður á hverjum tíma að bjóða sjóðsfélögum.
Áhugasamir geta sent póst á lara@fia.is
Farið verður yfir umsóknir og valinn einstaklingur á næsta stjórnarfundi.
Fréttabréf FÍA komið út
Nú er komið út nýtt fréttabréf FÍA þar sem farið er yfir það helsta sem er á döfinni hjá félaginu frá síðasta bréfi.
Í bréfinu er að finna ýmsar fréttir af atvinnumálum FÍA flugmanna ásamt fróðleik um heilsuvernd og öryggismál. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér innihald blaðsins ásamt því að koma á framfæri við skrifstofu FÍA hugmyndum að efni í næsta fréttabréf.
Samið við Bluebird Nordic
Þann 2. júlí var skrifað undir nýjan kjarasamning við Bluebird Nordic og gildir hann til 31. mars 2020. Samningurinn fer nú í kynningu meðal flugmanna félagsins og rafræn atkvæðagreiðsla hefst í kjölfarið þann 2. júlí var skrifað undir nýjan kjarasamning við Bluebird Nordic og gildir hann til 31. mars 2020. Samningurinn fer nú í kynningu meðal flugmanna félagsins og rafræn atkvæðagreiðsla hefst í kjölfarið.
Nýir kjarasamningar við AAI og AIC
Þann 2. júlí var skrifað undir nýjan kjarasamning við Bluebird Nordic og gildir hann til 31. mars 2020. Samningurinn fer nú í kynningu meðal flugmanna félagsins og rafræn atkvæðagreiðsla hefst í kjölfarið þann 2. júlí var skrifað undir nýjan kjarasamning við Bluebird Nordic og gildir hann til 31. mars 2020. Samningurinn fer nú í kynningu meðal flugmanna félagsins og rafræn atkvæðagreiðsla hefst í kjölfarið.